Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1926, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.12.1926, Blaðsíða 11
361 “Því að yður er í dag frelsari fœddur, sem er Kristur Drott inn, í borg Davíðs.” Þetta eru jólin. Hér er tryggingin. Hér er uppspretta gleðinnar: Frelsarinn er fæddur. Frelsaú er hann. Hér er um heilaga sögu aS ræða. Svo elskaSi Guð heiminn, að hann gaf son sinn, til þess að hann skyldi vera, ekki aðeins spá- maður og fræðari, heldur frelsari. En hér er einnig um sæla nútíð að ræða, þvi að yður er í dag frelsari fæddur. Þessi boðskapur tilheyrir deginum í dag, og þegar eg get sagt: Mér er frelsari fæddur,” þá þekki eg jólin frá jólunum, þá þekki eg hann, sem fæddist á jólunum. Förum eftir bendingu engilsins. Göngum að jötunni. Horf- um á barnið. Hjá jötunni sjáu!m vér hina heilögu uppsprettu, og þaðan rennur lífsins fljót, og hver sem af því drekkur, þekkir jólin, finnur kraft þeirrar jólagleði, sem Jesús veitir. Drekkum af lífsins fljóti. Tökum á móti boSskapnum: “Yður er í dag frelsari fæddur.” Þetta eru jólin. Jólakvöld. Eftir Richard Beck, dr. phil. Fegursta drauminn foldina dreymir; hversdagsins þrasi heimurinn gleymir. Blá-himinn sær af leiftrandi ljósum; marmari fanna ritaður rósum. VordýrS er yfir vetrarins hjarni; öldungur verSur aftur aö barni; sorgmæddast hjarta sólar-ris litur; útsýnis fegra auga hvert nýtur. Baðstofan lægsta konungshöllu hærri; aldrei var himin hauðri svo nærri; helgiblæ sveipast hafið og grundin, demantskart mánans silfur um sundin. Hverjum er fagnað? Konungi hæsta; jörðin því skrýðist skartinu glæsta. Krjúp þú í lotning, maður, á moidu, Guðssonur gistir friðvana foldu.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.