Íslendingur


Íslendingur - 08.12.1916, Blaðsíða 3

Íslendingur - 08.12.1916, Blaðsíða 3
50]tbl. ISLENDINQUR 100 legum ofsa, svo því nær var óstætt í byljunum. Var þá álitið ófært í sjó að leggja, og engin bjargráðavon þó reynt yrði. Hurfu þeir frá við svo búið. Þetla veður stóð með engum hvíldum þann dag allan og næstu nótt, en slotaði undir birtingu. Var þá fremur óvistlegt í skipinu mest sökum kulda. Æðruorð heyrðust þó engin, og jeg held mjer sje óhætt að fullyrða, að sorg manna yfir slysi þessu og tjóni því, er þjóðin liði, ef hún misti skip- ið hafi verið mönnum ríkari í huga, en hræðslan um lífið. Att var austan stæð og hjelt sjer þar stöðug; nes- oddinn dró úr brimið að mestu leyti og varð þetta hvorttveggja okkur til lífs. Á föstudagsmorguninn, þegar ljóst var orðið, komu vjelabátar úr Aðal- vík á vettvang. Er skemst frá því að segja, þann dag var öllu fólkinu og mestu af farþegaflutningi bjargað í land og fengum við hinar bestu við- tökur og reyndum þar ósvikna íslénska gestrisni, sem nú mun hvergi finnast jafnglögg, sem í útkjálkasveitum ís- lands. F*ann dag var rokviðri með köflum og stórsjór á úthafi. Var því ekki ráðist til ísafjarðar, fyr en með birtingu næsta morgun, og náði bát- ur þangað um kl. 3—4 á laugardag- inn. Þá flaug fregnin um alt land. Daginn eftir kom Flora til Aðalvíkur og tók þá farþega, sem gátu notað ferð hennar. Hafði hún ekki náð ísa- firði í bylnum á fimtudagsnóttina og legið í hafi. Forvitnisspurningum manna um það, hvað valdið hafi slysi þessu, og hverj- um sje helst um að kenna verður ekki svarað í þessum línum. Það er hvort- tveggja, að um það er mjer alls ókunn- ugt enda mundi jeg ekki um það bera, þó mjer væri það kunnugt. Það mun koma fram á sínum tíma eftir rjettri boðleið. Þeir menn, sem þyngsta bera ábyrgðina munu vissulega taka sjer þetta slys nær en almenningur tekur sjcr að dómfella þá að órannsökuðu máli og mættum við íslendingar temja okkur það að vera orðfærri á stundum reynslunnar, en þeim mun alvörumeiri og sterkari. Mætti jeg gera nokkura athugasemd í sambandi við þetta mál, yrði hún þessi: Hefði sími verið kominn til Hesteyrar eða Aðalvíkur hefðu unnist tveir dagar af færu veðri til björgun- artilrauna. Þá hefði Goðafoss ef til vill verið aftur kominn á flot. p. t. Akureyri 5. des. 1916. Jónas Porbergsson. Leiðrjetting,* Herra ritstjóri »Norðurlands« I í grein í 53- tbl. blaðs yðar þ. á., þar sem þjer, meðal annars, getið þess, að kært hafi verið yfir alþingis- kosningunum í Eyjafjarðarsýslu, 21. okt. n. 1., og segið lesendum frá ýmsum misfellum, sem eiga að hafa átt sjer stað, f sambandi við nefndar kosningar, gerið þjer kosninguna í Hrafnagilshreppi sjerstaklega að um- talsefni. *) Samhljóða leiðrjetting ásamt meðfylgj- andi vottorðum, hefir ritstjóri Norðurlands Ifoað að taka upp í blað sitt. D. J. Vegna vörukönnunar verður Sölubúð Kaupfjelags Eyfirðinga LOKUÐ 1.—19; janúar næstkomandi. F/elagsstjóinin. Út af því leyfi jeg mjer að taka þetta fram: að það eru tilhœfulaus ósannindi, 1. að nokkur kjósandi hafi setið við kjörborðið bjá kjörstjórninni, meðr an kosningin fór fram, 2. að nokkur kjósandi hafi bent mjer á, að 29. gr. kosningalaganna væri brotin. 3. að enginn dyravörður hafi verið. 4. að nokkur kjósandi hafi, mjer vit- anlega, komið með ósamanbrotinn kjörseðil fram úr kosningaherberg- inu (kjörklefanum), •5. að jeg sem kjörstjóri hafi á nokk- urn hátt sýnt hlutdrægni eða not- að stöðu mfna mjer í vil, við nefnd- ar kosningar. — Þó margt fleira sje athugavert við frásögn blaðsins, læt jeg þetta nægja að sinni. Kroppi 5. des. 1916. Davið fónsson. Við undirritaðir sem vorum f undir- kjörstjórn Hrafnagilshrepps við alþing- iskosningarnar 21. okt. n. 1. lýsum því yfir að framanskrifaðar Ieiðrjett- ingar kjörstjóra Davfðs Jónssonar við frásögn »Norðurlands«, eru rjettar eftir þvf sem okkur er framast kunn- ugt. Hranastöðum 5/ii 1916. Grund 5/n 1916. Pjelur Ólafsson, M. Sigurðsson. Við undirritaðir, sem kvaddir vor- um af kjörstjórn Hrafnagilshrepps til þess að vera dyraverðir við alþingis- kosningar þær, er fram fóru 21. okt. s. 1. lýsum þvf yfir, að framanskrifaðar leiðrjettingar oddvita kjörstjórnarinnar Davíðs Jónssonar, við frásögn »Norð- urlands*, eru rjettar eftir því sem okkur cr framast kunnugt. Hólshúsum 5. des. 1916. Litlahóli 5. d. 1916. Júlíus Ólafsson, /. Hallgrtmsson. t Frú Kristírj Benediktsdóttir, kona Björns Jóhannssonar frá Ljósa- vatni, ljest að heimili sfnu sunnudags- morguninn 3. des. eftir langa og þunga legu. Frú Kristín sál. var vel gefin og fór mikið orð af henni fyrir dugnað og skörungsskap. ’Þau hjón áttu 2 uppkomna sonu Þórhall listmálara, og Tómas verslun- armann, báðir f foreldrahúsum. Leikhúsið. »tiinn ímyndunarveikí*, franskur leikur eftir Moliére, var sýndur hjer í leikhúsinu á sunnudagskvöldið. Voru sum hlutverkin fremur laglega af hendi Ieyst, en önnur nokkru miður, enda munu sumir leikendurnir aldrei hafa komið á leiksvið fyrri, en höfðu þó talsvert örðug hlutverk með höndum og varð því mikill viðvaningsbragur á leik þeirra. Viðeigandi búninga gátu leikendur heldur eigi aflað sjer og er það að sjálfsögðu stór galli. Yfirhöfuð sýndist þessi útlendi leikur tæplega vera við hæfi leikendanna og mundi hafa verið heppilegra að velja eitthvert íslenskt leikrit til meðferðar. Þrátt fyr- ir gallana, sem finna mátti á leik þess- um, skemti fólkið sjer allvel. Olímubók, íslenska glfman er ein af hinum feg- urstu og héilnæmustu fþróttum sje rjett með hana farið. Væri það þvf skaði mikill, ef hún legðist niður eða spiltist, en því fer betur að það er ekkert útlit fyrir að svo fari og mun það að mestu eða öllu að þakka Iþrótta- sambandi íslands. íþróttasambandið hefir nú gefið út bók um fslensku glfmuna. Höfundar bókarinnar eru: Guðm. Kr. Guðmunds- son, Hallgrímur Benediktsson, Helgi Hjörvar, Magnús Kjaran og Sigurjón Pjetursson. Segir svo í formála bókar- innartað í. S. í. hafi í hyggju að gefa smámsaman út kenslubækur f þeim fþróttum, sem sambandið hefir með höndum. Er þetta fyrsta kenslubókin f þessa átt. Mun hún að dómi þeirra, er best hafa vit á fsl. glfmunni, hafa tekist prýðisvel, enda eru höfundarnir fræknir og áhugasamir glfmumenn. Bókina prýða 36 ljómandi góðar myndir, nálega allar af glfmubrögðum; eru þær teknar af Ólafi Magnússyni ljósmyndasmið, sem einnig er alvanur glfmumaður. Af bók þessari ættu aliir fslenskir sveinar að læra fslensku glfmuna sjer til lfkams- og sálarheilla. Dánarfregn. Ingibjörg Stefánsdóttir, dóttir Stefáns Guðjónssonar f Gröf f Kaupangssveit, andaðist um sfðustu helgi. Hafði hún legið ( mislingum og upp úr þeim fjekk hún svo lungnabólgu, er varð dauðamein hennar. Ingibjörg sál. var efnisstúlka um þrftugt. »Framsókoarsjóður íslands«. Þvf nafni heitir sjóður, er farþegar á Gullfossi stofnuðu, er skipið var á leið vestur um haf f haust. Tilgangur sjóðsins á að vera sá, að »styrkja efni- lega íslendinga, sem af eigin ramleik hafa ekki fjárhagslegar ástæður til þess að afla sjer þeirrar mentunar, sem það Iffsstarf krefst, er þeir hafa valið sjer«. í sjóðinn söfnuðust þegar 3000 kr. og gaf hr. Thor Jensen helminginn af þeirri upphæð. Hann er og talinn frumkvöðull að sjóðstofnun þessari. Ennfremur hjet hann þvf að gefa honum 3000 kr. árlega i næstu 5 ár, ef hann lifir. Er f ráði að leita sjóðnum ssmskota nú þegar vfða um land og lfklegt að margir bregðist vel við þeirri málaleitun, þvf sjóðurinn ætti að geta orðið til mikils menningarauka f framtfðinni. íslendlngar helm. Með Gullfossi kom hingað til Ak- ureyrar Anton fóhannesson frá Yzta- gerði f Eyjafirði. Hefir hann dvalið 6 ár f Amerfku, lengat af f Bandarfkj- unum, en ráðgerir að setjast nú að hjer heima. Hann segir að 35 íslend- ingar hafi alls fluttst frá Amerfku til íslands með Gullfossi og nokkrir komu með Goðafossi og flest sje það fólk, sem ekki ætli að hverfa vestur aftur. 60 ára hjónaband. Kristján Ásmundsson og Guðrún Andrjesdóttir í Vfðigerði í Eyjafirði, voru búin að vera 60 ár f hjónabandi f haust. Er Kristján 84 ára og kona hans tveim árum eldri. Bæði hafaþau haft furðanlega góða heilsu að þessu. Staka. Eflaust muniu innra grð/ar, œrið smár varð fengur þ'utn, lítilþœgi lambskinnsþjófar, löngu-fingra eigandinn. M. E.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.