Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.10.1932, Page 9

Sameiningin - 01.10.1932, Page 9
245 skólinn sitt eitt hundraÖ þrítugasta og fimta skólaár. Þegar skól- inn var fluttur var dr. Stephan M. Paulson, er þjónar stórum, lúterskum söfnuði í Brooklyn, kjörinn formaður hans (Dean). Eins og kunnugt er, er dr. Paulson al-íslenzkur að ætt, bróðir W. H. Paulson fylkisþingmanns í Saskatchewan. Heldur hann áfram prestskap í söfnuði sínum auk þess að veita forstöðu guðfræða- skólanum. Hartwick prestaskólinn tilheyrði United Lutheran Synod of New York, sem er ein deild í hinu mikla félagi United Lutheran Church in America, sem kirkjufélag vort hefir átt samvinnu við og notið að í mörgu tilliti. Undir forystu dr. Paulson hefir sú breyt- ing orðið á að yfirráð skólans eru nú í höndum stjórnarnefndar, er mynduð er af mönnum úr öllum deildum lútersku kirkjunnar, sem starfandi eru í New York borg. Þessi félög eru tilgreind: United Lutheran Church, American Lutheran Church, Norwegian Lutheran Church, Augustcna Synod, Danish Lutheran Church, Missouri Synod og United Danish Lutheran Church of America. Þannig hefir því í fyrsta sinn tekist samvinna með mönnum úr öll- um helztu deildum lútersku kirkjunnar hér í álfu um þýðingar- mikið kirkjulegt hlutverk. Að dr. Paulson eigi mikinn hlut að máli í því að koma þessu til leiðar, er víst engum vafa bundið. Segir hann svo frá að á tveimur síðustu árum hafi skólinn notið mjög einhuga siðferðislegs stuðnings allra lúterskra flokka í borg- inni New York. Þessi samvinna innan kirkju vorrar vekur mikla athygli, ekki sízt vegna þess að hún stefnir að því, sem sífelt vaxandi fjöldi hugsandi manna í öllum deildum lútersku kirkjunnar hér í álfu hefir fundið til að væri lífsnauðsyn, en enginn haft áræði eða getu til að hrinda af stokkunum. Menn hafa fundiö til þess, ekki sízt áhugamiklir leikmenn, að kirkjan þyrfti mjög á því að halda að sameina krafta sína í hverju því efni, sem snertir almenna heill hennar og þess málefnis er hún ber fram. En gömul vanabundin hefð hefir staðið í vegi. Sagan hefir staðfest að það var og er til blessunar, að kirkjan var gróðursett hér í álfu á þjóðernisgrund- velli þeirra landa, sem lúterskir innflytjendur komu frá. Þannig varðveittist samhengi og þannig tókst bezt að flytja inn í þjóðlifið hér þau verðmæti, er mest reið á. En lu’tt er öfgastefna, að ætla þannig að halda við þessari sérstöðu hvers einstaks flokks, að það standi í vegi samvinnu, sem væri öllum til blessunar og á engan hátt þyrfti að lama sjálfstæði nokkurrar deildar. Til þessa hefir alment verið fundið og á síðari árum hefir verið augljóst að alda var að rísa í þessu efni, sem líklega væri að ryðjast fram þá og þegar. Fjárhagskreppan hefir enn fremur gefið þessu byr undir

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.