Íslendingur


Íslendingur - 23.07.1915, Qupperneq 2

Íslendingur - 23.07.1915, Qupperneq 2
ISLENDINOUR 62 • ••**« ••••••••••••••••♦••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• Erlendar símfrjettir. EINKASKEYTI til Morgunblaðsins frá Þjóðverjar hafa tekið Prasznysz. Kaupmannahöfn 16. júll. Kaupmannahöjn 20. júlí. Útlit er til, að Pjóðverjar muni taka Warschau. Itölsku beitiskipi hefir verið sökt í Adríahafi. Kaupmannahöjn 21. júli. Italir hafa unnið stórsigur hjá Isonzo. Þjóðverjar hafa tekið Windau. Opinber tilkynning frá bresku utanríkissjórninni í London. London 9. júli. Landstjórinn í Suður-Afríku símar til nýlendumálaráðherrans 9. júlí eftirfarandi opinbera skýrslu frá aðalherstöðvunum í Pretoría: 9. júlí kl. 2 fyrir hádegi gekk Botha að tilboði pýska lands- stjórans Seitzs um pað, að alt herlið Pjóðverja í suðvestur Afríku skyldi gefast upp. Ófriðnum er pví lokið par og fullnaðarsigur unninn. Næstum pví alt nýlenduliðið verður sent aftur heim til Suður-Afríku eins fljótt og flutningar leyfa. London 16. júlí. Frá Oallipoliskaga: Sir Ian Hamilton skýrir frá pví í gær, að 12. júlí hafi hersveitir bandamanna gert árás í hægra herarmi í sólarupprás. Eftir ákafa orustu, sem stóð allan daginn, tókst hersveitum Frakka að ná tveimur skotgrafaröðum ramlega víggirtum og vörð- um. Sóttum vjer pannig fram á svæði, sem er ýmist 200 og 400 fet á breiddí Onnur árás var nú pegar hafin á hægri herarm óvinanna, Eins og í fyrra skiftið tókst oss auðveldlega að ná fremstu skotgrafa- röðinni og hafði skothríðin, sem vjer beindum pangað á undan, haft ágæt áhrif og flýtt mjög fyrir. Sókninni var haldið áfram og tóku pá hersveitir vorar næstu skotgrafaröð. Par handtókum vjer 80 menn og styrktum stöðvar pessar um kvöldið — 400 metr- um framar en fremstu stöðvar vorar voru áður. Nóttina milli 12. og 13. júlí var tveimur gagnáhlaupum hrundið. I myrkrinu um nóttina kom pað upp úr kafinu, að hægri her- sveit Breta hafði sótt of langt fram. Gerðu pá Tyrkir áhlaup með sprengjum og tókst að ná aftur nokkrum hluta skotgrafanna. — Sökum pess að oss gat orðið petta stórhættulegt, var pegar und- irbúin önnur árás. Sjóliðaherdeild og franskt stórskotalið með 75 mm. fallbyssur, var sent fram og tók aftur skotgrafirnar. Meðan pessu fór fram höfðu Frakkar teygt úr hægra herarmi sínum niður að ósi árinnar Kerevas Dere. Pessum stöðvum hjeldu peir nóttina milli 13. og 14. júlí eins og ekkert væri. — Tyrkir gerðu pó gagnáhlaup eins og nóttina áður, en unnu ekkert á. Þannig unnum vjer á, á öllu pessu svæði og náðum öllum peim stöðvum, sem vjer höfðum ætlað oss að ná, nema á litlu svæði, svo sem 300 metra löngu, sem Tyrkir hafa enn á sínu valdi, — 422 menn tókum vjer höndum og af peim handtóku Frakkar 200 í fyrsta áhlaupinu. London 20. júli. Þegar farpegaskip Cunardlínunnar, Orduna, var 27 mil. suður af Queenstown á leið til New-York, rjeðst pýskur kafbátur á pað að morgni 9. p. m. og skaut á pað tundurskeytum, en hæfði ekki. Hjelt skipstjóri, að pað hefði verið pví að pakka, að skip- verjar kafbátsins hefðu ekki reiknað rjettan hraða skipsins, Síðan skaut kafbáturinn 6 sprengikúlum á skipið, en hæfði ekki. Ekki voru farpegar aðvaraðir og voru margir peirra í fasta svefni, lá pá nærri að enn yrði framið hryllilegt morð. Á skipinu voru 227 farpegar, par á meðal margir frá hlutlaus- um löndum, bæði menn, konur og börn. (Morgunbl, í Rvík.) Andleg vakning. Eins og áður hefir verið getið í pessu blaði, flutti Haraldur Níels- son prófessor þrjú erindi andlegs efnis hjer í bænum í síöustu viku. Eitt þessara erinda flutti hann og frammi á Grund á sunnudaginn var, og sama dag flutti hann prje- dikun hjer í kirkjunni við messu- gjörð. Ekki verður annað sjeð en að H. N. hafi ekki komið hingað ó- fyrirsynju. í hvert skifti, er hann talaði, var fjöldi fólks viðstaddur og þarf þó mikið að vera í boði, til þess að fólk þyrpist saman að hlýða á andleg efni á þessum tíma árs, þegar annirnar og veraldlegt um- stang er á allra hæsta stigi. En það var líka mikið í boði, því þó að atvinnu- og búsýslumál- in hljóti mjög að taka upp hugi manna og eigi að gjöra það, þá eru þó eilífðarmál mannsandans, flutt af spámannlegri andagift, enn dýrmætari. Þetta finna þeir, sem ekki hafa harðlæst öllum dyrum sálar sinnar fyrir andlegum sólar- geislum. Þessvegna fjölmentu menn, þegar H. N. talaði. Naumast er hugsanlegt annað en síra Haraldur Níelsson hefði altaf fulla kirkju í hvert skifti er hann messaði, hvar sem hann væri prest- ur. Jafnvel þeir, er telja sig altrú- lausa og efnishyggjumenn frá hvirfli til ilja, mundu vilja hlusta á prje- dikanir hans og hafa ánægju af þeim, þótt þeir að jafnaði amist við öllum trúarbrögðum. Hver er orsökin til þessa? Þær eru vitanlega fleiri en ein, en veiga- mest mun sannjœringarvissan, sem felst í orðum hans, vera. Allirverða þess svo greinilega varir, að hún er alveg óvenjulega sterk í orðum síra Haraldar. Um hann verður ekki sagt, eins og stundum hefir heyrst um þjóna kirkjunnar, að menn viti ekki hvort honum sje nokkur alvara eða ekki. Yfirskin og uppgerðar- guðhræðsla á enga samleið með andagiftinni og sannfæringarviss- unni í orðum hans. En hvaðan er honum kominn þessi bjargfasti öruggleiki, þessi ó- bifandi trúarvissa, er gerir hann færan um að tala eins og sá sem vald hefir? Því er fljótsvarað. Hann hefir þorað að fara frjáls sinna ferða. Þrátt fyrir óp og aðsúg lítilsigldra og þröngsýnna manna, hefir Har- aldur Níelsson þorað að fást við rannsókn dularfullra fyrirbrigða um margra ára skeið. í þeim fyrirbrigð- um hafa honum birst sannanir fyrir ýmsum dásemdum guðs rfkis. Það- an hefir hann vissuna um framhald lífsins eftir dauðann. Engin smá- ræðis áhrif hefir það á líf manna, þegar efagjörn trú breytist í örugga vissu. Öll lífsstefnan verður þá fastari og ákveðnari en áður, og þessi sífeldi óróleiki hugans, er þjáir svo fjölda marga, hverfur að miklu leyti. Prófessor Haraldur Ní- elsson þarf ekki að trúa því, að maðurinn lifi sjálfstæðu lífi eftir 16. tbl. •••••••••••••••••••• dauðann, hann veit það með fullri vissu, þaðan er honum komin hans mikli styrkur, þessvegna getur hann talað af svo miklum andlegum myndugleika, að jafnvel trúlausir meni) verða snortnir af kraftinum í orðum hans. Óhikað má telja það mikið happ fyrir þessa þjóð, að Haraldur Níels- son skyldi gerast andlegur Ieiðtogi prestaefna vorra við æðstu menta- stofnun þessa Iands. Naumast er annað hugsanlegt, en það hafi nokkra andlega vakningu meðal þjóðarinnar í för með sjer. Almenn andleg vakning er það sem þjóðinni ríður mest á af öllu. Þegar hún er fengin, þá munu margvíslegar sann- ar og hollar framfarir dafna í skjóli hennar. Slík vakning kemur ekki fyrir annað en áhrif frá æðstu spá- mönnum þjóöarinnar. Prófessor Haraldur Níelsson er vafalaust einn af þeim. Veðráttan hjer norðanlands hefir verið köld og hráslagaleg nú um tíma. Hafísinn hefir spilt sumarblíð- unni og sumargleðinni. óhugur hefir verið í mörgum hjer á Akur- eyri. En þann tíma, sem Haraldur Níelsson var hjer og flutti erindi sín um eilífðarmálin, mun mörgum hafa fundist birta yfir þessum bæ og hugarþjáningarnar ljettast. Af því leiðir, að menn taka erviðleik- um lífsins með meiri hugdirfð en áður, og er þá ekki unnið fyrir gíg- Hvar sem Haraldur Níelsson talar um hugðarmál mannsandans, mun það vekja sumargleði í hugum manna. Þessvegna mundi því verða tekið með fögnuði, ef prófessorsins væri hingað von á hverju sumri. Úr norskum blöðum. í orustunum að sunnanverðu, þar sem Rússar berjast við Austurríkis- menn og Þjóðverja, hafa Rússar í júnímánuði mist 521 liðsforingja og 194000 liðsmenn, 93 fallbyssur og mikið af alskonar hergögnum. (Bergens Tidende,) Ameríska miljónamœringnum J.P. Morgan sýnt banatilrœði. — Föstu- dagsmorguninn 2. júlí var skotið 2 skammbyssuskotum á Morgan á sumarbústað hans í Glencove, Long Island, án þess þó að .hann biði bana af. Sá er verknaðinn framdi er há- skólakennari í Þýsku við Cornell- háskólann og heitir Frank Holt. Stórfeld sprenging hafði orðið skömmu áður í þinghöll Banda- ríkjanna (Kapitol) í Washington. — Hefir þessi sami maður nú með- gengið, að hann hafi einnig framið það verk. (Stavanger Aftenblad.) Sjóorusta i Eystrasalti. — 2. júlí stóð sjóorusta fyrir utan Austur- Gotland. Heyrðu menn í Visby áGotlandi fallbyssudynki alla nóttina og kl. 10 um morguninn voru 4 beitiskip í bardaga framan við Smöjen. Þýsk-

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.