Íslendingur


Íslendingur - 06.10.1916, Blaðsíða 1

Íslendingur - 06.10.1916, Blaðsíða 1
ISLENDINGUR. • ••••-••••'•••H>- •-•-• •••-•-• -•-•-•-•-•'••••-•-•-•-•- Ritstjórar: Ingimar Eydal og Sig. Einarssoi). — Akureyri, föstudaginn 6. október 1916. ••••••••••••••••^•^ • •••_•_•• •^••-•••••••••••••-••- I 41. tbl. 2. árg. Bókasafnið, opið þriðjudaga, fimtudaga Iaugardaga 5—8, sunnudaga 4—8. Bæjarfógetaskrifstofan opin virka daga 10—2 og 4—7. Bæjargjaldkeraskrifstofan opin virka daga 6—7, nema laugardaga 6—8. fslandsbankinn opinn virka daga 11—2. Landsbankinn — — — 11—2. Landssíminn opinn daglangt (8—9) virka daga, helga daga 10—12 og 4—7. Pósthúsið opið virka daga 9—2 og 4—7, sunnudaga 10—11. »Islendingur« kemur út einu sinni í viku. Árgangurinn kostar 3 krónur er borgist fyrir 1. júlí. — Upp- sögn (skrifleg) bundin við áramót, er ógild nema komin sje til annars hvors ritstjórans fyrir 1. okt., og sjé kaup- andi skuldlaus við blaðið. Afgreiðslumaður blaðsins er hr. Hall- grímur Valdemarsson, Spítalaveg 19. Nærsveitamenn eru beðnir að vitja blaðsins í Kaupfjelagsverslun Eyfirð- inga. Ættingjum og vinum jjœr og nœr tilkynnist að fað- ir okkar og tengdajaðir, Vig- fús Sigjússon, hóteleigandi, andaðist 1. þ. m. og er á- kveðið að jatðarför hans jari jram frá heimili hans mánu- daginn 16. þ. m. og hefjist kl. 12 árdegis. Akureyri 6. okt. 1916. Valgerður Vigfúsdóttir. Maren Gunnarsson. Einar Gunnarsson. Þingkosningar í Skagafirði. Nú eru tímamót í íslenskum stjórn- málum. Það er því erfiðara nú en áð- ur fyrir kjósendur að taka afstöðu við kosningar þær, er fram fara á þessu ári. Úeilumálin, sem skift hafa flokk- um að undanförnu, hafa þokað til hliðar, en önnur ný eru að setjast í öndvegið. Um þessi mál, — innan- landsmálin —, vilja svo flestir hugs- andi menn ( landinu láta kjósendur skipa sjer og telja sig þá auðvitað ekki bundna flokkum, sem eingöngu hafa staðið að málum, sem þegar eru úr sögunni, a. m. k. íyrst um sinn. En á þessu er almenningur ekki búinn að átta sig til fulls enn, sem varla er við að búast, og er því hætt við að margir leiðist til þess að fylgja hinum eldri flokkum af gömlum vana, þó vitanlegt sje að tilvera gömlu að- alflokkanna, Heimastjórnar- og Sjálf- stæðisflokksins, sje með öllu vonlaus á þeim grundvelli, sem þeir hafa stað- ið að undaníörnu, og virðast ætla sjer að standa framvegis. Fylgi kjósenda við bændaflokkslist- ana og verkmannalistann, nú við land- kjörið, er ljós vottur þess, að fjöldi þeirra hefir þó skilið stefnubreyting- una, fer þeim vonandi daglega fjölg- andi, sem hrista af sjer gömlu flokks- viðjarnar. Ætti þessi riðlun flokkanna að hafa það gott í för með sjer, að frambjóðendur yrðu nú, frekar en áð- ur, látnir njóta mannkosta sinna og dugnaðar, og þeir einir kosnir á þing, sem treystandi er til að vinna muni með einbeittni og trúmensku að fram- förum lands og þjóðar. — Svo hefir það ekki ætíð verið um þingkosning- ar að undanförnu, oftast meira ráðið flokksfylgi en verðleikar hverjir fram- bjóðendur hafa náð kosningu. Ólíklegt þykir mjer að mörgum orð- um þurfi að eyða um kosningar þær, er fram eiga að fara f Skagafirði 1. vetrardag. Hinir gömlu og góðkunnu þingmenn kjördæmisins hafa um langt skeið sýnt með störfum sínum heima í hjeraði og á þingi, að þeir eru flestum þingmönnum færari til þing- starfa. Hefir Alþingi oft sýnt að það kann að meta hæfileika þeirra, t. d. var Ólafur Briem kosinn í milliþinga- nefnd í skattamálum 1907 og Jósep Björnsson formaður milliþinganefndar þeirrar, er kosin var í launamálin á sfðasta þingi, svo aðeins sjeu nefnd tvö dæmi. Stefnuskrá Bændaflokksins, sem þeir J. B. og Ó. Br. teljast báðir til, afl- aði bæði þingmönnunum og flokknum vinsælda og fylgis; kom það best í Ijós á fundum þeim, sem haldnir voru í sýslunni í tilefni af landkjörinu. Þeir sem áður stóðu á öndverðum meið f þjóðmálum tóku þar höndum saman til stuðnings Bændaflokknum. Verður ekki af því annað ráðið en kosning sje þeim Ólafi Briem og Jósep Björns- syni vissari nú en nokkru sinni áður. En þrátt fyrir þetta er sýslumaður okkar, Magnús Guðmundsson, kominn fram á sjónarsviðið og hygst að ná þingmensku hjer í kjördæminu og í fylgd með honum er Árnór prestur í Hvammi, líklega þó meira til gamans en gagns. Einhverjir miður fyrirhyggjusamir góðvinir sýslumanns hafa komið hon- um út í þessa ófæru. Hafa sendlar þeirra verið á ferð í öllum hreppum sýslunnar sfðan á miðju sumri að smala atkvæðum handa sýslumanni. Segja þó kunnugir menn að eftirtekj- an hafi orðið lftil, jafnvel á meðan ó- víst var um, hvort Jósep yrði land- kjörinn og enginn var ákvarðaður í hans stað. Hefir þvf þó verið haldið óspart að mönnum, sem meðmælum með sýslumanni, að hann hefir reynst iðinn starfsmaður og sæmilega vinsæll síðan hann tók við sýslumannsem- bættinu, m. ö. o.: gert skyldu sína sem embættismaður. Fæ jeg ekki sjeð að Skagfirðingar standi í neinni skuld við hann fyrir það. Um hjeraðsmál hefir sýslumaður lít- ið fjallað og liggja engin afrek eftir hann á þvf sviði. Hafði hann þó gott færi á að gera hjeraðsbúum verulegt gagn, þegar harðindin þrengdu mest að í fyrravetur. Þá láu hjer á Sauð- árkróki á annað hundrað smálestir af f f f f 20. nóvember til desember- loka verð jeg ekki heima. Friðjói) Jenssoij. Ensku-docent til háskólans. VII. ÞaðsemStandard sagðium myndina. Harvard-háskólinn, helsti háskóli Bandaríkjanna, og annar háskóli sam- Iendur, hafa boðið háskólaráðinu að senda hingað á sinn kostnað kennara f ensku og enskum bókmentum, ef háskóli vor óski þess. Þessu veglega boði hefir háskóla- ráðið tekið, og mun þv( sennilega næsta ár bætast enn við tungumála- kennari við háskólann. Eftir stríðið má þá gera ráð fyrir að ágætir kennarar verði við háskól- ann f norrænum, enskum, frönskum o þýskum fræðum, auk grísku-docents- ins, og verður þá hægt að útskrifa tungumálakandidata hjer við háskól- ann, f lfkum mæli og við flesta er- lenda háskóla. (>IsafoId<.) Við fórum ekki strax heim, heldur skoðuðum við okkur um í Rívólí. Menn tóku hvervetna eftir Daphne vegna Maríumyndarinnar í kirkjunni. Hún var gröm yfir því, að fólk skyldi glápa á hana og þó einkum yf- ir þeim athugasemdum sumra, að hún væri tilvonandi brúður málarans. Jeg var ánægður með sjálfum mjer yfir þessu, því að jeg vissi, að því fremur, sem Daphne gramdist þetta, því færri tækifæri hafði málarinn til að láta henni ást sína í ljósi. Menn geta líka ímyndað sjer að jeg ljet ekki við svo búið standa, heldur reyndi sem mest að spilla fyrir sambiðli mínum í fjarveru hans. Um kveldið, þegar bjarminn sló róslituðum blæ í himin- hvolfið og klukknahljóðið hljómaði úr kirkjuturninum, hjeldum við Daphne heim. Frændi minn lofaði að koma á eftir, þóttist nefnilega þurfa að bíða eftir póst- vagninum frá Campó, sem er næsti bær við Rívólí, eftir brjefum og blöðum, en notaði auðvitað tækifærið til þess að tala við kirkjuþjóninn, 101 , »Bíðið við,« sagði jeg um leið og hann ætlaði út. »Spyrðu hann, frændi, hvort þeir hafi talað nokkuð, sem hann hafi heyrt.« Frændi minn gerði það og Paoló svaraði: »Um leið og jeg fór fram hjá dyrunum heyrði jeg að faðir Ignatíus sagði: ,Hvenær var það?‘ Þá gegndi hinn: ,Síðasta aðfangadagskvöld jóla,‘ og svo heýrði jeg ekki meira, enda nenti jeg ekki að vera að standa á hleri. Faðir Ignatíus þagnaði líka, þegar hann heyrði til mín og skipaði rnjer með þrumurödd að brenna Maríumynd Angelós. — En þarna stendur djákninn Serafínó og horfir á mig, hann spyr mig sjálfsagt hver hafi gefið mjer þessa peninga.« Svo hjelt Paoló áfram með starf sitt og ljet aftur hurðina. Frændi minn varð altaf alvarlegri á svip. »Heyrðirðu hvað hann sagði. Frank? Síðasta að- fangadagskvöld.* »Já, jeg heyrði það, frændi,« »Gamli maðurinn stendur eitthvað í sambandi við George.« »Já, það hefi jeg altaf haldið,« svaraði jeg. »Pú sagðir að presturinn hefði stokkið upp, þegar hann heyrði skriftir gamla mannsins.* »Já, og auðsjáanlega með viðbjóði og skelfingu. Hafi jeg nokkurt vit á svipbrigðum, þá var það svo.« »Hvað ætli hafi vakið viðbjóði prestsins? Einhver glæpur, sem gamli maðurinn hefir sagt honum frá, sem hann eða einhver annar hefir drýgt?«

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.