Íslendingur


Íslendingur - 23.07.1915, Síða 1

Íslendingur - 23.07.1915, Síða 1
ISLENDINGUR. I. árg. • Ritstjórar: Ingimar Eydal og Sig. Einarsson- — Akureyri, föstudaginn 23. júlí 1915. T16. tbl. Bókasafnið opið þriðjudaga, fimtudaga laugardaga 5—8, sunnudaga 4—8. Bæjarfógetaskrifstofan opin virka .daga 10-2 og 4—7- ' . . , ftæjargjaldkerasknfstofan opin virka daga 6—7, nema laugardaga 6 — 8. íslandsbankinn opinn virka daga 11—2. Landsbankinn — — — u— Landssíminn opinn daglangt (8—9) virka daga, helga daga 10—12 og 4—7. Pósthúsið opið virka daga 9—2 og 4—7 sunnudaga 10—11. »Islendingur« kemur út einu sinni í viku, Verð frá byrjun til áramóta 2.25 kr., er borgist fyrir 1. júlí. — Upp- sögn (skrifleg) bundin við áramót, er ógild nema komin sje til annars hvors ritstjórans fyrir 1. okt., og sje kaup- andi skuldlaus við blaðið. Afgreiðslumaður blaðsins er hr. Hall- grímur Valdemarsson, Hafnarstræti 39. Nærsveitamenn eru beðnir að vitja blaðsins í Kaupfjelagsverslun Eyfirð- inga. Frá y\lþingi. Fjármálanefnd Neðri deildar hetir skift verkum með sjer þannig, að Sveinn Björnsson er formaður henn- ar, en Pjetur Jónsson ritari og fram- sögumaður. Er í ráöi að fjárlaga- nefndir beggja deilda verði í sam- vinnu til hægðar- og flýtisauka. Er sú tilhögun alveg ný og má vel vera að hún gefist vel. Landbúnaðarnefnd: Jón Jónsson, Sig. Sigurðsson Björn Hallsson, Stefán Stefánsson (Eyjafj.) flytja þingsályktunartillögu um, að Neðri deild Alþingis skipi 5 manna nefnd, til þess að athuga og gera tillögur um þau mál, er snerta landbúnað. Landhelgisvarnir. Skúli Thorodd-N sen flytur svofelda þingsályktunar- tillögu: „Alþingi ályktar að skora á ráð- herra íslands, að f?ra þess á Ieit við dönsku ráðherrastjórnina, að 4 til 5 hraðskreiðir fallbyssubátar sjeu eftirleiðis látnir hafa á hendi land- helgisvörnina við strendur fslands, í stað danska varðskipsins, sem nú er, og sje hver þeirra, að stærð og lögun, sem allra svipaðastur botn- vörpungunum («trawlers"), er fiski- veiðar stunda við strendur íslands, og stærri meðalstærðar eru taldir. Strandferðir: [ Efri deild er kom- in frá ráðherra þessi þingsályktun- artillaga: „Efii deild Alþingis ályktar, að skipa 5 manna nefnd til þess að íhuga og koma fram með tillög- ur um tilhögun strandferða." Pingsköp: Ráðherra flytur þessa þingsályktunartillögu í neðri deild: «Neðri dejld Alþingis ályktar að skipa 7 manna nefnd til þess að íhuga og koma fram með til- lögur um Iög um þingsköp handa Alþingi." Satnskonar tillögu flytur Ouðm. Björnsson í Efri deild. Landhelgissjóðarinn: Jón Jónsson og Þorl. Jónsson flytja svofelt breytinga- frv. á Landhelgissjóðslögunum: 1. gr. 3. gr. orðist svo: Landssjóður leggur líka til sjóðs- ins 30,000 kr. á ári, er teljast með árstekjum lians. 2. gr. 4. gr. orðist svo: Sjóðnum skal á sínum tíma var- ið til að koma upp einu eða tveim- ur nýjum strandgæ?Iuskipum, er notuð verði til að verja landhelg- ina fyrir ólöglegum veiðum, og á- kveður löggjafarvaldið, hvenærsjóð- urinn tekur til starfa og hve miklu af fje hans skuli varið til þessarar varnar. 3. gr. 7. gr. orðist svo: Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1916. Dýrtíðarnefnd: Sveinn Björnsson flytur svofelda þingsályktunartillögu: HNeðri deild Alþingis ályktar, að skipa 5 manna nefnd til þess að íhuga og gera tillögur til Alþingis um það, hverjar ráðstafanir gera megi til að draga úr afleiðingum af fyrirsjáanlegri dýrtíð, sjerstaklega á matvælum og eldiviði, á komandi hausti, og meðan helst ástand það, sem nú er í Norðurálfunni." Nefndaskipanir f Neðri deild: Vörutollslögin: Einar Jónsson, Matt- hías Óláfsson, Björn Kristjánsson, Sig. Ounnarsson, Björn Hallsson. Verðlagsnefnd: Jóh. Eyjólfsson, Ben. Sveinssop, Matth. Ólafsson, Þorl. Jónsson, Sveinn Björnsson. Ráðherralög: Hannes Hafstein, Sig. Eggerz, Stefán Stefánsson, Sig. Qunnarsson, Skúli Thoroddsen. Kirkjugarðsnefnd: Matthías Ólafs- son, Jón Magnússon, Hjörtur Snorra- son, Guðm. Hannesson, Þórarinn Benediktsson. Sparisjóðsnefnd: Matth. Ólafsson, Ouðm. Eggerz, Björn Hallsson, Ouðm. Hannesson, Stefán Stefáns- son. Pingskapanefnd: f hana voru kosn- ir: Guðm. Eggerz, Bjarni Jónsson frá Vogi, Hannes Hafstein, Einar Jónsson, Jón Magnússon, Þórarinn Benediktsson, Ouðm. Hannesson. Strandferðanefnd: í hana voru kosnir: Sig. Eggerz, Hjörtur Snorra- son, Magnús Kristjánsson, Eggert Pálsson, Pjetur Jónsson, Jón Jóns- son, Sveinn Björnsson. Landhelgissjóðsnefnd: í hana voru kosnir: Ben. Sveinsson, Magnús Kristjánsson, Matth. Ólafsson, Jón Jónsson, Sig. Qunnarsson. Dýrtíðarnefnd: í hana hlutu kosn- ingu: Ben. Sveinsson, Hannes Haf- stein, Jón Magnússon, Þorl. Jóns- son, Sveinn Björnsson. Landbúnaðarnefnd: I hana hlutu kosningu: Sig. Sigurðsson, Stefán Stefánsson, Bjarni Jónsson, Björn Hallsson, Guðm. Hannesson. Forðagœslunefnd: Eggert Pálsson (form.), Jóh. Eyjólfsson, Guðm. Egg- erz, Þorl. Jónsson (skrifari), Sig. Gunnarsson. Frœðslunefnd: Björn Kristjánsson (skrifari), Matth. Olafsson (form.), Einar Jónsson, Jón Jónsson, Ouðm. Hannesson. Pegnskyldunefnd: Bjarni Jónsson frá Vogi, Matth. Ólafsson (skrifari), Jóh. Eyjólfsson, Þorl. Jónsson, Sveinn Björnsson (formaður). Nefndaskipanir í Efri deild: Frumvarp til laga um mat á lóð- um og löndum i Reykjavík: Guðm. Björnsson, Karl Einarsson, Eiríkur Briem. Rafveita: Ouðm. Bjömsson, Karl Einarsson, Magnússon Pjetursson. Ullarmat: Bjöm Þorláksson, Guðm. Ólafsson, Hákon Kristófersson, Jósef Bjðrnsson, Sig. Stefánsson. Bœiarstjórn tsafjarðar: Kristinn Daníelsson, Sig. Stefánsson, Steingr. Jónsson. Fjárlaganefnd: Karl Einarsson (for- maður), Magnús Pjetursson (ritari og framsögum.), Jósef Björnsson, Sig. Stefánsson, Björn Þorláksson. Kosningalaganefnd: Karl Finnboga- son, Magnús Pjetursson, Eiríkur Briem. Pingskapanefnd: Björn Þorláks- son, Ouðm. ólafsson, Ouðm. Björns- son, Jón Þorkelsson, Kristinn Daní- elsson. Strandferðanefnd: Guðm. Ólafs- son, Hákon Kristófersson, Steingr. Jónsson, Jósef Björnsson, Karl Finn- bogason. Sjávarútvegsnefnd: Hákon Kristó- fersson, Kristinn Daníelsson (skrif- ari), Sig. Stefánsson (form.) Eftirvarinn. Sig. Eggerz, Skúli Thoroddsen og Bjarni Jónsson frá Vogi flytja svo- feldan eftirvara um stjórnarskrána í Neðri deild: „Neðri deild Alþingis ályktar að lýsa yfir því, að hún telur landið ó- bundið af öðrum skilmálum fyrir staðfesting stjórnarskrárinnar en þeim, sem felast i fyrirvara Alþing- is 1914“. Þessi eftirvari, sem menn kalla þessa þingsályktunartiliögu, kom til umræðu í deildinni sfðast liðinn mánudag. Síra Sig. Gunnarsson kom þar á móti með rökstudda dagskrá svohljóðandi: Sökum þess,að Neðri deild Alþingis telur staðfestingarskil- mála stjórnarskrárinnar 19.júní 1915 I fullu samrœmi við fyrirvara Al- þingis 1914, þá lýsir deildin ánægiu sinni yfir staðfestingu stjórnarskráf- innar og tekur fyrir nœsta mál á dagskrá.“ Út af þessu hvortveggju, þings- ályktunartillögunni og rökstuddu dagskránni, spunnust svo annálsverð- ar orðahnippingar og sem stóðu nálega 2 daga, en enduðu á því, að þingsályktunartillagan var feld, eða rjettara sagt, rökstudda dagskrá- in var samþykt með 14 atkv. gegn 10. Ráðherra greiddi ekki atkvæði. Já sögðu: Nei sögðu: Björn Hallsson. Ben. Sveinsson. Eggert Pálsson. Bjarni Jónsson. Einar Jónsson. B. Kristjánsson. Ouðm. Hannesson. Quðm. Eggerz. Hannes Hafstein. Hjörtur Snorras. Jóh. Eyjólfsson. Jón Jónsson. Jón Magnússon. Sig. Eggerz. Magn. Kristjánsson. Sk. Thoroddsen. Matth. Ólafsson. Þorl. Jónsson. Pjetur Jónsson. Þór. Benediktss. Sig. Ounnarsson. Sig. Sigurðsson. Stefán Stefánsson. Sveinn Björnsson. í Efri deild hafa þingm. Ouðm. Ólafsson, Jón Þorkelsson og Björn Þorláksson, lagt fram þingsályktunar- tillögu svohljóðandi: „Efri deild Alþingis ályktar að lýsa yfir því, að hún telur staðfest- ingarskilmála stjórnarskrárinnar 19. júni 1915 í fullu samrœmi við fyr- irvara Alþingis 1914, og lýsir deild- in ánægju sinni yfir staðfestingu stjórnarskrárinnar. L-a-u-s e-m-b-æ-t-t-i. Sýslumaður Árnesinga, Sigurður Ó- lafsson, hefir sótt um lausn frá em- bætti sfnu frá i. næsta mánaðar vegna vanheilsu. Sömuleiðis hefir Björn læknir Blön- dal á Hvammstanga sótt um lausn frá sfnu embætti. Úr ensku blaði 16. júlí. 290,000 menn geiðu verkfall l kola- námunum i Wales, vegna þess, að stjórnin hefir ætlað sjer að gera verka- mannasamþyktir ógildandi meðan á strfðinu stendur. Verkamennirnir eru ekki svo mjög óánægðir með kaupið, enda hafa þeir 3 sterlingspund á viku. „Pollux“ kom hingað á þriðjudagskvöldið, en fór hjeðan til útlanda í gær.

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.