Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.03.1923, Qupperneq 4

Sameiningin - 01.03.1923, Qupperneq 4
68 sé tilgangslaust. Án upprisu Jesú væri þa'S og svo. En lífiö, — líf einstaklingsins — heldur áfram aö eilífu. í hendi Guös veröur hiö mótdræga, sem oss mætir hér, nauösynlegt þroska- skilyröi fyrir eilífa tilveru. Oig jafnaöarreikninginn er ekki hægt að fullgera hér, því lífið er ekki á enda, þó vér höfum hamskifti. “Kristur lifir.” “Eg lifi og þér munuð lifa,” segir hann. Sú vissa veitir þrek til aö starfa, og gerir oss ánægöa meö reynslu lífsins. Margoft finst oss, er vinir hverfa, aö sjálfum oss sé yndi lífsins alt horfiö sjónum. Þó hefi eg séð þar bitrasta sorg, sem trúleysið var mest. Hvernig gæti öðruvisi veriö? Þeir einir, sem eru trúlausir á áframhald persónulegs lifs, svrgja vonlaust Hinir geta sagt með skáldinu: “Ó, blessuð stund, er hátt í himinsölum minn hjartans vin eg aftur fæ aö -sjá, og við um okkar æfi saman tölum, sem eins og skuggi þá er liöin hjá.” “Kristur lifir”. Vegna þess geta ástvinir kvaðst viö “dauö- ans dyr”, með gleði yfir sigri lífsins í sálum sínum. Oss finst stundum, að heimurinn sé aö versna, léttúöin aö sigra, sannarlegt manngildi að þverra. Og hvers viröi væri þá öll vor marglofaða “menning”, öll vísindi, alt hjal um hraðfara þroska? Saga mannkynsins sýnir oss þroska og hnignun á víxl. Sanni hún nokkuð, er þaö hið helzta, að mannkynið getur ekki sjálfu sér bjargað. En vér vitum að Kristur lifir. Máttur hans er fær um aö “upplýsa hvern mann” í heiminum. Það nægir. Vonleysið sé þá sjálfum oss tákn urn eigin ófullkomleika, eigin vantrú. Vér eigum áhugamál. Oss finnast þau fögur, og þau eru oss kær. Kristur lifir. Þau áhugamál vor, sem eru þess virði að lifa, verndar hann. Alt gott og göfugt er hans. Hann bjargar því öllu. En það af áhugamálum vorum, sem ekki er hans áhugamál, á að deyja, “fHann á að vaxa, eg á að minka,” sagði hiö fyrsta vitni um Krist. Við það getum vér unað glaðir Hann, sem reis upp frá dauðum, verndar það, sem er þess vert að lifa. En öll okkar sjálfsdýrkun deyr, — og hún á að deyja. Upprisa Jesú gerir lífiö þess vert að lifa, skýrir gátu tilver- unnar og veitir kristnum manni styrk til að lifa og deyja.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.