Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1909, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.12.1909, Blaðsíða 13
315 vissu urn sannleikann, og það er, að þetta er ekkert manni sjálfum að þakka. Að finna sannleikann er manni ofvaxið. Guð verðr a,ð koma með hann til manns og leggja hann upp í hendrnar á manni. Allt, sem maðr getr gjört, er að veita sannleikanum móttöku. „Af náð guðs er eg það eg er“ — segir Páll postuli (1. Kor. 15, 10), og enn fremr: „Því af náðinni eruð þér hólpnir orðnir fyrir trú; og það er ekki af yðr; guðs er gjöfin“ (Ef. 2, 8). Látum oss öll muna þetta. Vér erum van- máttug og svndug'. Guð er almáttugr og lieilagr. Hann verðr að h.'álpa oss með almætti sínu. Hinn heilagi vilji hans . r a;ð hjálpa öllum til síns ríkis fyrir trúna á hans bles.aða son, drottin Jesúm Krist. Uin þetta vill hann sannfœra oss. í þessum sannleika vill hann helga oss. Sé það þá guðs gjöf til allra efandi sálna, nú um jólin, að eignast heila og fagnaðarríka trú á Jesúm Krist sem frelsara sinn og drottin. Guð gefi öllurn blessuð og gleðileg jól í Jesú nafni! --------0------- BRIGHTEST AND BEST OF THE SONS OF THE MORNING. Jólasálmr eftir R. Heber, þýddr á íslenzku af hr. Jóni Runólfssyni. 1. Dag þinn lát, mætasti morgunsins sona! myrkrunum renna, og hönd þína’ oss ljá; austrœna stjarna! er veg gyllir vona, vísa oss barns-ásján frelsarans á. 2. Kaldar á reifar hans daggperlur drjúpa; dávær er hvíld hans í saúðfjárins krá; lágt o’n að jötunni ljósenglar krjúpa, lausnarann, skaparann, herrann að dá. Ö. Skulu þá ilmfórnir helzt vera hœfar helgar frá Edom og sœmd honum nóg, gimsteinar fjalla og gljáperlur sævar, gullið úr námum og mirran úr skógf

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.