Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.10.1932, Page 14

Sameiningin - 01.10.1932, Page 14
250 en nokkru sinni áður. ViðhorfiÖ í mörgum söfnuöum hjá okkur er mjög bágboriÖ. Andlegu verðmátin virÖast vera aÖ missa gildi í vondöprum heimi. EÖa er þaÖ aÖ kenna verzlunar- og véla-and- anum í heiminum? Við megum finna til vonbrigða, en aldrei til vonleysis. Síðan á námsárum mínum, aö eg var sendur af ykkur á heimatrúboðs-stöðvarnar, á meðal okkar tvístraða og prestslausa fólks, þá hefir hjarta mitt þráð, jafnvel blætt af innilegri löngun til að þjóna því. 1 bæði skiftin, sem eg hefi verið heima í fríi minu, hefir mér fundist að starf mitt erlendis hafi verið til ón}'rtis, að minsta kosti hvað mína eigin þjóð snertir, þegar eg á ferðum mín- um meðal fólks okkar hefi kvnst ástæðunum kirkjulegu, eins og þær hafa komið mér fyrir sjónir, og séð hve mjög skortir jafnvel á kirkjulegan félagsanda. Aldrei munuö þið fá að vita, hvað það hefir kostað mig og kostar nú, að hverfa aftur til Japan. Og sumir ykkar prestanna gerið það erfiðara fyrir mig í hvert sinn. Eg hygg að eg nú hafi svarað spurningunni, sem eg lagði fram fyrir ykkur hér að framan, nægilega skýrt, til þess að skilja efnið eftir hjá vkkur til frekari umhugsunar og yfirvegunar. Það eru margar ástæður, sem bæði ritningin gefur og eins kirkjan fyrir því, að okkur ætti að vera ant um erlent trúboð. En mig langar aðeins nú í lok máls míns að minna ykkur á ný á svariö, sem eg með æsku-hugsýn minni, er eg drap á, gaf ykkur áður en eg lagði fyrir ykkur spurninguna: “Hvi ætti okkur að vera ant um erlent trúboð?” Og mig langar.til að láta þessa hugsýn mina vera svar mitt nú þrefalt til ykkar í kvöld upp á spurninguna. Fyrst vegna þess, að fyrir 22 árum réðumst við sem kirkjufélag í að byrja nýtt starf i þjónustu Drottins í hlýðni við hans köllun Starf, sem fyrir löngu hefði átt að vera hafið af fólki, sem um 900 ár haföi unað því sjálft að njóta blessunar hjálpræðisins, án þess að miðla öðr- um af henni, með því að taka þátt í heimsstarfi því að útbreiða þekkinguna á kærleika Guðs lýðum þeim, sem á aðrar tungur mæla en okkar sígildu íslenzku tungu. í öðru lagi vegna þess, að fyrir þessa trúboðsþjónustu eina eru nokkrar líkur ti! þess. að kirkju- félagiö, að öllu samtöldu, nái takmarki sinu, því að láta ljós sitt lýsa svo mönnunum, að þeir sjái góðverk vor og vegsami föður vorn, sem er í himnunum (Matt. 5,16), og að fólk okkar gæti fylst hrifning út af því að hafa eignast sjón á tækifæri, sem lengi hafði verið vanrækt, og um leið nýjan tilverurétt, og með eldhug nýrra vona, nýrra langana og nýs metnaðar. Og í þriðja lagi á okkur að vera ant um trúboðið vegna þess, að við með því að sýna fullnaðar- hlýðni öílum vilja Guðs öllum heiminum til handa, værum að reisa

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.