Sameiningin - 01.03.1915, Page 15
11
löngu, a'ö þaö sem þiö segiö, er blóölaust og bragðiaust og særir
hvorki né græðir. Kærleikurinn, sem þið látið klappa öllu. illn og
góðu, er hálfvolg sætsúpa, sem enginn hefir lyst á.
"Og þið sjálfir, prestarnir, eruð svo gegnsýrðir af þjóðarlygun
um, að þið vitið ekki hvar þið eruð staddir. Kirkjan ykkar er á
undanhaldi. Virki eftir virki hefir hún verið að gefa upp síðasta
mannsaldurinn. Hún er að gliðna sundur og ganga af göflunum,
og þið eruð sjálfir að yfirgefa hana eins og sökkvandi fleytu.
Hver, sem betur getur, reynir að ná sér i einhverja aðra stöðu, þeir
í þingmenskuna, sem ekki eiga annars von. Enginn vkkar finnur
gleði og svölun í prestsþjónustunni; enginn ykkar er prestur af
köllun. Allir hafið þið hugann á einhv’erju öðru.
“Viö, sem aldir erum upp í kirkjunni fyrir svo sem þrjátiu ár-
um, þekkjum hana ekki lengur. Hún er orðinn skuggi fyrri tilveru
sinnar. Mér liggur við að segja, að það sé lygi—eins og svo margt
annað—-að hún sé lifandi. Alt, sem gaf henni hnykla í brýrnar og
vald til aga og umvöndunar, er skorið burtu, svo að ekkert er þar
eftir, nema örið og sárin. Helviti er kulnað út, djöfullinn dottinn
úr sögtmni. Biblían er orðin full af missögnum og þversögnum.
Innblásturinn er fallinn úr henni út í veður og vind. Kraftaverka-
sögurnar orðnar að þjóðsögum. Holdgunarsagan að fallegri aust-
urlenzkri helgisögu. Þrenningin runnin saman i eining. Friðþæg-
ingar-kenningin orðin útslitin og ónýt—eða, eins og sumum ykkar
þóknast að kalla það: þessu er öllu saman lyft upp í hærra Veldi.
“Trúarjátningin, sem þið kennið börnunum, er orðin að lygí,
eins og alt annað á þessu lyganna landi.”
Þetta er nú aðal efnið í ádrepu séra Kela. Hvort
öll Mrkjan á íslandi, hvort jafnvel mikill hluti hennar á
lýsing þessa alla, kemur ekki málinu við að þessu sinni.
Aðal atriðið er, að það er nýja kirkjan en ekki sú gamla,
sem hér er verið að lýsa. Kirkjan, sem hugðist að bjarga
trúnni með því að kasta játningunni fyrir horð; kirkjan,
sem taldi það sér til hróss, að hún væri ekki viss uni
neitt; kirkjan, sem sagði sig- úr lögum við lieilaga ritn-
ing og kraup á kné fyrir eigin triiarvitund; kirkjan, sem
gert hefir háð að friðþægingarlærdóminum og hafið alla
menn upp í guðssonartignina—það er sá hluti kirkjunn-
ar íslenzku, stór eða lítill, sem hér er sýndur í nekt sinni
og örbirgð.
Hvort höfundurinn sjálfur hallast að sögulegum
kristindómi, er mér ókunnugt, en margt í söguin hans
l>endir í aðra átt. En hvað sem því líður, þá hefir hanu
ltér með þeirri skarpskygni, sem oft bregður fyrir hjá