Íslendingur


Íslendingur - 23.07.1915, Blaðsíða 4

Íslendingur - 23.07.1915, Blaðsíða 4
64 ISLENÐINOUR 16. tbl. Aim Frá því í dag eru menn beðnir að senda allar pantanir um Caiile Peifection mótoia — fyrir báta og verksmiðjur — til undirritaðs. Reykjavfk ,6 ap,« ,9,S Q FllÍllgSBn, aðalumboðsmaður á íslandi. Bestu, ljettustu, einföldustu og ódýrustu mótorar, sem hingað flytjast. Eru sjerlega hentugir fyrir opin skip. Peir eru eigi meiri fyrirferðar en einn maður, en sparar 3 eða 4 menn. Mót- orinn gerir bátinn eigi nema fáum pundum þyngrí. Mótorarnir eru knúðir með steinolíu, en settir á stað með bensíni. — Verksmiðjan smíðar einnig ljós^asmótora. Mótorarnir eru settir kaldir á stað; kveikt með öruggri rafkveikju, sein þolir vatn. • Munið, að þetta er heimsins stærsta verksmiðja, sem smíöar tvígengis- vjelar. Umboð í Hornafirði hefir hr. alþm. Þorl. jónsson, Hólum, Hornafirði. — í Vestmannaeyjum hefir hr. konsúll Oísli Johnsen. — í Stykkishólmi hefir hr. kaupmaður Sæmundur Halldórsson. — á Patreksfirði hefir hr. konsúll P. A. Ólafsson. — á Norðfirði hefir hr. kaupmaður Sigfús Sveinsson. — á Seyðisfirði hefir hr. kaupmaður Hermann Þorsteinsson. — á AKUREYRI og SIGLUFIRÐI hefir hr. verslunarstjóri Guðmundur Pjetursson. Umboðsmenn í öðrum kaupstöðum óskast. G. Cl/ingsen, Reykja vík. Umbúðapappírsstóla og ——1——— umbúðapappírsrúllur selur umboðsverslun Ó. G. Eyjólfsson & Co. á /tkureyri. um, eða 1080 km2. ísflóa, jafn þykk- an, á sólarhring og jafnstóran ísflóa og ísland er (n.I. 105,000 km2.) á liðugt 3 mánuðum. Og setjum ennfremur svo, að straum- brjóturinn frá (Orinókó og Trinidad til Antille-eyjanna væri til jafnaðar 100 metra hár (400 km. langur) og að meðalhraði miðjarðarstraumsins væri þar 2,5 m. á sekúndu og meðal- hiti hans 250 C., en að einungis Vs kæmi til íslands, þá mundi það þó nægja til að bræða jafnstóran ísflóa sem ísland er oy 20 m. þykkan, á 4 sólarhringum, og jafnstóran fsflóa og Grænland er (nál. 2 miljónir km2.) 20 m. þykkan, á 80 dögum. Með því að byggja stíflu milli Nýju Guineu og Australíu (Suður- Eyjunnar) mætti líklega veita talsvert miklu af miðjarðarstraumnum þar til Suðurheimskautsins. — Ef nokkrum virtist þetta vanhugs- að eða gagnslaust og vitlaust, þá væri sjer spurn hvort vanhugsaðra og vit- lausara og ógagnlegra væri að senda 15 millíónir hraustustu, hugrökkustu og duglegustu manna fram á vígvöll- inn til að drepa þar og kvelja hver annan og eyða til þess fult 120 millí- örðum (þ. e. 120 þúsund millíónum) króna á minna en einu ári (333 dög- um), eða láta einn þriðjung þess liðs, sem strfðsaðilar hafa undir vopnum, segjum 5 millfónir manns vinna að því rúmlega eitt ár, eða 2 millíónir manns h. u. b. 3 ár, að veita helsta straumi Atlantshafsins hingað til norð- urheimskautsins, til að milda loftslag- ið á norðurhveli jarðarinnar og gera eyðilönd eins og ísland og Norður- Noregur og Svfþjóð og Síbería og N.-Kanada og Grænland eru að blóm- görðum heimsins, og byggileg fyrir hundruð millíónir manna. Á líkan hátt mætti veita miðjarðar- straumnum annarstaðar frá til suður- heimskautsins og gera lönd þau er kringum það liggja byggileg fyrir margar millfónir manna. Við það hlyti hafísinn að vfkja frá sumum löndum, eins og t. d. íslandi, þó ekki að eyðast algerlega frá heim- skautunum sjálfum, nje heldur væri það æskilegt, því ýms sjávardýr ting- ast og þroskast best í grend við ís- inn. Auðvitað gætu íslendingar einir ekki gert mikið f þessu efni annað en rætt um það og ritað, en það gætu þeir °g b3® gæti jafnvel hann sjálfur, er sumum hefði ekki þótt svo gagnlegur eða góður hingað til, þvf hefði hann líka dirfst að hefja máls á því hvern- ig ætti að sigra kuldann. Hins vegar væri ólíklegt, að útlend- ar þjóðir virtu tillögur íslendinga í þessu efni nokkurs á meðan íslend- ingar hefðu ekki sjálfir sýnt hug nje dug nje vitsmuni til að nota vatnsafl íslands og vinda til að hita híbýli sín og til að reka hjer á landi ýmiskonar þarfa og arðberandi iðnað. Að lokinni ræðu sinni þakkaði ræðu- maður áheyrendum fyrir að hafa hlýtt á sig og kvaðst vona, að hinn lærði og velvirti hjeraðslæknir, hr. Stein- grímur Matthíasson, og fleiri borgarar Akureyrar tækju málið til íhugunar, hversu best og ódýrast mætti hita Akureyrarbæ, + Frú Bergljót Sigurðardóttir dó í Rvík síðastliðinn sunnudag eftir margra ára vanheilsu, 36 ára gömul. Hún var dóttir Sigurðar Gunnars- sonar prófasts og alþm. í Stykkis- hólmi. Frú Bergljót sál. var fríðleikskona, gáfuð og vel látin. Fyrir 15 árum gift- ist hún eftirlifandi eiginmanni sfnum, Haraldi prófesspr Níelssyni, og varð þeim 5 barna auðið. Elst barna þeirra er 14 ára piltur. Haraldur prófessor var staddur hjer á Akureyri er honum barst þessi sorg- arfregn og fór hann landveg suður straks næsta morgun. Hállgrímur Kristinsson, erindisreki samvinnufjelaganna, kom hingað á botnvörpuskipinu »Víðir« sunnan úr Rvík í gær. Til Rvíkur kom hann með »Polluxt. Prentsmiðja Odds Björnssonar. Steingrá hryssa, 8 vetra, (Mark: Sneitt framan, fjöð- ur fratnan vinstra. í faxinu spjald brennimerkt K. J. Nes) tapaðist vest- an við Blönduós um 26. júní s. 1. Finnandi er beðinn að senda hryssuna með fyrstu ferð til Kr. Jónssonar Nesi, Fnjóskadal, eða í Gróðrarstöðina við Akureyrí. „Qoðafoss“ kom hingað að vestan á miðviku- dagskvöldið, en fór hjeðan á leið til Kaupmannahafnar f gær með mikið af ull og 171 hross, er hr. Magn. Th. S. Blöndahl, framkvæmdarstjóri í Reykjavfk, sendir til Danmerkur. Magnús Th. Blöndahl var sjálfur með skipinu hingað. Verður hann hjer um tfma til þess að haía eftirlit með botnvörpungi sínum, »Rán«, er stund- ar síldveiðar hjer Norðanlands í sum- ar. Hjónaefni: Ungfrú Guðrún Árnadóttir (banka- gjaldlfera) og hr. Ingimundur gagn- fræðingur Árnason (prests i Grenivík) hafa nýlega opinberað trúlofun sína.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.