Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1920, Blaðsíða 29

Sameiningin - 01.06.1920, Blaðsíða 29
189 III. LEXÍA. — 18. JÚLÍ. Davíð þyrmir Iífi Sáls—1. Sam. 26, 7-17. 21. Minnistexti: Elskið óvini yðar; gjörið þeim gott, sem hata yður—Lúk. 6, 27. 1. Hvenær görðist þetta, sem hér er sagt frá? Nálega tveim árum eftir flótta Davíðs. 2. Hvar hafðist hann við? í Júda-öræfum, nálægt Dauðaihafi — og flokkur útlægra manna með honum. Hvað leið ofsóknum Sáls? Hann fór tvisvar í leiðangur móti DaVíð, og tvisvar lét Drottinn Davíð eiga ráð á láfi hans. petta, sem hér segir frá, gjörðist í síðara skiftið. 4. Hver var Abísaí? Hann var systursonur Davíðs. 5. Hvað vildi hann gjöra? pegar liðið var alt í fasta svefni umhverfis Sál, þá komust þeir DaVíð inn í herbúðir Ihans, og vildi Abísaí drepa konunginn. 6. Hvað sagði Davíð um það? Hann vildi ekki leggja 'hendur á Sál; sagði, að líf hams væri í Drottins hendi. 7. Hvað gjörði Davíð í þess stað? Hann tók spjót Sáls og vatnsskál frá höfðalagi, Sáls, og Ihafði Iburt með sér, til sann- inda merkis um að ihann hefði verið þar og átt ráð á lífi kon- ungs. 8. Hvað sagði Sál, þegar hann varð þess var, sem Ðavíð hafði gjört? “Eg hefi syndgað, hverf aftur, sonur minn, því að eg skal aldrei framar gjöra þér mein.” 9. Fór þá Davíð heim aftur? Nei, íhann treysti ekki iðrun Sáls, því að konung- ur hafði rofið isamskonar heit áður. 10. Hvað lærum við af þessu? a. Guð hafði 'hafnað Sál; varðliðið í kringum hann var steinsofandi. Hafir þú ekki Guð með þér, þá er fylgd mann- anna lítils virði. b. Tviisvar lét Drottinn hatrið verða sér til minkunnar, en veglyndið hljóta heiður fyrir allra augum. Lát- um aldrei óvi.ld stjórna lífi okkar. c. Davíð vann dýrlegan sigur yfir óvini sínum með lífgjöfinni. Hitt hefði enginn sigur orðið, að vega á Ihonum sofandi. Göfuglyndi á aldrei skylt við lítillmensku. pað er ætíð hetjulegt og sigursælt, að launa ilt með góðu. d. Davíð vissi, að Drottinn myndi á sín. um tíma leiða hann úr útlegðinni. Vígið því óþarft. “Mín er hefndin, eg mun endurgjalda,” segir Drottinn. e. Davíð gat afsakað sig með því að segja, að Ablsaí hefði drepið Sál; en það var 'honum ekki nóg. Ef hugur þinn samþykkir einhverja synd, þá ert þú sekur, þótt hendur annara manna framkvæmi verkið. Iðrun Sáls og játning var fánýt, af því að hann bætti ekki ráð sitt. IV. LEXÍA. — 25. JÚLÍ. Davíð tekur ríki eftir Sál—2. Sam. 2, 1-7; 5, 1-5. Minnistexti: Treystu Drotni af öllu hjarta, en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit—Orðskv. 3, 5.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.