Íslendingur - 24.12.1915, Side 1
ISLENDINGUR.
• ••• • • # #-»-#
Ritstjórar: Ingimar Eydal og Sig. Einarsson. — Akureyri, föstudaginn 24. des. 1915.
»«««»»«• #••• • • • ••• « • » »»«•• »«-»<
I. árg. f
•-#-#-#-#-#-# # #-#■ • • # • # • # # #-#-##-#-•-
Meistarinn kemur.
Meistarinn kemur. — Vjer bíðum og bíðum,
blðum og hlustum i djúpsettri þrá, —
hljóðir á bænarmáls biýgeislum liðum
bak við þann skynheim, er augu vor sjá, —
sálirnar laugum i lýsandi, blíðum
Ijósvakans bylgjunum jótskör hans hjá.
Meistarinn kemur, —/ auðsveipni ómar
aljarðar kœrleikans stíga’ honum mót.
Stjarnan í austri við stólbrik hans Ijómar,
stafar á Ijós-smurða konungsins fót.
Hugur hans voldugri’ en heilagir dómar
himneska liknstafi flytur og bót.
Meistarinn kemur. — Hann kemur i friði,
kœrleikans eilíja boðberinn hár, —
leiðtoginn alþjóða lýkur upp hliði
Ijóssins, með guðdómsins hátign um brár.
Rödd hans er fallþyngri fossanna niði,
fegurri’ en blómhvisl um lognmorguns ár.
Meistarinn kemur. — Sjá, vitheimur vikkar,
veraldar bölið í Jriðsœlu snýst, —
stundarheimsbarnanna bústaður prýkkar
blikstöfum skœrari’ en orð fái lýst, —
sál vor i himneskum hreinleika frikkar,
hugurinn alfrjáls i'ir jarðfjötrum brýst.
Meistarinn kemur. — / kvöldblænum hljóða
kveðjan hans ómar und stjarnanna skör.
Ó, að oss veittist hann velkominn bjóða,
verða með honum i dýrðlegri för,
færa’ honum reykelsi lofsöngva’ og Ijóða,
Ufsgátu vorrar fá ráðning og svör!
Meistarinn kemur. — / mannheimum standa
mœnandi’ i sólheima fylkingar hans.
Lútum i auðsveipum lotningar anda
Ijósinu’ um skinandi merkisstöng hans!
Reynum i kœrleika verkin að vanda,
vökum í blikinu’ af stjörnunni hans!
Guðm. Guðmundsson.
Jólahugleiðing.
(Lauslega þýtt.)
Hið einkennilegasta við ástand
heimsins, þegar Jesús fæddist, er eft-
irvæntingin, sem hvíldi yfir öllum
þjóðum. Gömlu trúarbrögðin voru að
hrynja, en mannkynið hafði ekki eygt
neit nýtt í þeirra stað, en vonaði þó
og þráði að einhver ný stjarna mundi
renna upp í myrkrinu. Mannkynið and
varpaði eítir endurlausnaranum. Gaml-
ar sagnir spáðu því, að guðborið barn
mundi í heiminn læðast í fyllingu
tfmans. í musterunum töluðu menn *
hálfum hljóðum um ieyndardóma, sem
brátt mundu auglýsast. Stjörnuspek-
ingarnir höfðu reiknað út, að tíminn
væri í nánd og að von væri á mikl-
um spámanni. Spákonur sögðu (fyrir)
að dagar hinna heiðnu guða væru
taldir. Vitringar höfðu opinberað að
einhverntíma mundi guð senda son
sinn og gera hann að konungi heims'
ins (frásagan um vitringana frá Aust-
urlöndum). Allur heimurinn vænti and-
legs konungs, þess er vildi taka að
sjer smælingjana og lítilmagnana.
Hvar mundi barn þetta fæðast?
Hvar skyldi þessi guðdómlega sál
finna jarðveg nógu góðan til að taka
sjer aðsetur í? Hvaða kærleikans geisli
skyldi flytja hana frá hæðum niður til
jarðarinnar? Hvílfkra undra af guð-
dómlegum krafti og hreinleika mundi
ekki við þurfa, til þess að sálin gæti
minst aftur hiuiinsins, sem hún hafði
yfirgefið. Hvflík ógnar áreynsla yrði
það ekki fyrir hana að hefja sig yfir
sfna jarðnesku meðvitund, og draga
síðan alt mannkynið með sjer.
Heródes hinn mikli, seinasti kon-
ungurinn yfir öllu Gyðingalandi, dó úr
hræðilegri veiki f höll sinni í Jerikó,
en landið alt var blóði drifið eftir
hans grimdarfullu stjórn. Allir, jafn-
vel varðmennirnir, höfðu yfirgefið hann,
flýðu rotnunarlyktina. sem lagði af
konunginum, löngu áður en hann dó.
Salome systir hans, sem hafði egnt
hann til verstu óhæfuverkanna, vakti
ein hjá rúmi hans, og beið með ó-
þreyju eftir því, að konungurinn gæfi
upp andann, svo hún gæti hrifsað til
sín völdin. Þannig dó síðasti konung-
ur Gyðingalands, en um Hkt leyfi
fæddist hinn andlegi konungur mann-
anna, og hinir fáu meðal ísraelsmanna,
sem vissu hvað var að gerast, und-
•rhjuggu rfir< hans f auðmýkt og án
þess að heimurinn tæki eftir því.
»Fyrir sál, sem stígur niður frá
himnum, er fæðingin dauði,< sagði
Empedokles 500 árum f. Kr. Þó
sálin sje guðdómleg og hafi guðdóm-
lega meðvitund, þá hlýtur hún þó um
stundarsakir að gleyma fortfð sinni,
þegar hún hefir íklæðst holdi og fæðst
á jörðinni. Það er einn þátturinn af
holdtekjunni, að meðvitundin verður
að þroskast eftir jarðnesku náttúru-
lögmáli. Þess meiri fylling guðdóms-
ins, scm í sálinni býr, því erfiðara er
það (yrir hana að læra að þekkja
sjálfa sig og minnast þess hlutverks,
sem hún átti að leysa af hendi hjer
á jörðinni.
Fíngerðar og göfugar sálir þurfa
kyrð og næði til þess að ná fullum
þroska. Jesús ólst upp í Galfleu, sem
er mjög rólegt hjerað. Alt, sem var
í kringum hann, hafði yfir sjer friðar-,
alvöru- og blíðublæ. Dalnum, sem
hann ólst upp f, er eins og sökt nið-
ur á milli fjallanna. Nazaret hefir vfst
ekki breyst mikið að útliti, sfðan á
dögum Krists. Húsin þar eru lítil,
bygð á víð og dreif upp eftir fjalls-
hlfðinni, ferðamenn segja að þau sjeu
líkust hvftum teningum, sem dreift
sje inn á milli granatrjáa og fíkju-
garða, en stórir hópar af dúfum eru
á sveimi uppi yfir þorpinu. Hressandi
fjallavindur blæs um þetta græna
hreiður, en þegar kemur upp á hæð-
irnar fyrir ofan þorpið, blasir Galí-
leusljettan við. Látum okkur svo
hugsa okkur Gyðingaheimili eitt í
þessu umhverfi. Alvara og guðhræðsla
eru þar öllu ráðandi. Heimilið var
Gyðingunum íyrir öllu, það var smá-
mynd af þjóðfjelagsskipun þeirra, þar
sem lögmálið og trúin átti að ráða
öllu. Heimili foreldranna var nokkurs-
konar musteri fyrir barnið. A stofu-
veggina voru skrifaðar ritningargrein-
ar úr lögmálinu og spámönnunum. En
kærleikurinn milli foreldra og barna
flutti Ijós og yl inni í þessu alvar-
lega og fátæklega heimkynni. Hjer
var það að Jesús fjekk sína fyrstn
fræðslu, hjer kendu faðir hans og
móðir honum að þekkja ritningarnar.
Frá þvf að hann var barn að aldri,
kyntist hann hinni löngu og merki-
legu sögu þjóðar sinnar við lögboðnu
hátfðarnar, sem haldnar voru á heim-
ilinu með lestri, söng og bænahaldi.
Þegar laufskálahátíðin var haldin,
var réistur kofi f garðinum eða á hús-
þakinu úr myrtus- eða olíuviðargrein-
um, til minningar um hina ógleym-
anlegu tíma, þegar forfeðurnir fluttu
sig stað úr stað með hjarðir sínar og
tjöld. Það var kveikt á kertunum í
sjöarmaða ljósastjakanum, og síðan
var lcsið upp úr ritningunni. Barns-
sálin fann til nærveru guðs, það var
ekki einungis himininn, alsettur stjörn-
um, sem boðaði hana, guð auglýsti
sig einnig f þessum Ijósastjaka, f
orðum föðursins og f kærleika móður-
innar. Þannig hugsaði Jesús í æsku
sinni um sögu ísraels, um gleði og
sorgardagana, um sigurvinningarnar
og útlegðardagana, óteljandi voru ó-
sigrarnir, en altaf brosti eilífðarvonin
á bak við. Barnið spurði f ákafa og
vildi fá útskýringu á öllu, faðirinn
þagði við spurningunum, en móðirin
horfði á son sinn með dreymandi
augnaráði og sagði: »Guðs orð lifir
aðeins f spámönnum hans. Einhvern-
tíma munu Essæarnir, einsetumennirn-
ir við fjallið Karmel og Dauða hafið,
svara þjer. <
Við getum einnig hugsað okkur
Jesú-barnið mitt á meðal leiksystkina
sinna, þar sem hann beitir því mikla
valdi, sem skerpivit gefur, þegar það
er saraeinað næmri rjettlætistilfinningu
og innilegri miskunsemi. Við getum
fylgt honum til samkundunnar, þar
sem hann hlustar á Fariseana og hina
skriftlærðu. Frá því fyrsta getur hann
ekki felt sig við þessa bókstafsdýrk-
endur, sem tönglast á bókstafnum þang-
að til þeir hafa rekið andann út úr
þeim. Hann ferðast um Galileu og til
fönikanskra borga. Hann sjer heiðingj-
ana og líf þeirra. Hann sjer varðlið
Heródesar, barbara frá öllum löndum.
Þá snýr sonur Marfu aftur til fjallanna
sinna frjálsu, og gengur upp á Nasa-
rethklettinn. Hann horfir á fjöllin sem
lykja um sjóndeildarhringinn, sum
þeirra svo sem Karmel, Tabor og
Sikems fjöll minna á spámennina og
starf þeirra. Þau teygja sig til himins,
eins og ölturu, sem bíða eítir eldinum
og reykelsinu. Biðu þau nokkurs?
En hversu sterk sem hin ytri áhrif
voru, fölnuðu þau þó öll fyrjr hinum
mikla sannleika, sem hann bar f sjálf-
um sjer. Þessi saqnleiki varð í' sálu
hans eins og útsprungið ljómandi blóm,
sem stígur upp úr dökkum bárum
vatnsins. í hvert skifti, sem hann varð
einn með hugsanir sfnar, var eins og
alt skýrðist í sálu hans. Þá var eins
Gullletruð
jólakort
kosta ásamt umslagi
aðeins 5 aura
í prentsmiðju
Odds B/örnssonar.