Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1931, Blaðsíða 34

Sameiningin - 01.06.1931, Blaðsíða 34
192 MóÖir okkar segir okkur reyndar, að alt þess háttar sé léleg virÖing, og aÖ prentsmiðja fööur okkar sé tákn nteiri virÖingar, en hermerki á vopni eÖa verju. En ég veit þaÖ, að ömmu finst það vera mikil niðurlæging fyrir Schönbergs ættina, að hafa tengst manni af borgara stétt. FriÖrik er á sama máli og rnóðir okkar og finnur til með henni. Hann segir aÖ í raun og veru sé miklu göfugri kross- ganga háð með dökka prentstílnum hans föður okkar, heldur en sú, sem afi okkar tók þátt í, með vopnum sínum. En hernaðar að- ferðin var svo falleg til forna, með gunnfánum og gangprúðum hestum, sem léku af fjöri og kappi. Eg get ekki gert að því; mér finst það hefði hlotið að vera skemtilegra að sitja viö ein- hvern gluggan í einhverjum fornfrægum kastala, eins og til dæmis í Wartburg kasta-lanum, sem stendur fyrir ofan bæinn; gaman hefði verið að veifa hendinni til Friðriks, um leið og hann þaut framhjá í skygndum herklæðum niður hæðina á rammefldum striös fáki—miklu skemtilegra en að klifrast upp háan hlaða af gömlum bókum, gráum af ryki, inni i timbur herberginu, og sjá Friðrik á ferðinni niður strætið, meÖ töskuna í hendinni fekki of fulla) og fátæklega klæddan. Jæja, hvað um það. Það hefði orðið erfitt að sjá af Friðrik, hvað sem öðru leið. Sjálfur hefði Friðrik ekki verið neitt göfugri en hann er, þótt hann hefði verið riddari og aðalsmaður. En mér dylst ekki að menn bera viröingu fyrir gyltu snúrunum og nafnbótunum, hvað sem annars móðir mín og Friðrik segja um þetta. Eg vildi óska að dagbókin mín væri í sliku bandi, svo að fólk, sem ekki gæti lesið hana. dáðist að bandinu ; að gullspöngunum og kjölnum, settum dýrum steinum. Þetta hefði þó ef til vill ekki mikla þýðing fyrir þá, sem gætu lesið í bókinni. Eg vet fyrir víst, að engin hinna gömlu riddara og krossferðamanna og greifa, sem amma er að segja okkur af, voru tígulegri en Friðrik. Hann hefir ekki blá augu eins og ég. Hann hefir dökk augu og tindrandi. Mín augu eru bara þjóðversk og tilheyra Cotta ættinni. Augun mín eru góð til að sjá til að sauma, og að hjálpa við prentverk. Mér virðast augu Friðriks lesa hjörtu manna og ráða vfir þeirn, eða bjóða þeim byrgin ella.—éfrarnh.). Chicago Floral Co. B. J. Pilcher og A. W. Turne 340 PORTAGE AVE., Winnipeg. Phone: 24 791 Goodman Bros. Vér setjum inn furnaces og ger- um alt, er a3 tinsmlSi lýtur. 786 TORONTO STREET Sími: 28 847 Heimas.: 86 642

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.