Íslendingur - 09.04.1915, Page 3
1. tbl.
ISLENDINOUR
3
• •••••••••••••• ••• • ••• •-•-•-•-
Héi aðssamkom u
heldur U. M. F. »Framtíð« á’Grund í Eyjafirði sumardag fyrsta
(22. apríl n. k.) Þar verður til skemtunar og fróðleiks:
Ræður: kennari Jónas Jónasson og prestur Þorsteinn Briem.
Solo-Dúett og gamansöngvar: Chr. Möller, Vald, Steffensen læknir.
- D a n s á eftir. ■-
Á undan samkomunni heldur Lestrarfélag hreppsins tombólu
sem hefst kl, 11 f. h.
Aðgöngumiða selur kaupm. Kr. Árnason og kosta 50 aura og
25 fyrir börn. Nánar á prógrammi á staðnum.
STJÓRNIN.
UPPBOÐ
verður haldið miðvikudaginn þ. 14. april í Strandgötu 27 Odd-
eyri. Þar verður selt alskonar lausafje tilheyrandi dánarbúi Ragn-
hildar Borgfjörð, svo sem: sófar, stólar, borð, skápar, rúmstæði,
sængurföt, bækur, söðlasmíðaáhöld, ef til vill forte-piano og
margt fleira.
Uppboðið hefst kl. 12 á hádegi.
Akureyri 3. apríl 1915.
Fyrir hönd erfingjanna
Böðvar Jónsson.
Fiskur og ull
verður keypt með
langhæstu verði í
Qarl JCöepfners
verslun.
Mikið af alskonar
er nýkomið í verslunina
dIlldV UrU ogþrátt fyrir verðhækk-
unina á öllum vörum sökum stríðsins seljum vjer
hana nákvæmlega sama verði og áður.
Verslun
Sig. Sigurðssonar.
anna er að vekja menn til athug-
unar og starfs, veita mönnum hress-
ing og hvíld frá hversdagsstritinu,
flytja fræðslu um nauðsynleg bún-
aðaratriði út á meðal almennings
og kenna mönnum að bera saman
reynslu sína og annara í því er að
gagni má verða. Hjer skal ekki far-
ið út í áhrif bændanámsskeiðanna
hjer á landi, en óhætt er að fuli-
yrða, að til þeirra má rekja hreyf-
ingar í fjelagsíegum efnutn og í
framkvæmdutn einstakra manna.
Nú nýlega eru tvö bændanáms-
skeið afstaðin hjer norðanlands. —
Annað á Blönduósi og hitt á Hól-
um. Blönduósnámsskeiðið stóð frá
15. mars, en Hólanámsskeiðið
frá 22.-28. mars. Á báðuut náms-
skeiðunum mætti Jakob H. Líndal,
framkvæmdarstjóri, fyrir hönd Rækt-
unarfjelags Norðurlands til fyrir-
lestrahalds, en Sigurður Sigurðsson,
ráðanautur, og Jón Þorbergsson,
fjárræktarmaður, fyrir hönd Búnað-
arfjelags íslands. Til riámsskeiðsins
á Blönduósi var einnig veitt fje
nokkurt úr sýslusjóði, og hafði Jón-
as Bjarnason, hreppstjóri, í Litladal
umsjón og undirbúning náms-
skeiðsins á hendi. — Veður var hið
besta alla dagana, stöðugt þýðviðri.
Tækifærið var því hið besta fyrir
menn að streyma að úr öllum átt-
um. — Og Húnvetningar ljetu það
ekki ónotað. Fyrsta daginn var þó
fremur fáment, en aðsóknin jókst
skjótt; mun að jafnaði hafa verið
um 120 manns aðkornandi og síð-
asta daginn voru talin um 200. —
Námsskeiðið var haldið í Kvenna-
skólanum. Sátu kennarar skólans og
námsmeyjar námsskeiðið að stað-
aldri, en eru þó umfram ofangreind-
ar tölur. Fyrirlestrar voru haldnir
4-5 á dag, en málfundir 2 — 3
tíma daglega. Auk hinna þriggja
áðurnefndu manna, sem hjeldu sína
6 fyrirlestra hver, fluttu þessir menn
fyrirlestra:
Sigurður Pálmas. sýslubúfr.
Æsustöðum................4 fyr.l.
Jón Jónss. læknir Blönduósi 2 —
Jónas Bjarnason hreppstjóri
Litladal.................I —
Jón Hannesson bóndi Und-
irferli..................I —
Jón Pálmason búfr. Ytri-
Löngumýri ..... I —
Í fyrirlestrunum voru sjerstaklega
teknar til meðferðar ýmsar nýrri
stefnur í búnaði, svo sem: búfjár-
rækt, meðferð áburðar, grasrækt,
garðyrkju, notkun verkfæra og fje-
lagsskapur.
A umræðufundunum voru einn-
ig búnaðarmálefni aðallega til um-
ræðu. Bar þar margt á góma og
stundum var futidi ekki slitið fyr
en langt var liðið á kvöld. — Rætt
var um alþýðumentun, eyðslusemi,
notkun rafurmagns á sveitaheimil-
um, stofnun grasbýla, samband
búnaðarfjelaga, heyásetning og forða-
gæslu og samvinnu. Hjer skal ekki
farið út í meðferð þessara mála,
áttu þar ýmsir högg í annars garði
eins og gerist á góðum mannfund-
um. Um samband búnaðarfjelag-
anna skal þess þó getið, að það
snerist sjerstaklega í þá átt að jafn-
framt því, sem æskilegt væri, að
búnaðarfjelag sýslunnar þroskuðu
sem best starfsþátt sinn í jarðrækt
og kvikfjárrækt, þá leytuðust þau
einnig við að fræða menn og vekja
til umhugsunar um almenn bún-
aðarmálefni, er helst væru á dag-
skrá þings og þjóðar. Skyldu þau
rædd á búnaðarfjelagsfundunum og
síðan á sameiginlegum búnaðar-
málafundi fyrir alla sýsluna, er
haldinn væri að minsta kosti einn