Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1915, Síða 31

Sameiningin - 01.03.1915, Síða 31
vænt um stofnun þessa, og veröa vist margir til aö blessa minningu Niels Poulsons, danska drengsins fátæka, sem varö ríkur til þess að auÍSga aöra. KIRKJULEGAR FRÉTTIR. Deild þessa annast séra KHstinn K. ólafsson. Þann 1. Marz síöastl. andaðist í Decorah, Iowa, dr. Laur Lar- sen, sem í 41 ár var formaður Luther College, elzta norsk-lúterska skólans í Ameríku. Dr. Larsen var fæddur i Kristj ánssand í Noregr 10. Ágúst 1833. Hann kom til Ameríku 1857, og haföi þá lokiö guö- fræöisprófi með ágætis einkunn viö háskólann i Kristjaníu. Um glæsileg kjör var þá ekki aö ræða i prestsstööu hjá fátækum og dreifðum löndum hans hér í landi, en hinn gáfaði og hámentaði ungi prestur sneri þó bakinu við glæsilegri framtíö á ættjörð sinni til aö gerast hér nýlenduprestur í fátækt og örbirgð. Hann hafði heyrt neyðarópiö: “Kom vfir um og hjálpa þú oss,” og hiklaust lagði hann út í starf og stríð í Drottins nafni. í tv'ö ár þjónaöi hann norskum söfnuðum i Wisconsin, og í tvö ár kendi hann við skóla Missouri sýnódunnar í St. Louis, þar til 1861 að hann varð formað- ur Luther College, er þá var stofnað. Var sá skóli haldinn við Halfway Creek, Wis., fyrsta árið, en síðan ávalt i Decorah. Um nokkur ár var dr. Larsen ritstjóri “Kirketidende”, sem er málgagn norsku sýnódunnar, eftir aö hann lét af störfum sem formaður skól- ans. Var hann eindreginn í síðustu tíð með sameiningu þeirri milli norsk-lútersku kirkjufélaganna, sem nú er svo vel á veg komin. — Aðal lífsstarf dr. Larsen var viö Luther College, og í því sambandi mun minning hans einkum lifa. Með óbilandi trú og áræði auðnað- ist honum að koma þeim skóla á fastan fót og hefja hann til álits og virðingar. Hann var óvenjulega hraustur maður, og hélt hann þeim sið til hárrar elli, að starfa frá því kl. 6 á morgnana til kl. 10 á kvöldin. Hann var skólapiltum eins og góður faðir. Þó hann væri strangur og kröfuharður við þá eins og hann var við sjálfan sig, þá fundu þeir ætíð til þess, að það var kærleikur til þeirra, sem birtist í aganum, Ivkki all-fáir Islendingar hafa stundað nám við Luther College, og var dr. Larsen þeim einstaklega vinveittur og góður. Munu lærisveinar hans minnast hans og áhrifa hans með innilegu þakklæti. Fyrsta munaðarleysingjahæli i Ameríku var stofnað af lútersku fólki 1737. Fleira lúterskt fólk er í Cook County, Illinois. en í nokkru öðru

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.