Sameiningin - 01.10.1932, Qupperneq 16
252
öllum vinum og kunningjum skólaáranna. Til aÖ fara fljótt yfir
sorglega sögu, þá tapaði eg allri fótfestu og hrapaði sífelt neðar í
mannfélagsstiganum. Eg var í rauninni kominn út á glæpaferil.
Lögreglan hafÖi hendur í hári mér og eg komst ekki hjá fangelsis-
vist. Eg var sokkinn eins djúpt eins og maÖur getur komist, sem
þó á viðreisnarvon. Þetta er játningin, sem eg þarf að gera. En
hvernig er því varið að eg er hér kominn í kvöld ? Hlvernig stendur
á því að eg á nú f jölskyldu og er ánægður og sæll ? Hvernig víkur
því við að eg er nú meðlimur kirkju og finn ánægju í því að
leggja sem mest af efnum mínum og kröftum í hennar þjónustu?
Hvernig atvikaðist það að þrátt fyrir ógæfu feril minn er eg
hingað kominn til þessa móts námsmanna frá Ccpital University?
Þessu skal eg svara. Við skólann hlotnaðist mér nokkuð, sem ekki
var skráð í einkunn minni og ekki var i hávegum haft. Eg gerði
mér ekki grein fyrir því sjálfur og kunni því síður að meta það.
En nú langar mig til að kannast við, að þetta sem mér hlotnaðist
við Capital University og sem svo erfitt er að gera grein fyrir, er
það eina, sem kom mér að liði til að snúa mér aftur á betri og
tryggari leið. Það eru einu áhrifin í lífi mínu, sem björguðu mér
frá enn þá meiri eyðileggingu. Þau eru það eina, sem stöðvaði mig
og reyndist mér fast akkeri, þegar eg barst fyrir straumi. Eg vil
kannast við að þessi áhrif kristinnar mentastofnunar eru lífs míns
dýrmætasta hnoss.’ ”
Þess má geta að Capital U'niversity er lúterskur skóli, og að
dr. Mees er formaður hinnar virðulegu lútersku kirkjudeildar,
American Lutheran Conference. í siðustu tíð hafa komiS fyrir
almennings sjónir og það einnig í veraldlegum blöðum og tímarit-
um, ýmsar merkilegar ritgerðir, er gera skýra grein fyrir ann-
mörkum þeirrar kristindómslausu mentunar, sem nú tíðkast of
mjög. Það er ein aðal hætta samtíðarinnar.
—K. K. Ó.
heimahögum
Séra Haraldur Sigmar, að Mountain, N.D., hefir undanfarna
tíð verið til muna vanheill, einkum síðari hluta sumarsins. Hefir
tengdafaðir hans, séra N. S- Thorláksson, gegnt í síðari tíð að
mestu eða öllu prestsþjónustu í hinu víðlenda prestakalli séra
Haralds.—
En sú er bæn og von f jölmenns vinahóps og allra starfsbi'æðra
séra H., að hann fái sem fyrst fulla bót meina sinna.