Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1909, Blaðsíða 16

Sameiningin - 01.12.1909, Blaðsíða 16
3i8 gjöra hátíðarhaldið tilbreytilegra hafa mönnum hugsazt ýms ráð. Þar á meðal má telja jólaskemmtanir fyrir börn í kirkjunum, sem börnin líka sjálf taka þátt í. Getr þetta í sjálfu sér verið uppbyggilegt; en þegar úr því verða að eins veraldlegar samkomur, eiga þær engan rétt á sér í kirkjum í sambandi við jólin, þótt þær annars hafi ýmisiegt til síns gildis. Hið sérstaka jólahald kirkjunnar á að sjálfsögðu að iniða að því að vekja lotn- ing og tilbeiðslu hjá ungum og gömlum. Fyrir börn ætti því að vera sérstök guðsþjonusta um jólin — eins og líka oft endranair. En í því erum vér enn mjög fá- kunnandi. Og það er vandi að halda guðsþjónustur við hœfi barna. En menn verða að leitast við að læra. Að láta skemmtanir fyrir börnin koma í þess stað er algjör- lega ófullnœgjandi. Höfum skemmtanir fyrir börnin, *>g þær góðar, en látum þær ekki koma í stað guðsþjón- ustu. Að ímynda sér, að börn geti ekki tekið þátt í guðsþjónustu, er sprottið af vanþekking á börnum. Og jólahátíðin, sem talin er hátíð barnanna, er hrapallega vanrœkt, ef hún er ekki látin stuðla að því að vekja lofgjörð af munni barnanna. Af ytri siðvenjum, sem tengdar eru við jólin, eru jólagjafirnar eitt af því, sem mest ber á. Við þann sið leggja einnig þeir rœkt, sem að engu meta hina kristi- ]egu þýðing jólanna. Enda fer því fjarri, að siðrinn hafi haldizt í þeim skorðum, sem kristileg þýðing hans út- heiintir. Gjafir, sem gefnar eru í kærleika, eiga auð- vitað ætíð við; en þegar skifzt er á gjöfum að eins af vana, svo það verðr byrði, er illa farið. Sú hætta virð- ist að mörgu leyti búin oss hér í landi, að láta ýmislegt, sem gott getr verið í hófi, lenda út í öfgar. Enda hefir verið sýnt fram á það með ljósum rökum, að það ó- grynni fjár, sem eytt er fyrir jólagjafir, er í algjöru og ömurlegu ósamrœmi við það, sem varið er til þarfra fyr- irtœkja margra, þar sem brýn nauðsyn rekr á eftir. Og hætt er við, þegar ógegndin verðr svo mikil, að það dragi hugann um of frá aðalefni jólanna. Kristninni hér í landi hefir hugkvæmzt ráð til að sporna við þessarri Íiæétu með þvi að köma þéirri hefð á, að einn þáttr í

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.