Íslendingur


Íslendingur - 28.01.1916, Qupperneq 4

Íslendingur - 28.01.1916, Qupperneq 4
16 ISLENDINOUR 4. tbl. Utgeiðaimenn! Frá verkstæði mínu fást nokkrar mótorvjelar, lítið brúkaðar og í góðu lagi. Stærð vélanna er: 8, 10 og 12 hesta kraftur. Verðið óheyrilega lágt. Semjið við Th. Thomsens smíða- og maskínuverkstæði og málmsteypu, Vestmannaeyjum, ísland. Úr brjefi. Benjamfn Franklín skrifaði, eitt sinn, ungum vini sfnum á þessa leið: Mannvit og þekking er alls ekki einhlít til að gera úr okkur duglega starfsmenn. Þess vegna ætla jeg nú, ungi vinur, að gefa þjer nokkur holl ráð, sem þjer eldri og reyndari mað- ur. Jeg veit af eigin reynd að þau verða þjer að gagni, ef þú ferð eftir þeim. Taktu því eftir og hugfestu þjer þessi orð. Leiðin, til að komast áfram í heim- inum, er alls ekki svo örðug fyrir þann, sem hefir þrótt og vilja. Það eru tvær vörður á þessari leið, sem bera hærra en annan vegvísir. Þess- ar vörður eru dugnaður og sparsemi. Eyddu því hvorki tíma nje fje að ó- þörfu, heldur notaðu hvortveggja sem best. Þjer mun heppnast fátt nema að þú ieggir krafta þfna f verkið. Safn- aðu saman öllu því fje, sem þú hef- ir umfram nauðsynlegan eyðslueyri. Og þessir fjármunir munu hjálpa þjer til að gera stórvirki. Þú átt að bera rjettmæta virðingu fyrir fjármunum, og gefa nákvæmar gætur að öllu því, sem skaðar eða bætir efnahag þinn. Minstu þess að sex mánaða gjald- frestur veitir þjer skamman frið, en starfsemi og ráðdeild tryggir þitt eig- ið sjálfstæði betur en nokkuð annað. Þú mátt aldrei eyða af svefntfma nje starfstíma þfnum til samdrykkju nje til heimsókna, ekki sfst ef þú veist fyrirfram að kynningin við mennina þar er lflils eða einkis virði. Láttu iðnina standa við hlið þjer sem verndar-gyðju frá því árla á morgn- ana og þar til á kveldin. Minstu þess að iðjuleysið er hið rjettnefnda mann- fjelagsryð. Þú átt að; skoða ráðvendnina og siðlegan hreinleika sem andrúmsloft sálar þinnar. Gætir þú alls þessa þá muntu, með tfmanum, fá náð þvf takmarki, sem kallast tfmanleg gæfa. Þá mun and- legt og fjárhagslegt sjálfstæði verða skjöldur þinn og sverð, þín brynja og kóróna. Ef þjer finst að þinn gamli vinur hafa hjer rjett fyrir sjer, þá hafðu það hugfast að breyta eftir þessu. þig mun aldrei iðra þess. Þýtt. George H. F. Schrader aldraður maður frá Bandaríkjunum í Ameríku fjell útbyrðis af skipi norðaustur af Islandi 15. nóv. f. á. — Háum verðlaunum er heitið hverjum þeim, er finna kann sjórekið lík hans eða leyfar þess. Hver sá, er finna kann sjórekið lík, sem nokkur líkindi eru til að geti verið lík hans, er beðinn að gjöra það sem hægt er til að verja það frekari skemdum og senda hraðboða til næstu símastöðvar til að tilkynna mjer það. All- an kostnað greiðir undirritaður. Bæjarfógeti Akureyrar 27. jan. 1Q16. / ____ Páll Einarsson.____________ Önnur Xlúbbskemtun verður haldin næstkomandi sunnudag 30. þ. m. og hefstpd. 7fsíðdegis. Hólm aJeiga. Föstudaginn þ. 4. febr. næstkomandi kl. 1 e. h. verður opinbert uppboð haldið á skrifstofu bæjarfógeta á ráðhúsinu og verða þá hólmar og fleiri slægjulönd úr Eyrarlandi, Kjarna og Naust- um seld hæstbjóðanda á leigu til slægna um næstu 2 ár. Skilmálar birtir á uppboðinu. Bæjarfógeti Akureyrar 27. jan. 1916. Páll Pinaisson. 3S nógan tfma. Má jeg ekki kynna fyrir þjer nokkra af gestunum ?« Sá, sem mjer þótti mest um vert af gestunum, var úngur maður, sem lengi var búinn að horfa á mig forvitnislega. Hann var beinvaxinn og vel limaður og bar sig mjög prúðmannlega. Eftir hári hans að dæma, sem var svart og afarmikið, og eftir dulleika hans og fyrirmannlegu fasi gagnvart hinum gestunum, hjelt jeg að hann væri einhver listamaður, málari, skáld eða söngmaður. Jeg leit spyrjandi á frænda minn, sem óð- ara kynti mjer mann. þennan, að nafni Angeló Vasari. »Pað er maður, sem þú átt töluvert að þakka,« sagði frændi minn. »Er það satt,« sagði jeg, því að jeg hafði aldrei heyrt hans getið. »Slíka skuld er jeg fús að borga, bara ef jeg vissi hvernig jeg er- kominn í skuld við herra Vasari.« »Daphne sendi þjer á dögunum mynd af George.* »Já, það gerði hún.« »Herra Vasari hefir málað hana.« »Einmitt það,« sagði jeg og tók í hönd hans. »Jeg má þá víst óska yður til hamingju um leið ög jeg þakka yður? Þjer eruð víst listamaður? Myndin er listaverk. Jeg sá það um seinan, að það var heimsku- legt að spyrja hann að þessu og segja um leið að myndin væri listaverk; en hann virtist ekki taka eftir þessari fljótfærni minni. »Listamaður? Fyrirgefið, nei, það er jeg ekki, en jeg vonast til að verða það.« 39 »Það eruð þjer orðinn,* sagði frændi minn vingjarn- lega. »Ekkert annað málverk jafnaðist á við málverk yðar á listaskólanum síðastliðið ár.« »Ekki hljóðaði nú dómurinn svo,« svaraði hann þunglega. »„Nil desperandum“,« sagði frændi minn ánægður. »Pjer segið ekki .þetta í næsta skifti. Hver mikill mað- ur hefir heiminn á móti sjer í fyrstunni. »Satt er það,« svaraði Vasari hugsandi. »Enginn verður mikill án sorgar, auðmýktar og erfið- is. Dante komst heldur ekki inn til Paradísar, fyr en hann var búinn að fara í gegn um hreinsunareldinn og helvíti,* Hann hafði mjög falleg augu og jeg tók eptir því, að þegar fjör kom í þau, leiftruðu þau eins og stjörn- ur. Margar af stúlkunum, sem voru í samkvæminu, horfðu á hann með aðdáun, og jeg er ekki í efa um það, að þessi þunglyndislegu ummæli hans um frægð og framtíð og svo andlitsfegurð hans, sem skaraði svo mjög fram úr annara, gerði hann að dýrðling í aug- um þeirra. Mjer fanst líka mikið til um hann, en um leið fann jeg til einskonar óbeitar á honum. Pegar jeg hafði tekið í hönd ýmissa gesta og talað nokkur kurt- eisleg orð, eftir venjum og reglum, við þá, gekk jeg samt sem áður að legubekk nokkrum, sem Vasari sat á og skemti þeim, sem f kring um hann höfðu safnast, með því að sýna þeim uppdráttabók sína. «Nei; þarna er þá herra Willard,« sagði hann og ieit á mig. »Máski honum þyki gaman að sjá þessa Chr. Möller frá Siglufirði kom hingað með »Goða- foss«. Ætlar hann að dvelja hjer um hríð og syngja ef til vill. „Windy“ mótorskúta Jóhanns Havsteens & Co. fer í dag beina leið til Reykja- vlkur. Á hún að stunda fiskiveiðar við Suðurland f vetur. Skipstjóri er Jón Björnsson. Þakklœti. Innilegt þakklseti vottum við öllum þéim, nær og fjær, sem sýndu okkur hluttekningu við fráfall og jarðarför okkar hjartkæra sonar, stjúpsonar og fósturbróður, Júlíusar Kristjánssonar. Sjerstaklega þökkum við þeim systkynunum á Brunná Árna Jóhann- essyni og Hólmfríði, hversu vel þau reynd- ust hinum látna á hans síðustu stundu. Akureyri 27. jan, 1916. Guðtún Stefánsdóttir. Sigurður Sivurðsson. Kristjana Sigurðardóttir. Herbergi l eða 2 verða til leigu frá 14. m*í næstkomandi. Upplýsingar hjá Guð- birni Björnssyni í Good-Templara- húsinu. 111 11 .................. Prentsmiðja Odds Björnssonar.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.