Íslendingur - 24.12.1915, Qupperneq 4
152
ISLENDINOUR
38. tbl.
Siðustu erlendar símfrjettir.
EINKASKEYTI til Morgunblaðsins frá
Khöfti 20. des.
Svör Austurríkismanna í Angola-málinu eru álitin ófullnægjandi
í Bandaríkjunum.
Khöfn 22. des
Búlgarar hafa staðnæmst á landamærum Grikklands, en ekki
haldið inn í landið.
(Morgunbl. í Rvík.)
Angola-málið er risið út af skipi, er Austurríkismenn söktu fyrir Ame-
ríkumönnum.
grundvallast á þessari jörð, auðlegð og
erfiði ná sáttum, úlfurinn og lambið sam-
an búa, allir kynflokkar renna saman,
mannkynið tala og rita eitt allsherjarmál,
og þjóðirnar hætta að elska einungis
ættjörð sína, heldur skoða allan heiminn
sem allra fósturland.*
Eftir AIi liggja ótal rit og »töflur«, sem
enn eru flest í fórum óvina trúar hans,
því þótt þessi helgi maður væri ágætlega
mentur, stóð hsnn ver að vígi en Tol-
stoj, því hann var austurlenskur og oft-
ast fahgi þeirra drotna, sem af auðskilj-
anlegum ástæðum þorðu ekki að aðhyll-
ast -vo róttækar kenningar — fremur
en Rússar gagnvart Tolstoj.
Ali gerði engin kraftaverk, en svo for-
spár var hann, að hann þótti fyrir sjá
örlög hvers manns, er hann vildi, og
eru spádómar hans nm afdrif konunga og
stjórnarstórræða alkunnir; þannig sá hann
fyrir örlög Napoleons þriðja, ófarir Frakka,
og örlög Tyrkja, sem nú eru fram komin
o. m. fl. En þótt hvorki kristnír kenni-
menn eðá austurlenskir þyrðu að fylgja
honum, er mælt að ótalmargir hinir vitr-
ustu skoði hann sem guðmann og skoði
kenningar hans sem ljós komandi tíma.
>Sá dagur kemur,« segir Brown prófessor,
>að fánar allra trúarbragða hnegja sig fyr-
ir hans, og jólasöngurinn frá fæðingujesú
verður sunginn nieð nýjum fögnuði og ei-
lífum trúarkrafti.
M, /•
Jólablað
hefir fjelagið »Stjarnan í Austri* gefið
út í Reykjavík. Ekki eru oss vit-
anlega komin hingað til bæjarins nema
2 eintök af því, en kemur að öllum
lfkindum til bóksala nú með Mjölni.
Ritstjóri blaðsins og ábyrgðarmaður
er Guðmundur Guðmundsson skáld,
sem er fulltrúi fjelagsins hjer á landi.
Blað þetta er með myndum og hið
vandaðasta að öllum frágangi. Flytur
það hvert kvæðið öðru fegurra eftir
Guðm. Guðmundsson, þar á meðal
kvæði það, sem birtist hjer fremst f
blaðinu f dag. Löng og snildarvel
skrifuð ritgerð er þar eftir Jón Jóns-
son sagnfræðing, um Annie Besant,
forseta guðspekisfjelagsins, og flytur
blaðið mynd af henni. Ennfremur
eru, auk ýmislegs fleira, tvær ágætar
þýddar greinar, önnur um framtíðar-
hugsjónir trúarbragðanna, en hin um
hið ónotaða, eða lítt notaða afl, sem
hver maf ir hefir yfir að ráða, þar
sem hugsanir hans eru.
Hjer er því miður ekki rúm til að
fara ýtarlega út í, hver er aðalboð-
skapur >Jólablaðs« þessa, og fjelags
þess, sem gefur það út, .en þeir, sem
vilja kynnast þessari merkilegu hreyf-
ingu, sem á 4 árum hefir breiðst yfir
svo að segja öll lönd jarðarinnar, ættu
að kaup.i blaðið og lesa það vandlega.
Messur um jólin.
Akureyri. Aðfangad. jóla kl. 6 sfðd.
— I. jóladag — I2áhád.
— 2. — — 12 —
Miklar birgðir
af dömuhöttum og húfunj, sömu-
leiðis höfuðfötum handa börnum,
alt eftir nýjustu tísku, komu nú
með Mjölni í
VERZLUNINA
»Baldursbrá«,
Lækjargötu 3.
Anna Magnúsdóttir.
Nýprentuð
bex sönglög
eftir Friðrik Bjarnason.
Fæst hjá bóksölum.
Mjólkl - Miólk!
Nýmjólk fæst keypt kvölds
og morguns hjá
Sig. Fanndal.
Þakkarávarp.
Þegar jeg seint í fyrra mánuði varð
fyrir því sviplega og sorglega reiðarslagi
að maðurinn minn druknaði hjer við
Torfunefsbryggjuna, urðu fjölda margir tii
þess að rjetta mjer hjálparhönd og gefa
mjer stórgjafir, bæði Verkamannafjelagið
og margir aðrir æðri og lægri borgarar
þessa bæjar.
Öllum þeim nær og fjær, sem á einn
eða annan hátt hafa sýnt mjer hjálp og
hluttekningu í hinum sára missi mínum,
bið jeg af hjarta Himnaföðurinn, sem
stjórnar lífskiörum allra, að umbuna af
ríkdómi sinnar náðar, og gleðja þá og
hugga, hvenær sem þeim ber eifthvert
andstreymi að höndum.
Oddeyri 20. desember 1015.
Fanney Tryggvadóttir.
____________•____
Tveir böglar,
annar með taui og hinn með sápu,
hafa gleymst í kókabúð Kr. Guðmunds-
sonar Akureyri. Þeir, sem eiga bögla
þessa, eru beðnir að vitja þeirra þang-
að sem íyrst og borga auglýsingu
þessa.
Klæðaverksmiðjan
,G E F J U N'
lokar sKrifstofu sinni
vegna vörukönnunar frá 24. desember til 3.
janúar næstkomandi að báðum dögum með-
töldum.
Akureyri 20. desetnber 1915.
A. I. Bei telsen.
Auglýsing.
Tilboð óskast um flutning á 100 til 150 hest-
burðum af skógvið úr Vaglaskógi til Akureyrar
í vetur. Viðurinn er bundinn með vír í hæfileg-
ar klyfjar á hentugum stað í skóginum. Tilboð
verða að vera komin til einhvers af okkur und-
irrituðum fyrir 15. janúar 1916.
í nefnd úr bæjarstjórn Akureyrar 20/12 '15.
Erlingur Friðjónsson. Bjarni Einatsson.
Porkell Porkelsson.
‘Vesta‘-motorinn
er viðurkendur að vera bestur allra motora í skip og fiskibáta. Hann gengur næit
Dieselmotorum í eldsneytissparnaði o. fl.
Hefur patent glóðarhöfuð, sem
<$ls^ getur alfs ekki sprungið.
Heldur sjer hreinum þó brent sje jarðolíu.
Er sjerlega endingargóður og sterkbygður með góðum legum.
Hann gengur jafn rólega og áreiðanlega hvort heldur hann gefur fullan — hálfan —
eða engan kraft.
Lárus J. Rist, Ráðhússtig 4,
gefur upplýsingar og tekur á móti pöntunum fyrir mína hönd.
jón S. Esphólin.
Umboðsmaður fyrir „Vesta" á Islandi.
Aðalumboðsmenn á íslandi:
NATHAN & OLSEN,
Reykjavík — Akureyri.
Pantið
ÞAÐ!
Besta
0LIÐ!
Prentsmiðja Odds Björnssonar.