Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1933, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.09.1933, Blaðsíða 11
173 unglingum, sem hann þekkir. Þeir eru ekki lengi að ná í bíl með slíkum hjólum; koma þeir honum inn í eitthvert skot, taka hjólin af og i'ara. En þá taka smásveinar við og stela af bílnum öllu, sem hönd lestir á, lúðri, lömpum, verk- færum, koparvír, gluggahlæjum. Alt hefir það sitt verð og markaðurinn er við höndina; því að undirheimurinn allur er drengjum þess eins og opin bók; þótt lögreglan virðist aldrei geta kannað þau skuggalönd, nema með hvíldum, fálm- andi. Frá hnuplinu liggur svo opin leið til stærri athafna. Unglingur, sem áður var fenginn til að stela, fær hráðum kost á að beita byssunni, ef hann þykir hæfur til stórræðanna. Höfðingjar í undirheimum fremja sjaldan morð sin sjálfir. En hvar fá þeir byssurnar, þessir unglingar? Enginn hlutur er auðveldari. Þeir geta fengið fullgóða skammhyssu, líklega stolna, fyrir tvo til fimm dali, eða vélbyssu fyrir hálft hundrað, og þurfa ekki langt að leita.— Þetta eru ekki nema örfá sýnishorn af þeim hlutum, sem hörnin á þessum spillingarsvæðum segja hiklaust frá, hverjum sem vill hlusta á hetjusögurnar þeirra. Hér er flest svo hroðalegt, að ókunnugir geta ekki lesið um það, nema með hryllingi. En ólánsbörnin, þessir útburðir mannfélags- ins, sem alast upp mitt í þeim ófögnuði öllum, vita ekki annað en að glæpirnir og spillingin séu sjálfsagðir hlutir; og meira að segja þau sjá ekki fyrir sér opinn veg til metnaðar eða gróða í öðrum áttum. Ef einhverjum lesanda finst nú, að þetta komi sér ekkert við, af því að hann lifir ekki sjálfur með sín börn í myrkra- heimum þessum, þá hefir hann mikið að læra. Gjörvöllu þjóðfélaginu, og kirkjunni með, stendur lífsháski af meininu, sem hér er um að ræða. Hér er vandamál mikið á ferðum, bæði fyrir ríki og kirkju, satt er það; en finni ekki kirkjan ráð til að vinna betur á þessum stöðvum, þá hefir hún ömur- lega brugðist köllun sinni. Hún hefir þá vilzt af vegum meist- arans, sem sagðist vera kominn til að leita að hinu týnda og frelsa það. G. G.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.