Sameiningin - 01.10.1932, Page 15
trúmensku feðranna vi'ð arfinn þeirra í Jesú Kristi varanlegan
minnisvarða í kjörlandi olckar handa komandi kynslóðum.
En þótt við nú ekki værum þess umkomnir að reka erlent
trúboð af sjálfsdáðum, eða ekki frekar en við gerum nú sem
kirkjufélag eða sem meðlimir þess, þá gœtum við gert miklu meir
en við gerum okkur grein fyrir, ef við aðeins vildum gera starfið
að okkar starfi og skipuðum okkur á meir lifandi hátt í fylkingu
með kirkjufélagi, sem stórverk er að vinna fyrir ríki Guðs og er
að bjóða okkur velkomna til þátttöku með sér í því verki. Starfið
þess yrði þá starf okkar; því alt, sem það gerir, er félags starf-
semi, og okkur kjörkostur að taka þátt í, en ekki byrði.
Góðu fólki hættir stundum til þess að verða óþolinmótt vegna
þess að vi'Sleitni þess til góðs ber ekki ætíð eins skjótan árangur
eins og það hefði kosið. Viðleitni til þess að hafa heilbrigð áhrif á
aðra, hvað hugsunarhátt snertir og innræti, krefst stöðuglyndis,
sem ekki lætur undan síga þó lítið virðist ávinnast i bili. Með því
móti einungis fá t. d. kristin heimili og kristilegir skólar leyst af
hendi hlutverk sitt, að viðleitnin í kristilega átt haldi áfram með
festu, trúmensku og lægni, þó við erfiðleika sé að stríða og freist-
ing geti verið til þess að gefast upp. Það skiftir oft arúm áður en
það, sem sáð er í hjörtu hinna ungu ber fullan ávöxt. Þá reynir á
skyldurækni foreldra og kennara að láta ekki bugast, heldur vanda
sig því meir að sá hinu góða sæði í jarðveg hjartnanna og fela
Drottni árangurinn. Eftirfylgjandi frásaga Dr. Otto Mees, for-
stöðumanns Capital University í Columbus, Ohio, er lærdómsrik í
þessu sambandi. Hann segir frá á þessa leið:
“Fyrir nokkrum árum var í borginni Pittsburgh haldið stefnu-
mót þeirra, er útskrifast hafa frá Capital University eða höfðu sótt
skólann um lengri eða skemri tíma. Á annað hundrað manns komu
til mótsins. í hópi þeirra var miðaldra maður, er vakti eftirtekt.
Auðsjáanlega þektu hann engir af hinum yngri, sem viðstaddir
voru. Þegar leið á kvöldið, var hann beðinn að segja eitthvað frá
dvöl sinni við skólann. Hann reis hikandi úr sæti og var ekki létt
um mál, en gætti auðsjáanlega vel orða sinna á þessa leið: ‘Vinir
mínir, eg þarf að gera játningu fyrir ykkur og einnig að viður-
kenna áhrif, sem eg hefi orðið fyrir, og er þetta kærkomið tæki-
færi til hvortveggja. Eftir að eg útskrifaðist barst eg burt frá