Íslendingur


Íslendingur - 10.09.1915, Qupperneq 2

Íslendingur - 10.09.1915, Qupperneq 2
90 ISLENDINOUR 23. tbl. »«••••••• •♦•••••• • ••>♦♦♦ Glerá hjer fram af „Brekkunni* má fá nóg afl til að byrja með, en þegar áin er sem minst á vetrum, væri eigi hægt að fá alla viðbótina, nema með því að safna vatninu á nóttunni, þegar Iítiö er með það að gera. Þessar 3 stððvar mundu allar geta borið sig, ef rafmagnið yröi notað eins og gert er ráð fyrir í áætlunum, en fyrir bæjarfjelagiö mundi vera mestur óbeinn hagur að þeirri stöðinni, sem selur raf- magnið ódýrast, en það er sú stöð- in, sem síðast er talað um. Þó dug- ir eigi að fara eftir þessu eingöngu. Það getur verið áhætta mikil að byggja stóra stöð, og ætla að selja rafmagnið ódýrt, treystandi því að það verði þá notað mikið. Þetta getur brugðist, því að bæði sjá menn í kostnaðinn, sem breytingin hefir í för með sjer, þar sem farga verður gömlum áhöldum og kaupa ný í staðinn, og sumir jafnvel hika við að breyta til, meðan rafmagnið er óreynt. Áður en afráðið yrði, hver leiðin yrði valin, er þessvegna nauðsynlegt að grenslast eftir, hve mikið rafmagn mundi verða notað. Enda er eigi bundið við að taka einhverja af þessum þrem leiðum. Vel mætti byrja með að selja raf- magnið nokkuð dýrt, og búast við að lækka verðið, er rafmagnsafnot- in yrðu meiri, en þá verður að búa svo um í upphafi, að hægt verði að auka aflið eftir þörfum án mik- ils aukakostnaðar. Mönnum kann nú að þykja nokk- ur ósamræmni í því, að í áætlun- unum er búist við að rafmagnið sje notað til matsuðu og húshitunar, þó að verðið á því sje miklu hærra en áður er sagt, að það megi vera til að þola samkepni við steinolíu og kol. En þar til er því að svara, að menn sjá sjer nú oft hag í því að nota í viðlögum steinolíuvjelar til að hita mat við, þó að steinolía sje raunar dýrari en kol, ef um mikla hitun er að ræða. Eins, og þó miklu fremur, mun það verða með rafmagnið, vegna hreinlætis, vinnusparnaöar o. s. frv., sem þvf er samfara. Og þó að rafmagnið yrði margfalt dýrara en kol til að halda húsum hlýjum á köldum vetrardegi, þá mun þó mörgum þykja tilvinnandi að hafa lítinn raf- magnsofn til að nota, þegar kalt er á sumrum, og Iosna við að þurfa að kveikja upp í ofnum, og oft stendur svo á um einstök herbergi, að ilt er að koma þar fyrir venju- legum ofnum, og þá kemur sjer vel að geta hitað þau með rafmagni. Ennfremur eru til margskonar hlý- indaáhöld með rafmagnsyl, svo sem fótavermsl, vögguvermsl o. s. frv. og yrðu þesskonar áhöld vafalaust nokkuð notuð. Loks gæti komið til mála að byggja svo stóra stöð, að hún auk rafmagns til ljósa og mótora gæti látið í tje svo mikinn rafmagnsyl, að nægði til matgerðar og húshit- unar f öllum Akureyrarkaupstað. Rafmagnið mætti þá eigi selja dýr- ara en lh eyri pr. kwst. og myndi þó varla duga til fyrst í stað til þess að fá alla með, nema ef mönn- um væri útveguð rafmagnsáhöldin kostnaöarlaust. <■ Árstekjur af þessari stöð áætla jeg þannig: Rafmagnsljós kr. 12,000.00 Mótorrafmagn (80,000 kwst.) — 400.00 Rafmagn til matsuðu 100,000 kwst.) - 5000.00 Til húshitunar, 20.00 kr. á mann — 40,000.00 Samanlagt kr. 57,400.00 12 »Hann bar handtösku, en hvort hún hefir verið merkt eða ekki sá jeg ekki; en ef þjer flýtið yður, getið þjer eflaust náð honum, hann fór þessa leiðina!« sagði hann og benti. »En er nokkuð að? Get jeg ekki hjálp- að yður neitt?« »Jeg skil yður ekki,« svaraði jeg hryssingslega og furðaði mig á, að hann skyldi líka, eins og lestarstjór- inn, álíta að bróðir minn væri glæpamaður, sem væri að flýja undan þjónum rjettvísinnar. «Jeg vii ekki móðga yður, herra minn, en vinur yð- ar virtist þurfa eftirlits með. Annaðhvort er hann trylt- ur eða í andlátinu. Augu hans leiptruðu eins og eld- kúlur og andlit hans var hvítt eins og snjórinn. Þegar hann fór fram hjá kallaði jeg til hans: »Illviðri nú!« en hann hjelt áfram, án þess að iíta til hægri eða vinstri og skifti sjer ekki af mjer.« Þessi orð juku ótta minn. Jeg þakkaði lögregluþjón- inum fyrir og hljóp í áttina, sem hann benti í. Traðk í snjónum vísaði mjer leiðina og brátt var jeg kotninn á götu eina, þar sem sumarhaliir umgirtar smá- um lystigörðum lágu til beggja handa, en steinrið greindi þær frá gangstjettinni. Þar stóð hann! Hjer um bil á miðri götunni skamt frá Ijóskeri stóð maður f grárri kápu og var auðsjáanlega að athuga hús, sem snjeri fram að Ijóskerinu, um Ieið og hann hristi af sjer snjóinn. Jeg flýtti mjer þangað til þess að heilsa honum og skóhljóð mitt heyrðist ekki fyrir snjónum. • • • • • •••»••••••••••••••••••••••••••••••• Erlendar simfriettir. EINKASKEYTI til Morgunblaðsins frá Kaupmannahöfn 4. sept. Pjóðverjar og Austurríkismenn hafa tekið Luck. Rússar hafa yfirgefið Orodno. Opinber tilkynning frá bresku utanrikissjórninni í London. London 8. sept. Nokkur Zeppilinsloftför hafa farið herferð til austurstrandar Bretlands og kveiktu í nokkrum húsum, en eldurinn var pó slökt- ur. Nokkrir menn biðu bana, par á meðal 1 hermaður, og um 40 særðust, karlar og konur. Rússar tilkynna að peir hafi tekið alt að 200 hermanna hönd- um hjer og par á herlínunni. Húshitun hefi jeg áætlað 20.00 á mann. í heimavistum Gagnfræða- skólans hefir undanfarna 5 vetur eldsneyti hvers nemanda kostað að meðaltali kr. 10.20 yfir veturinn (hæst kr. 12.55, lægst kr. 7 47). Til uppbótar fyrir það, að nemendur sitja í tímum nokkurn hluta dags- ins og geta sparað að Ieggja í þann tímann, má líklega bæta við svo að það veröi 15.00 krónur á mannyfir veturinn, og tel jeg á, að það láti nærri að vera meðaltal af því, er menn hjer í bæ eyða í húshitun. Til vonar og vara bæti jeg við 5.00 krónum á mann, svo að það verða 20.00 krónur. Almenn húshitun með rafmagni kemur að því leyti illa niður á raf- magnsstöðinni, að flestir þurfa raf- magnið á sama tíma dagsins og allir þurfa það rhest sömu dagana, sem sje þegar veðrið er kalt. Stöð- in verður því að vera við því bú- in að geta látið mikið rafmagn í einu, en þá þarf hún að vera stór. Jeg býst við að stöðin þyrfti að geta framleitt um 2500 kw. En slíka stöð með öllum leiðslum væri varla hugsandi að fá bygða fyrir minna en 800,00000 krónur, og til vaxta- greiðslu og firninga þyrftu þá 80,000.00 krónur. Til þess gengju þá allar tekjurnar, 57,400.00 kr,. og hrykki þó eigi til. Og samt eru eftir jafnnauðsynleg útgjöld sem rekst- urskostnaður og viðgerðakostnaður. Slfk stöð mundi því eigi geta borið sig, og það því fremur, að hvergi hjer nálægt er unt að fá í einulagi nógu mikið vatnsafl, heldur yrði að sækja aflið um langan veg og erfiðan, svo að stofnkostnaðurinn færi vafalaust langt fram úr áður- greindri upphæð. Porkell Þorkelsson. Sparimerki barna. Salan gengur vel. Selt fyrir 7—8 hundruð á liðugum 2 árum. Sælgæt- iskaup barna mun minni en áður, segja kaupmenn, gætu þó að skað- lausu minkað mikið enn. Mörg börn eiga hálffyltar sparimerkjabækur, nú væri ráð að fylla þær og koma þeim í bankann. Það er þarft verk að venja börnin á að spara eyririnn, þá kemur krónan á endanum. ti B. (Morgunbl. í Rvík.) Frá ýúþingi. Efri deild feldi 78,000 kr. fjárveit- inguna til Jökulsárbrúarinnar, sömu- leiðis 5000 kr. til aukins eftirlits með bannlögunum. Þingið hefir samþykt hvenær AI- þingiskosningar skuli fara fram: Til efri deildar 3. júlí n. k., en kjördæmakosning 18. sept. 1916. Neðri deild samþykti með 20 samhljóða atkv. leyfisheimild iækna að láta sjúklinga fá vín (Malaga, Sherry. Portvin, Cognac, en ekki bjór) með lyfseðli. Fjárlögin voru til umræðu í Neðri deild í gær. Komnar eru fram 100 breytingatillögur við þau síðan þau fóru úr Efri deild. Ekki ákveðið enn hvenær þingi verður slitið. Úr Reykjavík. 8. sept. Quðmundur Jakobsson, trjesmiður í Rvfk, hefir fengið hafnarvarðarstöð- una. Auk hans sóttu: Friðrik Björns- son skipstjóri, Þorst. Jdi. Sveinsson leiðsögumaður og Jóh. Pjetur Jónsson lautinant á danska torpedobátnum »Sölöven«. >Island«, hið nýja skip sameinaða gufuskipafjelagsins, var fyrsU skip ð sem lagðist við land í Reykjavfk. Erlendar frjettir. Pegoud fallinn. Hinn frægi franski flugmaður Pegoud er nýlega fallinn í strfðinu. /ulius von Payer, austurríski heims- skautsfarinn, er látinn. Hann var fædd- ur árið 1842. Árið 1869 fann hann t. d. Frans Josefsfjörðinn á Grænlandi. Síðar hefir hann mest lagt stund á málaralist. Manchethnappur úr gulli hefir tapast. Finnandi skili ritstj. gegn fundar- launum.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.