Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.03.1923, Qupperneq 26

Sameiningin - 01.03.1923, Qupperneq 26
minning: “Sæll er sá, sem ekki hneykslast á mér!” Ekki verfrur a?S sönnu komist hjá hneykslunmn algjörlega; en efinn, hfneykslunin, er þó ætí'ð veikleiki. Jóhannesi var vorkunn. Hann sat aðgjörða- laus í fangelsi, og það var ekki honum að kenna. Ef við lifum nærri frelsaranum, og kappkostum að hlýða honum og þjóna—vinna, það verk, sem hann hefir gefiS okkur, þá verða hneykslanirnar færri. Sjáum, hvað frelsarinn er góður og trúr vinur. Þegar sendi- mennirnir eru farnir, þá flytur hann lofræðu um Jóhannes, til þess aö enginn skuli dæma þann mikla -guðsmann eftir þessari veikleika- stund, sem yfir hann haföi komið. Kristur vill, að viS dæmum mennina eftir kostum þeirra, fremur en brestum. Dómar þeir, sem á þann veg eru dæmdir, eru eigi að eins mildari en hinir, heldur og sannari að öllum jafnaði. Hvernig Jesús rnetur mennina, sjáum við á orðum hans hér (24. til 28. v.J. Upphefð og ytri vegsemd er honum ekki neitt. Drott- inn lítur á hjartað (1. Sam. 16, 6. v.). Um manngildi Jóhannesar var rætt í 6. lexiunni. Gott er að rifja það mál upp aftur í þessu sambandi. Svo mikill, sem Jóhannes er, þá eru jafnvel smælingjarnir t guðsríki honurn mieiri, segir Jesús. Ekki meiri að gáfum eða at- gjörvi, heldur að hlunnindum. Jóhannes lifði og dó í gamla sátt- málanum. Hann vann verk sitt á undan Kristi. Nú standa jafnvel minstu mennirnir í ríki Drottins — hinni ósýnilegu kirkju — betur að vígi en hann, af þvi að frelsarinn hefir uppfrætt þá. Ef þú stend- ur uppi á hæð, þá sér þú miklu meira en maðurinn, sern er niðri í dalnum, jafnvel þó hann hafi skarpari sjón. — Þessa yfirburði, sem við eigum frelsaranum að þakka, ber okkur að nota sem allra bezt, honum til dýrðar. Lýsing frelsarans á dómurn höfðingjanna ('30.-35. v.) sýnir okkur, hvernig þvermóðskan finnur sér jafnan eitthvaö til, heldttr en að gjöra iðrun og láta sannfærast. Berum þá rnenn saman við Jóhannes. (Þ’egar hann efast, þá leitar hann í hjartans einlægni eftir sannleikanum. En þeir fara undan i flæmingi, kornast í mót- sögn við sjálfa sig, af því að sannleikurinn er þeim ekki geðfeldur. Annað eins athæfi eigum við að forðast af fremsta rnegni. Sáhnar: 220, 224, 327, 8-10 ; 343, 9-11; 354, 2-0. 17. LBXÍA : Faríseinn og konan bersynduga—Lúk. 7. 30-50. MINNIST.: Vér elsknm, því aS hann elskaði oss aff fyrra brag'ði.—1. Jóh. 4, 19. Viðbtirður þessi mun hafa gjörst snetnma á þjónuistutíð Jesú, líklega skömimu eftir kraftaverkið í Nain. Óvináttan, sem leiðtogar lýðsins sýndu honum síðar, var þá enn ekki komin í algleyming. Earíseinn, sem bauð honttm heim, var víst vel metinn efnamaður, og heyrði þeim flokkinum til, sem þá var í mestu áliti meðal Gyð-

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.