Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1915, Síða 30

Sameiningin - 01.03.1915, Síða 30
26 ungur vestur um haf, þá snauSur og umkomulaus. Hann lét eftir sig fé, er nemur meir en hálfri miljón doll, og skyldi því varið til eflingar norrænni menning. Voru skipaöir fjárhaldsmenn og stjórn- endur og var sjóöurinn nefndur American-Scandinavian Foundation. Nokkrir háskóla-kennarar og aSrir þjóökunnir menn skipa stjórnar- nefndina, en ráSgefandi nefndir eru og skipaSar i þremur rikjmn NorSurlanda, og eru konungar Noregs, SvíþjóSar og Danmerkur Verndarar sjóSsins. Framkvæmdarstjóri er dr. phil. H. G. Leach, áSur kennari viS Harvard háskóla. Er hann BandaríkjamaSur af gömlum enskum ættum, en hefir stundaS norræn fræöi og dvaliS á NorSurlöndum; er hann talinn einna mestur fræSimaSur í þeim efnum í Vesturheimi. Hann var staddur í Winnipeg 10. Marz, og flutti fyrirlestur í skóla Jóns Bjarnasonar um ferSir víkinganna. SjóSnum er variS meSal annars til aS styrkja námsmenn. Sex háskólamenn, tveir úr hverju landi, Noregi, Svíþjóö og Danmörku, eru nú styrktir til háskólanáms í Vesturheimi. Jafnmarga náms- menn héöan á aö styrkja til háskólanáms á Noröurlöndum. Eiga þessi mannaskifti aö verða til þess, aö beina menningar-straumum milli NorSurlanda og Vesturheims. Geta má nærri, aö fleiri verði til aö sækja um styrkinn, en fá. Áttatíu háskólamenn sóktu um hann í Noregi í fyrra. Styrkþegar héöan úr landi þurfa aö vera ættaðir frá Noröurlöndum. íslendingar hafa þar jafnrétti við aðra NorSurlandabúa, eftir því sem framkvæmdarstjóri hefir sagt Sam- einingunni. — Mætti vona, aö einhver frá íslandi kæmist að viö skóla hér, og einhver héSan viö háskóla íslands. Styrkurinn er 750 doll. til hvers námsmanns—nærri 3 þús. krónur. Annar þáttur starfsins' er útgáfa beztu rita Norðurlanda á ensku. Er þegar byrjaö á þvi verki og út eru komín nokkur rit Tegnérs og Holbergs. Verið er að undirbúa útgáfu helztu rita Björnsons. Allar íslendingasögur vonar dr. Leach aö út komi á kostnaö sjóSsins á sínum tíma og þýðingar á því, sem bezt er í nú- tíSar bókmentum íslendinga. í>á annast og sjóSur þessi um útgáfu vísindalegra rita nýrra um norræn fræSi. Nýlega er komin út á kostnaö sjóösins bók um Vínlands-ferðir, eftir prófessor W. Hov- gaard, sem nú er kennari við Massachusetts Institute of Technology. Þriðji þáttur starfsins er útgáfa tímarits þess, er nefnist American-Scandinavian Review. Er vandaS til þess sem bezt og er þaö fróðlegt rit og mjög nytsamt þeim, er á ensku máli vilja kynnast menningu Norðurlanda og sögu. Síöasta hefti tímaritsins var sér- staklega um íslenzk efni. Voru þar ritgenöir eftir íslenzka menn og margar myndir frá íslandi. Á ýmsan hátt annan hefir sjóður þessi stutt að því, aö koma norrænni menning á framfæri hér í Vesturheimi. Stjórn sjóðsins gekst fyrir söngsamkomu mikilli í New York til þess að vekja eft- írtekt á sönglist Noröurlanda. Þá var og haldin listasýning og sýnd listav'erk frá Noröurlöndum. Öllum þeim, setn Noröurlandafræði eru hugðnæm, má þykja

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.