Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1920, Blaðsíða 28

Sameiningin - 01.06.1920, Blaðsíða 28
188 guðræknisiðkanir á :keimili s'ínu. Guðjón sál. g-jörðíst kaup- andi Sameiningarinnar skömmu eftir að hann fluttist hingað vestur og þótti vænt um það 'blað. F. H. Sunnudagsskóla-lexíur. II. LEXÍA. — 11. JÚLÍ Jónatan hjálpar Davíð—1. Sam. 20, 32-42. Minnistexti: Yinur elskar ætíð, og í nauðum fæðist hann sem bróðir.—Orðskv. 17, 17. 1. Hve langt gekk Sál í óvingan sinni við Davíð? DavSð mátti flýja frá konungshirðinni, af því að Sál sat um líf hans. 2. Hvernig kom þeim saman, Davíð og Jónatan? peir voru beztu vinir. Jónatan unni DaVíð “sem lífi sínu” (1. Sam. 18, 3). 3. Hvernig hjálpaði Jónatan Davíð? Hann tók svari Da- víðs við föður sinn, og gaf honum bending um að flýja, þegar það var víst, að Sál var fastráðinn í að drepa hann. 4. Hvernig var bendingin, sem hann gaf Davíð?. Davíð var í felum skamt frá 'höll Sáls. Jónatan fór að æfa sig í að skjóta af boga nálægt fylgsni hans. Bendingin var fólgin í tali Jónatans við svein- inn, sem sókti örina. 5. Hvað gjörði Davíð þá? Hann flýði út í Óbygðir Júda-héraðs.. 6. Hvaða lærdóma geymir lexían? a. Jónatan var ríkiserfinginn í Israe‘1 eftir lögum manna; Da- víð var konungsefnið, valið af Guði. pó voru þeir fóstbræður og trygðaviinir. Drottinn leggur ætíð blessan sána yfir trygga, ósérplægna vináttu. b. Hatur SáHs lagði Davíð í einelti, og fór hverja hrakförina eftir aðra. Svo fer hverri hreyfing eða starfsemi, sem knúð er áfram af hatri og óvild. Við eigum að láta kærleikann ráða gjörðum okkar, en ibæla niður alla óvild og beiskju, með Drottins hjálp. Annars fer illa. c. Tökum eftir rangsleitni Sáls. Hann "hafði fallið frá hlýðni við Guð; fyrir þá sök hafði Guð hafnað honum og valið Davíð. Út af gæfu Davíðs fyltist Sál isvo öfund og ihatri og situr um líf hans. Syndarinn bætir gráu ofan á svart, þegar Ihann lætur beiskju og hatur út af sínum eigin syndum bitna á saklausum mönnum. d. DaVíð átti ekki annars úrkosta, en að forða lífi sínu. Hann var í bráðri hættu. “Áfram, flýttu þér, istattu ekki kyr,” eru orð, sem við eigum að hafa hugföst, þegar freistingar ásækja okkur. Sumar eru svo hættulegar, að vér eigum ekki að berj- ast á móti þeim, iheldur flýja (2. Tím. 2, 22), og þá er ekki til setu boðið, því sálin er þá í dauðahættu. e. Jónatan og Davíð bundust eilífum trygðaböndum. iNiðji DaVíðs hefir gjört sátt- mála við okkur og thans trygð getur aldrei brugðist að eilífu.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.