Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1923, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.03.1923, Blaðsíða 11
sem athygli er snúið að einu eða öðru af því, sem á liefír verir bent eða að einhverju öðru, mun koma í ljós, að eklti einungis aðal vandkvæði Evrópu, heldur alls heims- ins, eru andleg. Að áhrif Guðs fá ekki að njóta sín nægi- lega í lífinu, það liefir áhrif á öll svið lífsins. Að menn hafa útilokað frá sér þau áhrif, er það, sem aðallega er að í heiminum. Þau áhrif þurfa að njóta sín, til þess að fjármálin, friðarmálin, siðferðismálin, mentamálin og öll önnur mál komist í heilbrigt horf. ‘ ‘ Guðliræðslan er til allra hluta nytsamleg, og hefir fyrirheit bæði fyrir þetta líf og’hið tilkomandi.” — K. K. Ö. --------o-------- HOLL ÞJÓÐERNIS-STEFNA. Erindi flutt á þjóöræknisþingi í Winnipeg, 28. febr. 1923. Eftir séra Kristinn K. Ölafsson. Nítjánda öldin var í þjóSernislegu tilliti vakningartímabir með menningarþjóðum heimsins. Það var eins og hver jrjóðin. á fætur annari vaknaði til meðvitundar um séreign sína i sögu og menningu, eigi síður en um ytra vald sitt og óðal. Og um leiö kom fram öflug viðleitni í þá átt, að gera þessa þjóðernis- meðvitund arðberandi i lífi hverrar þjóðar fyrir sig. Almenn- ingur hafði fram að jaessu haft svo lítil afskifti af málum jijóð- anna, að hann áttaði sig litið á vakli sínu. En nú snúa hinar vekjandi raddir sér meir og meir til lýðsins. Konungurinn er ekki lengur rikið, heldur þjóðin öll. Þjóðarmeðvitundin þarf þvi að gagntaka alla jijóðina. Jafnvel þar, sem einvaldsfyrir- komulagið helzt við, finnur einvaldshafinn þörf á ])ví, að snúa sér til lýðsins til að vekja hjá honum tilfinningu fyrir þjóð sinni og velferð hennar. Enda varð árangurinn mikill. Vakning þjóðernistilfinn- ar með þjóðunum, og árangur hennar, verður ætíð talið eitt með- því markverðasta í sögu nítjándu aldarinnar. Þjóðabrot. sem ekkert verulegt samband hafði verið á milli, runnu saman í lif- andi heildir. Þó ýmislegt annað ætti þar hlut að máli, var vakin þjóðernistilfinning sterkasta samtengingaraflið. Hún laut hvorki úrskurði landamerkja né valdhafa, og dafnaði jafnvel þar, sem flest var sett henni til ólifis. Alstaðar miðaði hún að jjvi, að; víkka sjóndeildarhringinn þannig, að ekki einstaklingsbúið.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.