Íslendingur


Íslendingur - 06.10.1916, Blaðsíða 2

Íslendingur - 06.10.1916, Blaðsíða 2
162 ISLENDIKOUR 41. tbl. matvöru, sem landssjóður átti. Sýslu- maður sá auðvitað um sölu varanna. Með röggsemd og dugnaði var hon- um í lófa lagið að sjá um að sveit- arfjelögin fengju vöruna til útbýtingar milliliðalaust, jafnvel þó sveiiarstjórn- irnar hefóu ekki farið fram á það að fyrra bragði. Með aðstoð tilheyrandi stjórnarvalda (sýslumanns og stjórnar- ráðs) fengu svo kaupmenn vöruna og græddu þeir drjúgan skilding á að afhenda hana bændum, sem voru neyddir til að kaupa mat hvað sem hann kostaði til að bjarga skepnum sínum frá horfelli. — Altalað var hjer einnig, að sýslumaður hafi neitað for- manni kaupfjelagsins um áðstoð sína til að ná kaupum á vörunni handa fjelaginu. Engum stóð nær en sýslu- manni að sjá um að bjeraðsbúar fengju að njóta hagnaðarins af þessum vöru- kaupum, þegar mest lá við. Það van- rækti hann og á skilið ámæli fyrir; og þó hann með því hafi ekki van- rækt skyldu sína sem embættismaður, — það gelur þó orkað tvímælis —, þá finst mjer því varlega treystandi að hann reynist hjeraðinu atorkumik- ill og duglegur þingmaður. Um flokksafstöðu sýslumanns er ekki fullkunnugt. Hann hefir verið talinn Heimastjórnarmaður og fylgjandi nú- verandi stjórn, sjálfur mun hann telja sig utan flokka, en helst fær hann stuðning hjá gömlum Heimastjórnar- mönnum. Þvf hefir oft verið haldið fram, að affarasælast fyrir bændur væri að kjósa stjettarbræður sína á þing. Fyrsta vetrardag eiga Skagfirðingar að skera úr, hvorum þeir treysta betur að vinna að framgangi áhugamála sinna, bænd- um eða embættismönnum. > A næstu þingum verða rædd og ráðin til lykta ýms stórmæli, sem beinlínis snerta atvinnu og annan hag i 102 • •••••••••••• •• ••••••••••• •••••-' Erlendar símfrjeftir Einkaskeyti til Morgunblaðsins. Khöfn 26. sept. Stjórnarbylting í Grikklandi. Konungurinn er í Tatoi-höll og lætur víggirða hana. Franskir flugmenn hafa varpað sprengikúlum á verksmiðjur Krupps. Austurríkismenn hafa rekið ítali frá Monte Cimone. Kliöfn 2. okt. »Bremen« er ekki komin fram ennþá. Hefir sennilega farist. Miðríkjaherinn hefir unnið sigur á Rúmenum hjá Hermannstad. I. C. Christensen, Rottböll og Stauning hafa tekið sæti í dönsku stjórninni og sitja á öllum fundum hennar. Nefnd hefir verið sett til þess að íhuga sölu Vesturheimseyjanna. Neergaard er formaður nefndarinnar. Khöjn 3. okt. Hin ákafa sókn bandamanna hjá Somme heldur áfram. Bretar og Serbar hafa tekið Hajmakcalan og sækja fram til Struma. Ríkisþingið danska var sett í gær. (Eftir »Morgunblaðinu« i Reykjavík.) SÍÐUSTU FRjETT/R. Bandamenn skutu 2 loftför niður síðastliðinn mikvikudag á vesturvígstöðvunum. Síðustu 14 daga hafa Frakkar handtekið 10,000 Þjóðverja. Pjóðverjar gerðu áhlaup á stöðvar Rússa fyrir vestan Riga, en það mishepnaðist algerlega. Nýlega fanst skipsbátur rekinn við Portland, Maine. Á bátn- um stóð nafnið »Bremen« Wilhelmshafen. Hann er mjög ný- legur og getur ekki hafa verið mjög lengi í sjó. Líklega er bátur þessi frá kafkaupfarinu »Bremen«. allra framleiðenda í landinu. ( Hvorum treystið þjer betur til að fjalla um þau. mál, sýslumanni og presti eða bændum ? A næsta þingi verður launamál- in U ráðið til lykta, ef að líkindum lætur. Hvorum treystið þjer betur til þess, embættismönnunum Arnóri Arna- syni og Magnúsi Guðmundssyni eða bændunum Jósep Björnssyni og Ólafi Briem ? " • Því eigið þjer að svara 21. októ- ber og vonandi verður svarið ein- dregið. Skagfirðingur. Svartir kettir. Frá því segir í Vatnsdæla sögu, að Þóróllur sleggja átti tuttugu ketti svarta, er hann vænti sjer trausts aí og tryldi og magnaði gegn óvinum sínum. Voru kettir þessir illir viður- eignar, svo að mönnum stóð stuggur af. Þó báru Ingimundarsynir gæfu til að yfirstfga Þórólf, án þess að kett- irnir næðu að gera þeim mein. Einar á Stokkahlöðum hefir nú magnað svarta Heimastjórnarketti og otar þeim fram í síðasta tbl. »NI.« Eru þeir »stórum illilegir með emj- um ok augnaskotum« eins og sagt er um ketti Þórólfs sleggju. Beinir Einar köttum sínum að Kaupfjelagi Eyfirðinga, en þó einkum að nafna sfnum á Eyrarlandi, sem nú er einn af þingframbjóðendum hjer í Eyja- firði. Er auðsjáanlega til þess ætlast að kettir þessir endist Einari á Eyr- arlandi til bana sem þingmannsefni við næstu kosningar. Ættu nú ey- firskir kjósendur að minnast ráða Þor- steins Ingimundarsonar, er hann var- aði menn sína við köttum Þórólfs sleggju á þessa leið: »Varist þjer köttuna, að þeir hremsi yður eigi.« Kinnarhvolssystur voru leiknar f sjöunda og sfðasta skifti í gærkvöldi fyrir troðfullu húsi. Gullbrúðkaup. I gær var gullbrúðkaupsdagur heið- urshjónanna Henriks og Önnu Schiöth. Hafa þau hjón búið hjer f bæ nærfelt öll þessi 50 hjúskaparár sín og aflað sjer virðingar og óvanalegra vinsælda, enda var þeim og á margan hátt sýnd samhygð á þessum merkisdegi sínum. 103 Hann rendi augunum frá einni myndinni til annarar, eins og hann byggist við svari frá þeim. »Hann hefir varla drýgt glæp sjálfur, til þess er svipur hans altof heiðarlegur.* »Svipurinn er enginn lykill að eðlisfari mannsins, sem megi reiða sig á í hvívetna. Og presturinn Ijet taka málverkið niður jafnskjótt og hann heyrði játningu gamla mannsins. Hvað heldurðu að það eigi að þýða, Frank?« »0, það er ofboð auðskilið,« svaraði jeg. »Prestur- inn hefir sjeð Daphne og þykir svo vanheigun að því, að láta málverkið hanga uppi.« »Getur verið, getur verið,« sagði frændi minn í þungum hugsunum. »En heyrðu, Frank, varaðu þig á að láta Daphne vita nokkuð um þetta. Hún gæti farið að hugsa aftur um George.« »Pú mátt reiða þig á mig,« svaraði jeg. »En reyndu sjálfur að koma ekki upp um þig með þessum þung- lyndissvip, sem á þig er kominn.« »Já, svipur minn er ætíð sem tilfinningar mínar. En hvað á jeg að gera? Daphne hefir altaf horft á okkur og jeg er viss um að hún spyr mig um þetta.« »Jeg hefi sagt henni,* svaraði jeg, »að þú hefðir sjeð gamlan kunningja þinn fara inn í skrúðhúsið. Haltu svo lygasögunni áfram.« »Nú, pabbi,« varð Daphne fyrst til orða. »Hvers- vegna hefirðu altaf staðið þarna við skrúðhúsdyrnar?*. »Hm, jeg þóttist sjá fornkunningja minn fara inn í skrúðhúsið með prestinum, — prófessor Dulasambee — f en mjer skjátlaðist. Jeg gaf kirkjuþjóninum nokkra aura til þess að komast betur að þessu og beið á meðan. Mjer var mátuleg biðin, því að jeg mundi ekki eftir að prófessorinn gengur altaf með blá gleraugu, en þessi var gleraugnalaus. En heyrðu, madonna mín góð,« bætti hann við og tók undir hökuna á dóttur sinni. »Eigum við nú ekki að fara að yfirgefa þetta heilaga hús?« Par eð enginn hafði neitt á móti þessu lögðutn við af stað út. Á neðstu tröppunni stansaði Angeló og mælti: »Jeg sje yður víst ekki aftur í dag, ungfrú Leslie. Jeg hefi önnum að^gegna í kvöld og kveð yður því. En á morgun er stórhátíð hjá okkur hjer í Rívólí. Má jeg vonast eftir að sjá yður við fyrstu tnessu á morgun? Pjer elskið söng og hljóðfæraslátt og það megið þjer reiða yður á að söngurinn er afbragð, tólfti messu- söngur Mozarts.* Daphne brosti, og Iofaði að koraa ef veður leyfði. Þannig endaði fyrsta heimsóknin til kirkjunnar í Rívólí. f Vigfús Sigfússon gestgjafi, eigandi «Hótel Akureyri" hjer í bæ, andaðist að heimili sínu síðastl. ,piánudagsnótt, Pessa merka manns verður nánar getið síðar. ^ ; j? ■ f s i 5 * . j Þingmannaefnin. Nokkrar breytingar hafa orðið á fram- bjóðendalistanum, sem birtur var í slðasta tbl. »ísl « í Árnessýslu hefir Böðvar Magnús- son á Laugarvatni dregið sig til baka og framboð Jóns Jónatanssonar í sömu sýslu dæmist ógilt; hafði hann aðeins haft 12 meðtnælendur, en einn þeirra stóð ekki á kjörskrá. Lögin mæla svo fyrir, að meðmælendur sjeu að minsta kosti 12. í Vestur-fsafjarðarsýslu hefir Hall- dór Stefánsson hjeraðslæknir á Flat- eyri boðið sig fram á síðustu stundu. í Vestur- Skaj/afellssýslu er talið vfst, að Magnús Bjarnarson prófastur muni draga sig til baka til þess að tryggja kosningu Lárusar Heigasonar í Kirkjubæjarklaustri, enda báðirsam- flokksmenn.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.