Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1926, Síða 7

Sameiningin - 01.12.1926, Síða 7
357 geta aÖ sjálfsögöu þráttaö um frummerkingu hugtaksins “guÖs sonur.” En mér virSist enginn efi geta leikið á hvaö fyrir postul- anum hefir vakaÖ: Það sem frá eilífö var hjá guÖi, sem lifandi kærleikshugsun guös, þaÖ hefir þar sem Jesús er opinberast oss í mannlegri mynd. I honum hefir Guö í miskunnandi kærleika sínum birst á meðal vor holdi klæddur. í honum getum vér svo aö segja horfst í augu við hinn lifandi guð sjálfan. 1 honum fá- um vér útsýni inn í hjarta guðs. Svo algerlega er sála hans fylt guði, aS alt líf hans og starf verður lifandi lofsöngur um dýrð föðurlegrar elsku guðs. Svo náið er samfélag hans við föðurinn, svo gagntekinn er hann af anda guðs og krafti, aö hann verður oss í einu og öllu lifandi opinberun föðursins. Hve værum vér fátækir og snauöir ef vér ættum ekki líf Jesú altekið af guði svo sem fyrirmynd vora til eftirbreytni! Hve væri heimurinn fátæk- ur og tómur ef ekki ættum vér hann svo sem hina skínandi þunga- miðju mannlífsins! Gerum ráð fyrir aS heimurinn hefði aldrei lifað neina jólanótt eða enginn Jesús fæðst í þennan heim, og reynum svo að útmála fyrir oss, hvernig þróunarferill mankyns- ins þá heföi orðið! Eg er hræddur um, að þá rynni upp fyrir hugskotsjónum vorum í meira lagi dapurleg mynd. Því aS með nafni Jesú hyrfu af sjónarsviði sögunnar i einni svipan flest þau nöfn, sem mestur ljómi hefir staðið af alt fram á þennan dag. Vér værum þá ekki aðeins' sviftir lífsins háleitustu huggun, held ur og þess dýrmætasta skarti. En guSi sé lof! Jesús frelsari vor lifir ; hann fær enginn frá oss tekið. “í því birtist kærleiki guðs' á rneðal vor, að guð liefir sent sinn eingetinn son í heiminn, til þess að vér skyldum lifa fyrir hann.” Hinn guðdómlegi tilgangur með sendingu guðs eingetins' son- ar í heiminn, til að birta oss föðurlegt kærleikseSli guðs, er sá, að guð vill með þvi hjálpa oss til að lifa — ekki til þess ein- hvern veginn að slysast gegnum lífið til þess svo eftir dauðann að geta fengið hlutdeild í sælu himnaríkis1, heklur til þess að lifa þegar hér á jörðu sönnu lífi, sem helgast af kærleiks-samfélagi við föSur sinn. Oss ríSur á að eignast hugrekki og djörfung til þess að ganga á hólm viS illvættir gæfu vorrar, myrkrið og kuldann og syndina og dauðann í hjörtum vorum. Jesús og hann einn fær veitt oss þaS hugrekki og þá djörfung. Oss' brestur þrótt til að vinna bug á þeim. Hjá Jesú öSlumst vér þann þrótt. Oss vant- ar hiS lifandi traust til guðs og náSar hans, svo þungt s'em synd- in og sektin hvilir á hjörtum vorum. Jesús einn fær veitt oss það, sem oss' í því efni vanhagar um. í öllum hlutum er hann og þráir hann að vera hjálpari vor; til að nota hæfileika vora guSi til dýrS-

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.