Íslendingur - 24.12.1915, Qupperneq 2
150
ISLENDINOUR
38. tbl.
og hann sæi í gegn um mennina og
hlutina. Hann las hugsanimar, hann
sá sálirnar. Seinna sá hann eins og í
gegn um blæju, guðdómlega fagrar
verur, sem beyðu sig ofan að honum,
eða þær voru eins og tilbiðjandi frammi
fyrir ljóshafi. Yndislegar sýnir birtust
honum í draumi, eða blönduðust sam-
an við virkileikann, það var þvi lik-
ast, sem hann hefði tvöfalda meðvit-
und. Þegar hann komst dýpst f þetta
ástand, var honum sem hann sæi tindr-
andi ljós og svo var sem drægist
hann inn í ljómandi, bjarta, hvíta sól.
í þessu ástandi varð hann snortinn
af ósegjanlegum kærleika og merki-
legum krafti. Honum fanst hann standa
( nánu sambandi við allar verur, við
alt hið skapaða. Hvaðan kom þetta
merkiiega ljós, sem honum fanst virki-
legra en sjálf sólin, en sem átti upp-
tök sín í honum sjálfum og flutti
hann með sjer út á eilífðarbrautina.
Fyrst hafði hann sjeð þetta ljós í
augum móður sinnar, og nú batt það
hann eins og með leyniþráðum við
allar sálir. Var ekki þetta ljós upp-
runi heimanna og sálnanna. Hann gaf
því nafnið: Himneski faðir.
Þessi meðvitund, að vera eitt með
guði í kærleiksljósinu, er hið fyrsta,
sem opinberast Jesú. Innri rödd býður
honum að tala ekki um þessa sann-
færingu sfna, en hún ljómar yfir öllu
lffi hans. Hún gefur honum vissu,
styrk og mildi. Hugsun hans verður
sem demantsskjöldur, - orð hans sem
ljóssverð.
Það var fyrst, er Jesús fór til Jer-
úsalem með foreldrum sínum í fyrsta
sinn, að hann sá ti) fulls niðurlægingu
þá, er þjóð hans var komin f. Ógnir
styrjaldanna höfðu gengið yfir Iandið
um mörg ár, áður en Rómverjar lögðu
það undir sig. Alt var í niðurlægingu.
Jerúsalem, borgin helga, var sem
skuggi af fornri vegsemd. Jafnvel
æðstu prestarnir, þjónar drottins, titr-
uðu af ótta fyrir Rómverjum. Jesús
kom í musterið, hann sá prestana,
skrýdda pelli og purpura og skreytta
með gimsteinum, hann var viðstaddur
iórnfæringarnar, nautum og hrútum
var slátrað guði til dýrðar og blóðinu
sfÖkt á fólkið, en alt, sem hann sá,
var næsta ólfkt hugmynd þeirri, er
hann hafði gert sjer um musteri
drottins.
Síðan kom Jesús til þess hluta borg-
arinnar, er fátæklingarnir bjuggu í,
Hann sá betlara, föla af hungri, og
allar þær hörmungar sem fátæktinni
eru samfara. Hann kom út að hellr-
unum, þar sein hinir djöfulóðu hjeldu
til, og heyrði þá formæla öllu, bæði
lifandi og dauðu. Hann kom að Silvas-
brunninum, og sá alla sjúklingana, sem
þangað voru bornir, sumir voru nær
dauða en Iffi, og margir mjög illa út-
lítandi.
Þá sagði Jesús við sjálfan sig: Til
hvers er þetta musteri, þessir prestar,
sálmar og fórnir, þegar það getur
ekki dregið úr allri þessari eymdf Og
alt f einu fanst honum sorgir og þján-
ingar allra þessara sálna, þessarar
borgar, þessarar þjóðar, alls mann-
kynsins, streymá yfir í sitt hjarta.
Hann skildi að honum gat ekki liðið
vel, þegar öðrum leið illa. Sorgareng-
• •••*»»**•» »t »••• ••••
illinn, hann sem flutti með sjer sorg-
ir allra manna, stóð við hlið hans og
hvíslaði að honum: »Jeg yfirgef þig
aldreic.
Og þegar hann aftur stóð uppi á
hinum björtu hæðum í Galíleu, hafði
hann skiiið hluðverk sitt, skilið til
hvers hann var sendur f heiminn, og
hann gerði heitið: »Himneski faðir.
Jeg vil skilja alla eymd mannanna. Jeg
vil lækna, lfkamlega og andlega. Jeg
vil bjarga hinum glötuðu.*
Jólatrj'eð.
Smásaga úr strfðinu milli Frakka og
Þjóðverja 1870—71.
(Þ. Br. þýddi úr þýsku.)
Það var aðfangadagskveld, — árið
1874. Jeg var á gangi með vini mfn-
um frakkneskum, eftir fjölfarinni götu
f Parísarborg. Þrengslin voru svo
mikil, að við bárumst einsog á bylgj-
um fram og aftur. Beggja vegna göt-
unnar voru sölubúðir og f hverjum
glugga voru jólagjafir og jólaskraut.
Var því öllu fagurlega fyrirkomið,
með hinni nafnkunnu smekkvfsi Par-
fsarbúa. Við einn gluggann var hóp-
ur fátækra barna, er störðu hugfang-
in á fagurskreytt þýskt grenijólatrje
með allskonar góðgæti. — »Eru jóla-
trje algeng á Frakklandi?« spurði jeg
vin minn, hr. G., nafnkunnan hús-
meistara í Parísarborg. — »Jeg held
ekki,« svaraði hann, »en jeg hafði
altaf jólatrje á mfnu heimili, og við
það eru sárar og viðkvæmar minning-
ar bundnar «
Við þessi orð varð samferðamaður
minn hryggur á svip og hann and-
varpaði. Við hjeldum áfram nokkur
skref og snerum inn á fáfarna götu,
þar skamt frá. Jeg vildi eigi styggja
vin minn með bráðlátri forvitni, og
við gengum þvf hljóðir um stund. —
Loks rauf hann sjálfur þögina og hóf
frásögu sína:
Það eru nú fjögur ár síðan, en þó
stendur mjer það jafnglögt fyrir hug-
skotssjónum einsog það hefði verið í
gær, sagði hann.
Prússar höfðu sest um borgina og
með degi hverjum þrengdi meira og
meira að oss. — Stjórnin hafði látið
flytja alla óverkfæra menn burtu úr
borginni og fullvissaði oss um, að vel
væri sjeð íyrir oss hinum. í fyrstu
höfðum vjer naut^kjöt á borðum, svo
hrossakjöt, en mig hryllir við að segja
frá fæðu vorri, þegar sex fyrstu vik-
urnar voru liðnar. Auk þess var vet-
urinn einhver hinn harðasti á allri
öldinni Signa lá undir fsþilju og menn
óku þungum flutningavögnum eftir
Bologneskógarvatninu. Óvinirnir höfðu
búið vel um sig í sumarbústöðum vor-
um kringum borgina og feldu trjen í
lystigörðunum umhverfis, höfðu þeir
þau fyrir eldsneyti. í herbúðunum
brendu þeir flygelum og öðrum dýr-
ustu húsgögnum vorum. En vjer sjálí-
ir hölðum enga skóga, og vjer gátum
ekki tekið forte pfanóin með jafnglöðu
geði sundur í eldsneyti sem óvinir
vorir. Eldsneytisskorturinn varð oss
nálega enn tilfinnanlegri en hungrið.
— Öll kol og alt timburkyns keyptu
guðmennirnir ofurverði. Og ekki ein-
-••••• • • •
• ••••• • ♦ •-• ♦ •
Erlendar símfrjettir.
Opinber tilkynning frá bresku utanrikisstjórninni
í London.
London 17. des.
Sir John French hefir verið leystur frá yfirhershöfðingjastarfinu
í Frakklandi, en um leið gerður yfirhershöfðingi breska hersins
heima fyrir, og fengið aðalsmannsnafnbót. í hans stað hefir Dou-
glas Haig, hershöfðingi í Belgíu, verið skipaður yfirhershöfðingi
í Frakklandi.
London 21. des.
Bandamenn yfirgefa vígstöðvarnar á Gallipoliskaga.
EINKASKEYTI íil Morgunblaðsins frá
Khöfn 19. des
•
Ekkert markvert hefir skeð á vígstöðvunum síðustu dagana.
Bandamenn hafa hörfað norðan úr Serbíu inn yfir landamæri
Grikklands, og búlgarski herinn hefir staðnæmst rjett við landa-
mærin.
Khöfn 20. des.
Belgiska skotfæraverksmiðjan í Le Haire hefir verið sprengd í
loft upp.
Pjóðverjar hafa handtekið helming Serbahers.
Rúmenar leyfa miðveldunum að fara með her yfir landið,
Breskir kafbátar hafa sökt pýska beitiskipinu Bremen og pýsk-
um tundurbát í Eystrasalti.
(Morgunbl. í Rvík.)
ungis fátæklingar, heldur og efnafólk,
vissi engin ráð til að bæta úr neyð-
inni. Öreigalýðnum hepnaðist að vísu
vonum framar að halda á sjer hita.
Brennivínsbyrgðirnar voru ótæmandi
og því miður hið eina, sem vjer vor-
um byrgir af, árum saman. Verka-
mönnum í Parísarborg þykir »eitt
staup« á við eldsneyti. En hvað áttu
konur vorar og börn til bragðs að
taka ?
Vjer karlmennirnir áttum að tiltölu
góða daga. Vjer vorum allir hermenn.
Og allan daginn vorum vjer ýmist
við akstur og vopnaæfingar innan
borgar eða við gröft og byggingar á
útvirkjunum. Og við það er hægt að
halda á sér hita.
En þegar vjer komum heim á kveld-
in, var stofan köld og óvistleg eins-
og líkhús, arininn kaldur, börnin sam-
an hnipruð undir rúmábreiðum, og
konan í kápu og vafin í klúlum. Vjer
tókum f kaldar hendur og kystum
kaldar varir, er höfðu gleymt að brosa.
Svo kom jólahátfðin. Sagði jeg há-
tið? Neyðin og eymdin voru þá kom-
in á hæsta stig. Vjer höfðum daglega
horft á svo mikið blóð, að vjer tók-
um ekki eftir rauða merkinu, sem var
f almanakinu við hátíðardaginn. Vesa-
lings börnin! Umsátin svifti jafnvel
þau hinni hreinu saklausu gleði. Það
árið fengu þau engin jól. í fyrstu
desembervikunni spurði Lovísa litla
mig, hvort vondu Prússarnir mundu
ekki vilja hleypa honum »Nikulási« *
* »Nikulás« er franskur jólasveinn,
sem er á ferðinni fyrir jólin, og
laumar öllum jólagjöfunum inn að
rúmi barnanna, þegar þau eru í
svefni. Samskonar jólasveinn nefnist
St. Georg á Englandi, en Kláus í
Bandaríkjunum. þýfi.
inn í borgina. Og nokkrum dögum
fyrir jól spurði hún mig aftur, hvort
þeir ætluðu ekki einu sinni að lofa
jólabarninu Jesú Kristi að koma inn
til þeirra. Jeg svaraði í bæði skiftin,
að jeg væri hræddur um, að í þetta
sinn mundi hvorki Nikulás nje sjálft
Jesúbarnið fá inngöngu í gegnum fylk-
ingarnar. En að ári mundi börnun-
um verða bætt upp ríkulega.
Lovfsu litlu lá við gráti. En hvor-
ugu okkar hjóna var mögulegt að búa
barni okkar jólabátíð.
Og Lovísa átti ekki gott með að
njóta þeirrar hátíðar. Hún hafði verið
lasin allan veturinn. Og einmitt á
jólakvöldið kom sjúkleiki hennar í-
skyggilega í Ijós. Lovfsa hafði fengið
krampakend hóstaköst og mikinn sótt-
hita. Við komum henni í rúmið og
sóttum húslækninn samstundis. Lækn-
irinn kom. Við heilsuðumst hljóðlega
og hann gekk að hinum litla sjúkra-
beði. — Kona mfn og jeg aðgættum
hvert svipbrigði á andliti læknisins,
með ákafri geðshræringu, og drógum
naumast andann.
Læknirinn var gamall og kær vin-
ur okkar og Lovfsa var vön að leika
sjer við hann. Nú þekti hún hann
ekki, og bandaði honum með hönd-
unum burtufrá sjer, er hann strauk hárið
af glóheitu enni hennar og tók á lffæð-
inni. — »Jeg var víst ekki mjög lengi.
En þið vitið — þessir særðu menn,
öll sjúkrahús full og meira en það,«
sagði hann í afsökunarróm, meðan
hann skoðaði barnið.
Ó-já, já, en hvað haldið þjer um
Lovísu litlu?
Læknirinn reyndi að brosa. »Það
væri ekki erfitt að gefa ráð,« sagði
hann. »Lovfsa hefir lagt mikið af síð-
Bn jeg sá hana síðast. Það þarf að