Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1933, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.09.1933, Blaðsíða 7
169 FRÉTTIR AF “OXFORD GROUP HREYFINGUNNI Fyrri hluta júlí mánaðar stóð hið mikla mót, eða “House- party” vi'ir í Oxford. Um 4,000 sóltu mótið frá mörgum þjóðum, enda er nú talið að hreyfing þessi sé starfandi i 27 löndum. Hópar fólks komu frá Ástralíu, Indlandi, Tyrk- landi, Egyptalandi, Kína, Suður-Afríku og suður Ameríku: fólk tilheyrandi öllum Evrópulöndum, tilheyrandi öllum stéttum mannfélagsins, þótt ungt mentafólk sé þar í miklum meirihluta. Tilefni mótsins er að nálgast Guð, og öðlast rétta afstöðu við hann, og við alla menn. Meðal þeirra ltlaða er flytja nánar fréttir af hreyfingunni er hlaðið Witness nnd Canadian Homestead, prentað í Montreal, af John Dougall & Son. Svo virðist sem áhrif hreyfingar þessarar hafi orðið mjög víðtæk í Canada; frá hafi til hafs eru smáhópar að starfi innan mismunandi mótmælenda kirkna, og vænlegir til mikillar blessunar og endurnýjaðs trúarlífs. Margir prest- ar hafa orðið fyrir mikilli blessun af hreyfingunni og viður- kenna það fúslega; ný tilfinning um nálægð Guðs, ný löngun til þess að öðlast fullkomnara trúarlíf hreyíir sér í hjörtum manna og kvenna víðsvegar í kristilegri kirkju—og andlega kreppan innan kirkjunnar fer þverrandi. Andi Guðs svífur yfir vötnunum og veitir nýtt líl'. “MEIRA Afí STARFA GUfíS UM GEIM.” Maðurinn er óendanlega smá eftirmynd Guðs. Mannin- um nægir sú vegsemd. Eg er maður, smáögn, sem sjón l'est- ir eigi á, dropi í útsæ, sandrok á ströndu. En svo lítill sem eg er, kenni eg samt Guðs, innra með mér, því að eg finn sköpunarkraftinn hjá mér og beiti honum við ritstörf mín. Eg kenni hjá mér lífsins er koma á. Eg er eins og marg- högginn skógurinn, þar sem nýjum frjókvisíum skýtur upp með enn öflugra lífsþrótti en áður. Ofar og ofar! Eg berst í hæðir. Sólin skín yfir höfði mér. Jarðarsafinn ólgar í æð- um mínum, en himininn lýsir mér með endurskini frá ókunn- um heimi. Þú segir að sálin sé ekki annað en líkamlegur kraftur. Hvernig er því þá varið að aldrei hefir verið bjart- arayfir sálu minni en nú, þegar likamsfjörið tekur að þverra? Vetur er mér á höl'ði, en eilíft vor er i hjarta mér. Eg anda að mér á þessari stundu ilminum af liljum, fjólum og rósum eins og fyrir 20 árum. Og því nær sem eg kem hinzta áfang- anum, því fegur hljóma mér í eyrum heimlaðanar-raddir frá heimunum umhverfis.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.