Sameiningin - 01.03.1915, Blaðsíða 35
31
“Ert þú aS gefa í skyn, aS eg sé aS hafa rangt viS?” spuröi
Yingchi reiSur.
“Já,” svaraSi Toksang,—og svo fóru þeir saman og flugust á.
Einu sinni, þegar þeir voru í áflogum út af þessu gamla á-
greiningsefni, var þrifiS sterklega til þeirra. AldraSur maSur hafSi
komiS aS þeim óvörttm og stóS nú á milli þeirra. l'eir þektu hann
undir eins; þaS var yfirráSgjafi keisarans; og þeir voru ekki lengi
aS fleygja sér flötum og berja enninu þrisvar viS jorSu, því þannig
er höfSingjum heilsaS þar í landi.
“Keisarann vantar þjónustusvein,” sagSi ráSgjafinn viS þá;
“hann verSur alinn upp viS hirSina og fær seinna gott embætti. Eg
hefi oft séS ykkur og veitt ykktir eftirtekt, en er þó ekki enn ráSinn
í því, hvorn ykkar eg á aS kjósa. /EtliS þiS ekki aS setja upp flug-
dreka í kveld?”
í Kína er sá siSur, aS allir setja upp einu sinni á ári “flugdreka
góSra áfornta,” eins og kallaS er. Þeir útbúa flugdrekana meS
mestu launung. og letra á þá alla þá galla, sem þeir halda aS þeir
hafi sjálfir, og þegar svo skuggsýnt er orSiS, aS aSrir geta ekki lesiS
letriS, fara þeir út á bersvæSi og setja upp flugdrekana. Þegar
drekinn er kominri hæfilega hátt, skera þeir á strenginn, og svo
svífur drekinn eitthvaS burtu, og meS honum halda Kínv'erjar, aS
gallarnir þeirra og ósiSirnir fari líka. Þetta kvöld var flugdreka-
hátíSin árlega ákveSin, og báSir drengirnir svöruSu spurningu ráS-
gjafans játandi; þeir sögSust áreiSanlega ætla aS setja upp drek-
ana sína.
“Já auSvitaS”, svaraSi Pop-ye,—því svo hét ráSgjafinn. Og
svo sagSi hanri Yingchi aS festa lítinn silfurpening viS drekann sinn,
en Toksang aS festa páfagauksfjöSur viS sinn dreka.
‘T>aS er ekki gaman aS þessu,” sagSi Toksang viS sjálfan sig
seinna unf daginn. “Eg sé svo sem hvernig ráSgjafinn ætlar aS
hafa þaS. Hann ætlar aS láta leita aS flugdrekunum merktu, til þess
aS fá vitneskju um gallana okkar." Og svo letraöi hann meS mestu
samvizkusemi á drekann sinn hvíta alla gallana, sem hann hafSi eSa
liélt aS hann hefSi.
Yingchi var ekki lengi aS ganga frá drekanum sínum. “Sá cr
ekki lítiS einfaldur, hann Pop-yc gamli,” sagSi hann viS .sjálfan sig.
“ÞaS verSiir gaman aS sjá, hvort drekinn hans Toksang verSur betri
en rninn.” Og hann virti hró'Sugur fyrir sér drekann sinn, sem ekkí
var letraS á eitt einasta orS.
Um kvöldiS voru drekarnir settir upp, og meS birtun morguninn
eftir sendi ráSgjafinn menn út til jiess aS leita aS tveimur drekum,
sem auSkendir voru meS silfurpenng og páfagauksfjöSur.
Svo kom sendimaSur frá hirSinni og sagöi drerigjunum aS klæö-
ast sparifötunum sínum og koma meS sér til hallar keisarans. Þar
voru jæir leiddir um marga skrautlega sali, þangaS til þeir komu
loks þangaS, sent Pop-ye sat viS borb, og voru á því flugdrekarnir
þeirra, Hann klappaSi sainan höndum, og þá kom inn þjónn meS
stóra glóSarpönnu og var í henni viSarkoIa-glóS.