Íslendingur - 10.09.1915, Side 1
ISLENDINGUR.
I. árg. •
Ritstjórar: Ingimar Eydal og Sig. Einarssoi). — Akureyri, föstudaginn 10. sept. 1915.
► # -# # ♦ # #
T
23. tbi;
Bókasafnið opið þriðjudaga, fimtudaga
laugardaga 5—8, sunnudaga 4—8.
^æjarfógetaskrifstofan opin virka daga
10—2 og 4—7-
Bæjargjaldkeraskrifstofan opin virka daga
6—7, nema laugardaga 6 — 8.
íslandsbankinn opinn virka daga n —2.
Landsbankinn — — — 11—2.
Landssíminn opinn daglangt (8—9) virka
daga, helga daga 10—12 og 4—7.
Pósthúsið opið virka daga 9—2 og 4—7
sunnudaga 10—11.
»íslendingur« kemur út einu sinni í
viku, Verð frá byrjun til áramóta 2.25
kr., er borgist fyrir 1. júlí. — Upp-
sögn (skrifleg) bundin við áramót, er
ógild nema komin sje til annars hvors
ritstjórans fyrir 1. okt., og sje kaup-
andi skuldlaus við blaðið.
Afgreiðslumaður blaðsins er hr. Hall-
grímur Valdemarsson, Hafnarstræti 39.
Nærsveitamenn eru beðnir að vitja
blaðsins í Kaupfjelagsverslun Eyfirð-
inga.
Um notkun rafmagns
á Akureyri.
Niðurl.
Samkvæmt áðurrituðu álít jeg, að
til þess að vera nokkurnvegin viss
um að rafmagnið ryðji sjer alment
til rúms, þá megi varla selja það
hjer dýrara en svo, að kílówatt-
stundin verði:
Á 22 aura til ljósa.
Á 12 aura (en ekki 7% einsog
stóð í síðasta blaði) til mótora eða
2 sinnum ódýrara en til ljósa.
Á 4 aura til matsuðu eða 5V2
sinnum ódýrara en til ljósa.
Á lh eyri til hitunar eða 44
sinnum ódýrara en til ljósa.
En þar með er engan veginn
sagt, að enginn vilji nýta rafmagn-
ið, ef það væri dýrara. — Margir
mundu taka því með fegins hendi,
þó að það væri talsvert dýrara, og
sumir jafnvel þó að það væri miklu
dýrara. þetta fer alt eftir því, hve
mikið menn vilja gefa fyrir þægind-
in og vinnusparnaðinn, sem er því
samfara að nota rafmagnið.
Af samanburðinum sjest, að það
er arðvænlegast fyrir rafmagnsstöð-
ina að selja rafmagn til Ijósa. En
þó er athugandi við það, að stórar
stöðvar eru tiltölulega ódýrari en
litlar, og geta þess vegna selt raf-
magnið ódýrara. En sá hængur er
á að binda rafmagnssöluna aðeins
við ljósin, að þá hafa aflstöðvarnar
ekkert að gera þann hluta dagsins,
sem eigi er kveikt. Til þess að hafa
eitthvað handa aflstöðvunum að
gera allan daginn, hafa menn er-
lendis farið þá leið að setja raf-
magnið niður handa þeim, er bú-
ast mætti við að mundu nota það
mest þann hluta dagsins, sem raf-
magnið er lítið notað til ljósa. Þess
vegna er það algengt að hafa tvens-
konar taxta á rafmagninu. Hærri
taxtinn á rafmagni til ljósa og lægri
taxtinn á rafmagni til mótora, mat-
suðu o. s. frv.
Hjer á landi víkur þessu reyndar
ofurlítið öðruvísi við. Nokkurn tíma
af árinu þarf alls eigi að kveikja,
og væri rafmagnið aðeins selt til
ljósa, mætti stöðva vjelarnar þann
tíma ársins og spara með því bæði
mannahald og annan reksturskostnað.
Rafmagnsstöð með þessu fyrir-
komulagi myndi vafalaust borga sig
hjer á Akureyri, nóg aflið í Qlerá
til að knýja vjelarnar áfram. En
menn myndu varla lengi sætta sig
við að geta ekki notað rafmagn til
annars en ljósa og óbeint gagn af
stöðinni fyrir bæjarfjelagið yrði frem-
ur lítið. Þessvegna býst jeg eigi við,
að þetta fyrirkomulag verði valið,
heldur munu menn vilja haga því
svipað og erlendis, og gefa mönn-
um kost á fremur ódýru rafmagni
til annars en ljósa, en fyrir raf-
magnsljósin yrði goldið ákveðið ár-
gjald t. d. 5 krónur fyrir 16 kerta
lampann. Úm verðið á rafmagninu
(nema til Ijósa) geta orðið skiftar
skoðanir, þar eð fleiri leiðir virðast
færar, svo sem að selja rafmagnið
fremur dýrt og búast við lítilli sölu
á því, eða selja það ódýrt og treysta
því, að rafmagnið verði notað svo
mikið að það vinnist upp. En jeg
býst þó við, að fyrst í stað verði
aðallega að velja á milli, hvort eigi
að selja rafmagnið á 15, 10 eða 5
aura pr. kwst., og út af því hefi jeg
gert 3 lauslegar áætlanir yfir árs-
tekjur og útgjöld stöðvanna með
þessu verði á rafmagninu, fyrstu
starfsár stöðvanna. Alstaðar er gert
ráð fyrir sama verði á rafmagni til
ljósa. •
1- stöð. Rafmagnið á 15 aura pr.
kwst. Rafmagnið sennilega notað þó
nokkuð til mótora, en fremur lítið
til matsuðu, og svo sem ekkert til
húshitunar.
Áætlaðar árstekjur stöðvarinnar:
Rafmagn til ljósa kr. 12,000.00
Rafmagn til rnótora
(20,000 kwst.) - 3000.00
Rafmagn til ýmislegs
(4000 kwst.) ' - 600.00
Samanlagt kr. 15,600.00
Áaetluð útgjöld:
Reksturskostn. (nema
viðgerðir) kr. 3000.00
Vaxtagreiðsla og firn-
ing 10% af stofn-
kostnaði - 12,000.00
Samanlagt kr. 15,000.00
Til viðgerða eru þá eftir 600.00
krónur, og er það að vísu full-lítið,
en tekjurnar mundu fljótt vaxa, svo
að stöðin mundi sennilega standa
sig vel eftir fá ár.
Stöðin þyrfti þegar í stað að geta
framleitt 120 kw. og vatnsaflið að
vera nóg svo að auðvelí væri að
auka hana upp í alt að 200 kw.
Þannið lagaða stöð mun vera hægt
að byggja við Qlerá nálægt Banda-
gerði.
2. stöð. Rafmagnið 10 aura pr. ’
kwst. Rafmagnið yrði líklega notað
við allar fastar vinnuvjelar á Iandi,
talsvert til matsuðu og ofurlítið til
húshitunar.
Áætlaðar árstekjur:
Rafmagn til Ijósa kr. 12,000.00
Rafmagn til mótora
(30,000 kwst.) - 3000.00
Rafmagn til matsuðu
(20,000 kwst.) - 2000.00
Rafmagn til ýmislegs
(20,000 kwst.) - 2000.00
Samanlagt kr. 19,000.00
Ársútgjöld áætluð:
Reksturskostnaður kr. 3500.00
Vaxtagreiðsla og firn-
ing 10% af stofn- x
kostnaði — 15,000.00
Samanlagt kr. 18,500.00
Þá • verða eftir til viðgerða kr.
500.00, og <er sama að segja um
það og við næstu áætlun á undan.
Þessi stöð mundi þó að því leyti
standa betur að vígi, að meiri líkur
eru til, að tekjurnar yxu fljótt, því
að rafmagnsnotkunin mundi auk-
ast ört, vegna þess hve rafmagnið
er ódýrt.
Stöðin þyrfti að geta framleitt um
170 kw. f byrjun og hafa nægilegt
vatnsafl til að geta bætt við alt að
200 kw. í Glerá er nægilegt afl til
að knýja vjelarnar, ef vatnið væri
tekið uppi hjá Rangárvöllum og
leitt út af hallinu hjá Kotá.
3. stöð. Rafmagnið 5 aura pr.
kwst. Hið lága verð á rafmagninu
myndi ýta undir menn að koma
upp iðnaði með rafmagnsmótorum
og myndi rafmagnið notað mikið
til þess, er fram liðu stundir. Marg-
ir myndu og nær eingöngu elda
mat við rafmagn, og auk þess yrði
það mikið notað til annars, húshit-
unar o. s. frv.
Arstekjur áætlaðar:
Ljósin kr. 12,000:00
Mótorar (50,000 kwst.) - 2500.00
Matsuða (200,000 kwst.) — 10,000.00
Húshitun og annað
(100,000 kwst.) - 5000.00
Samanlagt kr. 29,500.00
Áætluð útgjöld um áriö:
Reksturskostnaður kr. 5500.00
Vaxtagreiðsla og firn-
ing 10% af stofn-
kostnaði — 22,000.00
— ■
Samanlagt kr. 27,500.00
Afgangur til viðgerða kr. 2000.00.
Stöðin mundi bera sig.
Rafmagnsstöð þessi þyrfti að geta
framleitt um 350 kw. og vatnsaflið
að vera nægilegt fyrir hendi til að
bæta við 250 kw. Með því að leiða
11
Margar spumingar snjerust nú í huga mínum. Hvað
gat George verið að sýsla í Dover nokkrum mínútum
á undan brúðkaupi sínu? Auðsjáanlega vildi hann ekki
hitta mig, en hversvegna? Gat jeg hugsað mjernokkra
ástæðu fyrir því, að hann færi að yfirgefa Daphne —
á brúðkaupsdeginum sjálfum? Það, sem mjer kom til
hugar, kom blóðinu til að ólga í æðum mínum. Var
það af skammfeilni að hann vildi ekki hitta mig? Ef
jeg bara gæti fundið hann og heyrt sannleikann af hans
eigin vörum!
»Á stjettinni fyrir 10 mínútum*. Þótt hlægilegt megi
virðast, ákvað jeg að ráfa um göturnar í Dover í þess-
ar 2 stundir, ef ske kynni að jeg hitti hann.
Veðrið var eins og þjóðtrúin, öllu fremur en sagan,
segir að það hafi verið í fyrri daga á »gömlu og góðu«
jólunum. Snjórinn var djúpur á götunum og dró úr
skóhljóðinu. Skæðadrífan, sem fjell f sífellu, gerði mjer
dimt fyrir augum. Engin hræða sást úti og ekkert heyrð-
ist nema skvampið í sjónum, sem gjálfraði við múr-
brúnina. Bærinn var hjúpaður hvítri blæju, Iíkt og ná-
blæju. Þar sem jeg vissi ekki hvert jeg skyldi halda,
reikaði jeg út í bláinn en ekki í neina vissa átt. En
alt í einu rakst jeg á mann, hvítan af fðnn, er jeg
sneri fyrir húshorn nokkurt. Það var lögregluþjónn, og
jeg spurði hann spjörunum úr.
»Jú, jeg sá mann í grárri kápu, sem gekk hjer fram
hjá fyrir svo sem þrem mfnútum.*
»Sem bar handtösku merkta G. W.?«