Íslendingur


Íslendingur - 08.12.1916, Blaðsíða 1

Íslendingur - 08.12.1916, Blaðsíða 1
ISLENDINGUR. #••• 2. m-w-w »-»»» »» •• » • •• •• t t~* • •• »« ......... - - -- -- -- -- -- - - - - ---------------------- árg. ? Ritstjórar: Ingimar Eydal og Sig. Einarssog — Akureyri, föstudaginn 8. desember 1916. J 50. tbl. ♦-♦• •••♦•• Winum og vandamönnum til- ■ kynnist, að jarðarför konunn- ar minnar sálugu, Kristínar M. Benediktsdóttur, fer fram að Ljósavatni hinn 14. þ. m. Húskveðja verður haldin að heimili hennar mánudaginn 11. þ. m. kl. 12 á hádegi. Björn Jóhannsson, frá Ljósavatni. Hörmuleg tíðindi. »Goðafoss« strandaður. Sú þjóðarógæfa varð aðfaranótt fimtudagsins, 30. f. m. Skipið lagði út af ísatirði um lágnættið og eftir 2—3 stunda ferð var það komið á land á Straumnesi við Aðalvík. Oreinilega frásögn um strandið má lesa á öðrum stað hjer í blað- inu, eftir herra Jónas Porbergsson, er var með skipinu. Björgunarskipið nGeir" kom á vettvang svo fljótt sem ástæður leyfðu» dældi „Ooðafoss" og hafði f fyrstu von um að geta náð honum út, en svo breyttist veðurstaðan og varð þá björgunarskipið frá að hverfa og telur nú litla eða enga von um að »Ooðafoss" verði bjargað. Við þessa þungbæru sorgarfregn mun alla íslendinga hafa sett hljóða, ekki síst Norðlendinga og mun mörgum vera hið sama í hug og Agli Skallagrímssyni, er hann beygð- ur af sorg og söknuði hóf harma- ljóð sitt þannig: „Mjök es um tregt tungu at hræra." En því mega menn ekki gleyma, að harmatölur bæta aldrei úr neyð- inni og því ekki um annað að gera en að bíta á jaxlinn og láta ekki hugfallast og minnast hins forn- kveðna: „Grátum ekki, munum heldur." ÍCt úr samgöngukreppunni. Nú um langan aldur hefir sam- göngukreppan hjer Norðanlands aldrei blasað jafn voðalega við augum og nú eftir að »Qoðafoss« er horfinn úr sögunni. Samgöngurnar á landi hafa aldrei þóft neitt glæsilegar, vjer höfum því orðið að byggja allar vonir vorar um flutninga að og frá á skipum. Eimskipafjelag íslands var mörg* um sú vona- og máttarstoð í þessu efni. Nú virðist það hafa beðið þann hnekki, að valt er að byggja vonir sínar upi of á úrlausn þaðan út úr kröggunum fyrst um sinn, enda hlýtur það að verða ofraun Í'fyrir fjelagið, fyrir rás viðburðanna, Uð bæta svo úr samgönguþörfum Norðlendinga, að vel sje. Oss vanhagar tilfinnanlega um strandferðaskip, og þó öllu heldur vöruflutningaskip eins og sakir standa. Sú vanahelgaða aðferð að láta reka á reiðanum um allar framkvæmd- ir og ætlast til að aðrir geri alt fyrir oss eða að úr vandræðunum rætist, ef beðið sje með þolinmæði, ætti nú bráðlega að leggjast niður sem óbærilega hættulegur óvani og ekki samboðinn því menningarstigi sem vjer nú stöndum á. Norðlendingum er engin vorkun að hjálpa sjer sjálfum út úr þess- um samgönguvandræðum. Kaupmannastjett Akureyrar, ein útaf fyrir sig, er nógu sterk til þess að kaupa fyrsta flokks vöruflutn- ingaskip, hvað þá heldur að leigja skip til nauðsynlegra vöruflutninga til skams tíma. Samband íslenskra samvinnufje- laga, virðist einnig nógu sterkt til þess að taka slíkt skip á ieigu. Það er því ekki getuleysi, heldur miklu fremur framtaksleysi og tor- tryggni um að kenna, að þessu vel- ferðarmáli hefir ekki verið hrundið af stað fyrir árum síðan hjer Norð- anlands. En nú þolir þetta enga bið. Áhugi og öflug: samtök - þá er hin traustasta undirstaða fengin. , JVIókoliri í Illugastaðafjalli í Fnjóskadal. Þaö hafa margir spurt mig um „kolin" í Fnjóskadal síðan jeg kom úr ferð þeirri, er getið var um í næstsíðasta blaði íslendings. Vil jeg því gera hjer stutta grein þess sem jeg hefi orðið vísari. Kolalagið. Kolalag þetta kemur í ljós í gili ofan vert í svo nefndum Illugastaða- hnjúk. Liggur legið þvínær lárjett inn í fjallið. Er það þykkast næst botni gilsins um 22 þuml., en þinn- ist svo eftir því sem nær dregur barminum, uns það hverfur með öllu, er eftir eru ca. 50 faðmar út úr gilinu. Undirlag kolanna eru gráleitar sand- og leirmyndanir margar áln. að þykt, en yfir laginu er fyrst um al. þykkur dökkleitur sandsteinn, (steinbrandur) tekur þá við móberg nokkrar álnir og svo stuðlabergs- belti mikið og fagurt. Aðalefni kolalagsins er tvenskon- ar: Trjástofnaleifar (surtarbrandur) mismunandi að stærð. Stærsti stofn- inn er við hittum var rúm lh alin að breidd. En milli stofnanna er mókolamyndun sem brotnar upp í flísum er höggviö er til. Lítur þetta út fyrir að vera ummyndaður svörð- ur, breyttur orðinn undan fargi fjalls- ins og þúsunda ára aldri. Auk þessa eru í kolalagið leirrákir hjer og þar, eru flestar mjög þunnar en geta sumstaðar orðið um V2 þuml. að þykt. Sjeu þessi Iög dregin frá allri þykt kolanna mun tæpast meira eftir en 18 — 20 þuml. hrein kol. En lega lagsins gefur bendingu um, að það muni þykna, er lengra kemur inn í fjallið, en verulega mun það því að eins muna, að alllangt sje grafið. Sökum tímaskorts varð ekki graf- ið nema tæpar 2 al. inn í kolalagið en glögg merki sáust þó þess, hve kolin voru samfeldari og harðari inst en utan til. Má af því marka að þau muni batna er Iengra dreg- ur inn. Eðlisþyngd kolanna reyndist mjer um 1,5. Ætti þá að þurfa að grafa um 1,2—1,4 fermetra að flat- armáli kolalagsins til þess að ná í kolatonnið, en gera mætti ráð fyrir nokkru meiru vegna þess, sem óhjá- kvæmilega mundi ganga úr með gröftinn. Aðstaðan við gröftin virð- ist góð. Auðunnin jarðmyndun til beggja hliða við lagið, svo senni- lega mætti vinna alt með hand- verkfærum. Afstaðan við flutninga. Kolalagið liggur uppundir fjalls- brún, er allbratt ofan í Fnjóskadal en þó ekki verra en svo, að við fórum með klyfjahest alla leið. Mundi akfæri þar ofan á fönn. Afstaðan því ekki ókleif Fnjóskdælum. Fyrir Akureyringa er þá Vaðlaheiði eftir. Er það illur þrepskjöldur. Engu betri fyrir kolin en raftana úr Vagla- skógi. En aðra leið telja margir lfk- Iegri. Væri þá farið með kolin upp á brúnina uppundan námunni; er þaö bratt að vísu en ekki langt, og svo yfir fjallið og ofan í Qarðsár- dal utanverðan. Er það langbeinasta og stysta leiðin; En hversu tiltæki- leg hún er, verður ekki sagt með vissu fyr en snjóa leggur og nán- ari athugun er gjörð. Hvernig kolin reynast. Það var aðeins einn hestburður sem við komum með af kolunum. Reynslan er þvl ekki margháttuð nje í stórum stíl. Qet jeg því aðeins skýrt frá þeirri niðurstöðu;sem jeg hefi komist að við athuganir mínar, er jeg hefi vandað svo sem föng voru til. Jeg hefi borið kolin saman við vanaleg steinkol og góðan svörð, (úr Kjarnagröfum). Hefi jeg notað til þess lítinn ofn, sem einnig er ætlaður til eldunar. Til nánari skýringu skal jeg setja hjer tölur þser, sem þessar athugan- ir hafa leitt í ljós. Eru það meðal- töl 3ja tilrauna. í hvert skifti hefi jeg brent 2 kgr. af eldsneyti og hit- að 2 kgr. af vatni. <0 E v- 20000003 !N rf m !o m S co o> LO •3 | « B X I I I I 5 o o m in í> 5 o m b S 5 .5 ‘53 (/) c 1 I I I bfl o m 00 m 00 o 00 ^ ^ vO o 00 o ^ § 8 Samkvæmt þessari reynslu virðist þá hitamagn Illugastaða mókolanna vera um 70% af hitamagni stein- kola og rúmlega helmingi meiri en í góðum sverði. Auðvitað fór mik- ill hluti hitans út í herbergið. Þann hita sá jeg mjer ekki færtað ákveða, en ætla má að hann hafi staðið í nánu hlutfalli við suðuhitann, enda auðfundið að það hitnaði best af steinkolunum en langminst af sverð- inum. Á ending eldsneytisins eða suðu- tímanum var minni munur en við hefði mátt búast, mókolin entust 85% móts við steinkolin og svörð- urinn rúmari helming eða 59%. Við vanalega eldun mun ending eldneyt- isins ráða fult svo miklu um hve miklu þarf að brenna, sem hita- magnið sjálft. Til húsornunar og vjelareksturs hefir aftur á móti hita gildið mesta þýðingu. Annars fer ending eldsneytisins mjög eftir súg- inum í eldstæðinu og getur því ver- ið harla misjöfn. Skal það tekið fram, að mókolin virðast þurfa öllu meiri súg en steinkol til þess þau brenni eðlilega og gefi sem mestan hita. Að öðru Ieyti eru þau eldfim- ari og fljótári íkveikju en steinkol. Loginn er lítið eitt bláleitur og al- drei eins hreinn eða bjartur og kola- logi. Jeg hafði í eitt skifti Tjörneskol- in einnig til samanburðar. Get jeg ekki gert mun á þeim og Illuga- staðakolunum enda mjög lík að útliti. Hvað á að gerá,? Eins og nú standa sakir með

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.