Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1932, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.10.1932, Blaðsíða 6
242 Vinur syndugra Bn allir tollheimtumenn og syndarar nálguðust hann, til að hlýða á hann. En bæði Farísearnir og fræðimennirnir mögluðu og sögðu: Þessi rnaður tekur að sér syndara og samneytir þeim. —Lúk. 15:12. Sjúkum og bágstöddum mönnum finst jafnan hin mesta trygging og meinabót í því að eiga aÖ góÖan og hjálpfúsan lækni í nágrenni sínu. Eftir því verður öryggi þeirra meira sem hann býr nær þeim, en einkum þrá þeir aÖ eignast vináttu hans og um- gangast hann. Allur einstæÖingsskapur bágstaddra, mein sjúkra, —ógnir vetrarins og lífsins—, tapa ótrúlega miklu af ógnum sínum og þjáningum við það, að samneyta kærum og góðum lækni.— Manninum er svipað farið hvað andleg rnein snertir. Synd- sjúk sálin þarfnast vin og græðara. Syndugir þrá alveg ótrúlega að samneyta réttlætinu. Brotlega menn fýsti á fund Jesú. Aum- ingjarnir voru öðrum fremur fúsir til móts við hann. Þeim var það ljóst, að hjá Jesú áttu þeir athvarf. H'ann var vinur þeirra. Flann veitti þeim ávalt áheyrn og viðtöku. Hjá honum var ekkert manngreinarálit. Hann krafði þá ekki reiknings. Hluttekning hans og miskunn duldist þeim ekki. Andi hans batt hina syndugu og sjúku böndum kærleikans við hans eigin helga líf. En hrokafullir fræðimenn og höfðingjar fjarlægðust hann. Syndugir vesalingar sáu í honum nýtt fagnaðarerindi, nýjan kærleik, er snart hjörtun og gladdi sálirnar. Útlegðarmenn hans þjóðar og tíðar, syndugir og dæmdir, drógust ósjálfrátt að honum, nálguðust hann og hlýddu á hann heilagan og syndlausan, með ást til allra og dýrðlegan úr faðmi föður kærleikans á himnum, hið gagnstæða við alt í um- hverfi og eðli þeirra sjálfra og samtíðarinnar, fundu þeir hann nœr sér. Því nálgast þeir hann, hlýða á hann og—hann samneytir þeim.— Hann meir en leið þessi olnbogabörn er leituðu hans. Hann fagnaði þeim og vitjaði þeirra. Hbnum var ekki ami í aumingj- unum. Þeir fundu, að hann fann til með þeim. Þeir fundu að hann var vinur sjúkra og syndugra manna. Þeir komu til hans og hann samneytti þeim. En bæði Farísearnir og fræðimennirnir mögluðu þá. Þeir þurftu hans ekki með, fanst þeim. Þeir töldu sér trú um yfirburði og réttlæti. Þeir voru öðrum betri og öðrum meiri, en ekki eins og tollheimtumenn og bersyndugir. Þeir fundu ekki til andlegra meina

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.