Sameiningin - 01.03.1915, Qupperneq 21
17
ínni. Verið getur, að yður verði þá ljóst, að þér hafið
óafvitandi verið að útbýta eitri meðal barnanna.
Þúsundir manna trúa því, að “vondur félagsskapur
spilli góðum siðum,” og taka þó ekkert tillit til þess
sannleika, þegar þeir kaupa bækur handa börnum. Flest-
ir gera sig ánægða með þessar tvær spurningar: (1)
Ætli drengnum líki bókin? og (2) Er hún til fvrir tutt-
ugu og fimrn eent? Á meðan þessu fer fram, munu lé-
legar barnabækur standa í blóma.
En komist menn á annað borð í skilning um ófögnuð
þann, sem hér er á ferðinni, þá verður spurningin að eins
ein hjá öllum barnavinum; sú, nefnilega, hvernig ráða
megi bót á honum. Á þessu verður þó aldrei ráðin bót,
svo að haldi komi, fyr en samvizka þjóðarinnar rís önd-
verð á móti sögum þessum, eins og hún reis í móti “tíu
centa skáldsögunum” áður. Mjög gleðileg tákn eru nú
sem óðast að koma í ljós.
Fyrst er að minnast á hin opinberu bókasöfn, sem
oftast láta nú orðið einn bókavörðinn eða fleiri gefa sig
algerlega við barnabókum. Þessir gæzlumenn barna-
bóka hér í Ameríku hafa unnið vandaverk sitt með á-
stundun og skynsemd. Stundum standa þeir reynaar
.svo teinréttir, að þeir keikjast litið eitt afturábak, en
það er ágætur brestur. Yfirleitt munu barnadeildir
þessar ekki opnar fvrir öðrum bókum en þeim, sem eitt-
hvert verulegt gildi hafa. Þess eru mörg dæmi, að börn
hafa vanist af auvirðilegum og lasburða skáldsögum og
liænst um leið að kjarngóðnm bókum, eftir fárra mánaða
kynning við deildir þessar.
Það er góðs viti, að flest þau félög, sem einhver af-
sldfti hafa af unglingum, eru farin að gefa máli þessu
gaum. Markvert dæmi er félag það, sem nefnist ‘“The
Boy Scouts of America”. Félagsskapur sá hefir, að til-
hlutun yfirbókavarðar síns, herra F. K. Mathiews, og
annarra embættismanna, barist fyrir umbótum í þessu
efni með miklum og góðum árangri. Hann hefir komið
á prent ágæturn bókaflokk og ódýrum í þrjátíu bindum,
og látið semja skrá, með haganlegri flokkaskipun, yfir
góðar bækur við unglinga hæfi.