Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.10.1932, Side 12

Sameiningin - 01.10.1932, Side 12
248 Trúboðserindi flult af séra S. 0. Thorlaksson á kirkjuþingi 20. júní, 1932. Þýtt af séra N. S. Thorláksson. (Framh. frá síðasta bl. Sam.) Má eg biðja ykkur að athuga með sjálfum ykkur myndina, sem þið kunnið að hafa hugsað ykkur af erlendum trúboða, í ljósi því, sem við nú viljum skoða að erlent trúboð eigi að vera? Og þó eg viðhafi ekki að öllu leyti gömíu sí-endurteknu orðatiltækin, þegar eg gef skýring á erlendu trúboði, þá bið eg ykkur að gera svo vel að halda ekki, að eg sé gagnstæður ritningunni og sé að reyna að koma út í ykkur einhverju nýju, eða jafnvel einhverju, sem hafi keim af hættulegri kenning. Gerið svo vel og minnist þess þá líka, að í engum skilningi skoða eg trúboðann sem erind- reka stofnunar eða hóps einstaklinga, sérstæða kirkjunni, né heldur að hann sé fulltrúi sjálfs sín, þegar hann fer til trúboðs- stöðvanna til þess að vera þar og prédika og kenna. Hann er þar aðeins sem andsvar kirkjunnar, í hlýðni vi& boð Jesú Krists. Þess vegna lít eg á sjálfan mig sem andsvar ykkar við köllun Drottins og hlýðni ykkar við hans boð. Ef til vill eruð þið mér ekki sammála, en þið megið það. Bg er þar, af því þið sjálfir í eigin persónum eruð þar ekki, nema að svo miklu leyti sem þið eruð þar og eigið að vera þar í öðrum í ykkar stað. Erlent trúboð er þá útfærsla starfskvía kirkjunnar til annara þjóða, sem ekki hafa átt kost þann, sem við höfum átt, að þekkja og elska Drottinn vorn, sem þekkir okkur og elskar eins og hann einn fær gert. “1 þessu er kærleikurinn: ekki að vér elskum Guð, heldur að hann elskaði oss og sendi son sinn til að vera friðþæging fyrir syndir vorar.” 1. Jóh. 4, 10. Erlent trúboð er sköpunarstarf kirkjunnar. Fyrir það er hún að skapa nýjar hugsanir, nýtt líf, nýjar hugsjónir, ekki aöeins hjá fólki erlendis, heldur líka heima fyrir hjá meðlimum kirkjunnar, og eflir kirkjulífið hjá hverjum þeim söfnuði heima, sem ant er um að afla sér þekkingar og auka áhuga sinn fyrir útbreiðslu og þessu skapandi verkefni kirkjunnar. Erlent trúboð er starf brautryðjandans. Fyrir það starf kirkj- unnar eignumst við nýtt útsýni og f jarsýnið verður í réttum hlut- föllum, merkjalínur okkar eigin heimahagsmuna afmást, víð- sýnið eykst, sjóndeildarhringurinn stækkar, færist út og áfram æ lengra og lengra, og fyrir það komumst við upp úr götutroðning-

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.