Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.03.1915, Page 10

Sameiningin - 01.03.1915, Page 10
6 rnyrkur dauðans, beint að heimkynnum dýrðarinnar? Ekki sá, sem tók undir með höfðingjunum. Hann fékk enga vonarglætu, ekkert loforð um líkn, í gegn uin íiróp og háreysti sinna lærimeistara. Hann liefir heldur ekki orðið neinum manni að liði með dæmi sínu. Það var yfir hinn iðranda ræningja, þeim manninum, sem sneri sér að frelsaranum í fullu trúnaðartrausti, að eldur guð- legrar náðar skein svo bjart, um leið og Jesús talaði orðin: “1 dag skaltu vera með mér í Pamdís.” — Það var svar Jesú við brigzlunum öllum, guðlegt, fullnægj- andi svar, — hefði þeir að eins heyrt það fyrir sínum eigin hrópum, svar, sem hver sannkristinn maður getur gefið enn í dag með því að boða einlægum, iðrandi mönnum náðarboðskap krossins, í stað þess að gefa sig í árangurslaust orðakast við spottarana. G. G. A víð og dreif. Enginn kristinn Islendingur ætti að skiljast svo við nokkra föstutíð, að hann hafi ekki endurnýjað kynning sína við Paissíusálmana. Hafi þér sést yfir þetta á föstunni, sem nú er að Kða, lesari góður, þá gefst þér kostur á að lesa sálmana nú í dymbilvikunni—að lesa þá eins og hvert ritverk annað, frá upphafi til enda í einu. Ef þú ert ekki nákunnugur sálmunum áður, þá muntu verða. forviða af þeirri hugsvölun, sem lestur sá mun veita þér. Og þeir, sem hafa fylgt venjunni gömlu, og lesið einn og einn Passíusálm í einu, föstuna út, munu græða stór-mikið á því, að lesa sálmana yfir aftur á þenan hátt, sem á hefir verið bent, alla í einu lagi. Passíusálmunum er að því leyti líkt farið og flestum meistara-verkum öðrum, að þeir njóta sín þá langbezt, þegar þeir eru lesnir eins og ein samföst heild, en ekki slitnir hver frá öðrum. Mentamenn um heim allan hafa haft einskonar tröllatrú á fræðimönnum Þjóðverja nú á síðari árum, svo sem kunnugt er; og auðvitað hefir traust það haft

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.