Íslendingur


Íslendingur - 09.04.1915, Page 4

Íslendingur - 09.04.1915, Page 4
4 ISLEND NGUR 1. tbl. á ári. Þeim búnaðarfjelagsformönn- nrn, sem nú voru staddir á fund- inum, var falið að gangast fyrir framkvæmdum í þessu máli. Bændanámsskeiðið á Hólum hófst sem fyr segir 22. mars. Var þá lítt fært veður fyrir hríð. Var því fátt aðkomumanna fyrri hluta vikunnar, en síðari hlutann sóttu þangað um 50 manns. Voru þar á meðal nokk- rar konur. Allir er þurftu höfðu fæði og gisting hjá skólastjóra. Má það jafnan telja kost við bænda- námsskeiðin, er talsverður hluti gestanna getur fengið húsnæði og fæði á námsstaðnum. — Kynningin verður þá meiri, og meiri hressing og ánægja að dvölinni. Þá, sem á skóla hafa gengið, getur þá farið að dreyma um gamla og góða heimavistarskóladaga, en hinum, er heima hafa setið, finst þeir vera komnir inn í annan heim. A Hól- um var helst hafður til leika kað- aldráttur og svo sýndu skólapiltar fimleik sinn í líkamsæfingum undir stjórn Hólmjárns Jósefssonar kenn- ara, sem nú gegnir kenslu við skól- ann í stað föður síns. Fórst þeim sýning sú vel úr hendi, einkum er þess er gætt, hve stuttan tíma þeir hafa haft til æfinga A námsskeiðinu voru flesta dag- ana fluttir 5 fyrirleslrar og umræðu- fundir stóðu 2 — 3 tíma á hverju kvöldi. Þessir menn hjeldu þar fyr- irlestra: Sigurður Sigurðsson ráðan. 6 fyr.l. Jón Þorbergsson fjárræktarm. 0 — Hólmjárn Jósefsson kennari 4 — Sigurður Sigurðss kennari . 3 — Jakob H. Líndal framkv.stj. 3 — Sigurður Sigurðss. skólastj. 3 — Jónas Kristjánsson læknir . 2 — Fyrirlestrarnir fjölluðu um svipuð efni og á Blönduósi að undanskyld- um fyrirlestrum Jónasar Kristjáns- sonar læknis, er voru um „erfðir og kynbætur á tnönnum" og „hreint loft og húsakynni". Vakti sjerstak- lega kynbótafyrirlesturinn athygli hjá mönnum, enda umræðu efnið óvanalegt hér hjá oss. I sambandi við námsskeiðið notuðu menn tæki- færið til þess að skoða hið nýbygða fjósáHólum. Það mun nú ntyndar- legast fjós hér á landi og stendur fyllilega jafnfætis betri fjósum er- lendis, má þó sérstakl. benda á sjálf- bryningarnar, sem eru betri og hent- uglegar útbúnar en í nokkru fjósi' sem eg hefi séð, enda við nýrri gerð frá Þýskalandi. Hér er ekki hægt að lýsa byggingu þessari í stuttu máli, enda hefir hennar áður verið getið í „Dagblaðinu". En fjós þetta getur orðið til mikils stuðnings og fyrir- myndar fyrir bændur alment, þótt í smærri stíl vilji byggja en skólahús- ið á Hólum. Skiftafundur. Laugardaginn þ. 17. þ. m. kl. 12 á hádegi verð- ur skiftafundur í dánarbúi Guðlaugs sýslumanns Guðmundssonar, haldinn á skrifstofu minni á ráðhúsinu og þá tekin ákvörðun um sölu jarð- eignar búsins í Arnessýslu, um innheimtu þess, er búið á hjá öðrum o. s. frv. Skiftaráðandi Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar % 1915. _________Páll Einarsson V e r ð 1 a g. Verðlagsnefndin hefur ákveðið hámark útsölu- verðs: Alexandra flórmjöl 42 au. kílógr., valsað- ir hafrar 58 au. kílógr. Sauðakjöt af Fjöllum fœst ennþá í Garl Hoepfners verslun. Til moforbáfaúfgerðar. Bátaofnar, Anker, Keðjur, Keðjulásar, Pumpur, Vatnsrör úr kopar og galvaniseruð, Olíurör, Toppstykki á 4, 6 og 8 h. a. mótora, Skrúflyklar, Skiftilyklar, Gangsetningskeðja. Rörtengur frá 1,80 til 12 Kr. Nippiltengur, Pakkningar alskonar, Graphítáburður í Pakkningar, Aluminiumbronce og Rautt Motorlakk, Menja, Sandpappir, Smergelljereft, Motorlampar, Smurningskönnur. Feiti- koppar af ýms. stærðum, Stnurningsglös stór og smá, Trjeskrúfur, Kopar í skiftiteina, Hvítmálmur, Olíusíuefni, Afpurkunartvistur og Afpurkunarklútar, Hreinsinálar, Fægiáburður, Kaðlar og Línuverk, Spilreimar og Reimalásar. Ennfremur ýms stykki í motora. Öll motoistykki, sem ekki eru til, eru pöntuð og afgreidd um hæl. Með næstu skipum ketnur: Motorlampabrennarar, Spírituskompásar, Línuspil, Línurúllur, Bambusstengur, Línubelgir, Blakkir einskornar og tvískornar og margt fleira. Smurningsolia og vjelafeiti hvergi ódýrara, Versl. Sn Jónssonar. Fiskilínur eru væntanlegar með »Pollux« 18. þ. m. í verslun Jakob H. Lindal. Sig. bigurðssonar.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.