Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1924, Síða 7

Sameiningin - 01.11.1924, Síða 7
325 atriði kristindómsins ekki til sundrungar eÖa óvináttu. Ef hjartaÖ heldur sér við Krist, þá er skynseminni óhætt. Þriðji aöal-þáttur sálarlífsins er viljinn. HjartaÖ elskar Krist, skynsemin gerir sér grein fyrir kenningum hans, og svo kemur til viljans kasta acS 'hlýÖa og þjóna Guí5i í anda Krists. Þegar þaö þrent er fengið, þá er fyrst um kristindóni aÖ ræÖa í fari einstaklingsins. Á þaÖ lagöi Kristur mesta áherzlu, að kenningu þá, er hann flutti mönnunum frá Guði, skyldu menn- irnir prófa í verki. “Ef sá er nokkur, sem vill gjöra vilja hans fsem mig sendiý, hann mun komast að raun um, hvort kenning- in er frá Guði”, mælti Jesús í ræöulok á laufskálahátíðinni ýjóh. 7, 17J. Kristindómurinn byrjaöi ekki með trúarjátningum, heldur með því, að vilji nokkurra manna gaf sig vilja Guðs á vald. Þeim mönnum smá-fjölgaði. Þar er nú i dag, sem í öndverðu, kristindóm aðeins aö finna, þar sem menn gjöra Guðs vilja, lifa og breyta eftir kenningu Jesú. Mjög víöa í kristninni er sú stefna að ná sér niðri, sem nefna mætti rauntrúar-stefnu, en hún er í því falin, að dæmt er um gildi trúarinnar af áhrifum hennar og ávöxtum, og komist er að raun um, hvort kenningin sé frá Guöi með því að framfylgja henni í verki. Þaö líður ef til vill ekki á löngu, að eftir þvi einu verður farið í trúarefn- um, sem kemur í ljós í lífs'breytni manns; þeir einir verða taldir trúmenn, sem sýna trúna í verkum sínum, en hinir vantrúar- menn, sem ekki haga hverndagslega lifi sínu eftir kenningum Jesú. Þá þarf ekki að spyrja: Hvað er kristindómur ? B.B.J. — --------o------- Minningar. Minningu mikilmenna er mestur sómi sýndur með því- að vinna þau verk, sem þau höfðu 'haft með höndum. En það kostar erfiði og áreynslu. Orðagjálfrið kostar ekkert, og er því jafnan nóg af því. Þau dr. Jón Bjarnason og frú Eára höfðu í lifenda lífi litlar mætur á mærð og mælgi. Úr þeim efnum myndu þau sízt kjósa sér bautasteininn. Því er þaö, að þeir, er þektu þau bezt hér í jarðnesku lífi, vilja ekki styggja þau nú í eilíföinni með hégómlegu orðatildri. En sem skýrastar og sannastar myndir þeirra er oss nauð- synlegt að eiga og geyma, —■ myndir jafn-skýrar eins og t.a.m myndin af dr. Jóni, sem er í fyrirlestri séra Guttorms frá í sumar.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.