Íslendingur


Íslendingur - 08.12.1916, Blaðsíða 4

Íslendingur - 08.12.1916, Blaðsíða 4
200 ISLENDINQUR 50. tbl Hun dahi einsun Hundaeigendur í Akureyrarkaupstað eru beðnir að koma með hunda sína, vel svelta, n. k. mánu- dags- eða þriðjudagsmorgun heim til mín. Sig. Einarssoq dýralæknir. Kennarar barnaskólans hafa í samráði við skólanefnd ákveðið að boða á fund með sjer alla foreldra, er börn eiga í skólanum, til þess að eiga tal við þá um skóla- og upp- eldismál, sjerstaklega um það hvernig koma mætti á betri og nánari samvinnu milli skólans og heimilanna. Hjeraðslæknir Steingrímur Matthías- son hefur umræður, Fundurinn verður haldinn á sunnudaginn 10. des. kl. 4 e. h. í salnum á Hótel Akureyri. Hentugar jólagjafir. í bókaverslun Sig. Sigurðssonar fást margar ágætar bækur hentugar til jólagjafa, svo sem Ljóðabók H. Hafsteins í mismunandi skrautbandi ásamt flestum ljóðabókum ísl. skálda. Sömuleiðis fást í skrautb. sálmabæk- ur, sögubækur og fræðibækur. Einn- ig mikið af veggmyndum og mynda- albumum, vasaveskjum, jóla- og ný- árs brjefspjöld, silkipappír, glans- pappír, gull- og silfurpappfr o. fl. Allir hugsandi menn eiga að kaupa „L a n d i ð“. Það raeðir með stillingu öll mál þjóðar- innar, enda rita í það margir af ritfær- ustu mönnum landsins. Flytur frjettir út- lendar og innlendar og fjölda mynda frá ófriðnum. Mjög ódýrt eftir gaeðum. Utsölumaður Friðrik Kr. Hermannsson á bókbandsvinnustofu Sig. Sig. Hafnarstraeti 37. Auglýsing. í Flatey á Skjálfanda fæst keypt- nr mótorbátur með 6 hesta vjel, mikið af lfnum o. fl. til útvegs, gang- sþil með setningsáhöldum m. fl., og húséign méð ræktaðri lóð, ef um semur. Semja má við verslunarstjóra Jónas Jónsson í Flatey. Síld til skepnufóðurs fæst með sann- gjörnu verði hjá Hallgrími Jónssyni Lundargötu 4. Eýfiröingar og nærsveitamenijl Minnist velgjörðamanns yðar, George H. F. Schrader, og kaupið bókina Hestar og reiðmenn á íslandi. Með því vinnið þjer þrent í einu: T. Fáið margar góðar leiðbeiningar um meðferð hesta. 2. Styðjið líknarstofnun- ina »Caroline Rest«. 3. Styrkið sjúkra- húsið á Akureyri, með því alt sem kem- ur inn íyrir bókina, að frádregnum sölu- launum, gengur til þessara stofnana. fl-*" Fæst hjá bóksölum. "fK]) Best að auglýsa í >>lslendingi«. Gott orgel óskast til kaups eða leigu. Ritstj. vísa á. E 1 d a v j e 1 stóra og góða hefir undirritaður til sölu. Akureyri, Qlerárgötu 3. Jón J. Jónatansson. í bókaverslun Kr. Guðmmdssonar fást bækur hentugar til jólágjafa, svo sem sálmabækur, ijóðabækur, fræðibækur, barnabækur. Ennfremur jólakort, mánaðardagar, albúm, mynd- ir, myndaramma (póstkort, vísit). „Kolasparinn.“ Kaupmaður Sigurjón Pjetursson í Reykjavík selur útlent efni til að drýgja og bæta kol. Efni þetta, sem kallað er i,Kolasparinn«, er duft sem á að uppleysa í vatni og skvetta yfir kolin. Pað sem fer í hvert kola- tonn kostar að eins 1 krónu, og þykir fullsannað, að við það sparist margar krónur og jafnvel tugir króna á hverju kola tonni eftir því verði, sem nú er á þeim. Vond kol, sem illa brenna og vilja hlaupa í gjall, geta á þennan hátt orðið ígildi bestu kola. Líklegt er að „kolasparinn" geti bætt íslensku kolin stórkostlega. Aðeins einn maður hjer í bæ, Páll J. Árdal, hefir í sumar og vetúr notað „kolasparann" og gefist hann ágætlega. Hann fjekk nú með Flóru talsvert af honum, til þess að gefa mönnum kost á að reyna þetta efni, sem svo mikið er látið af. eigendur hlutabrjefa Eimskipafjelags íslands í Þingeyjarsýslu, sem enn ekki 'hafa vitjað arðs af hluteign sinni fyrir árið 1915, eru hjermeð beðnir að snúa sjer til mín undirritaðs, sem hefi á hendi útborgun arðsins, sem allra fyrst. Nauðsynlegt er, að á arðmiðana sje ritað nafn rjetts eiganda, svo samin verði skrá um hlutabrjefaeig- endur, sem tapaðist í eldinum í Reykjavík í fyrra. Húsavík 21. nóv. 1916, St. Guðjohnsen, Krone Lag:er-01 er best. Maskínuolí a, L a g e r o 1 í a og C y 1 i n d e r o 1 í a jfyrirliggjandi. Hið íslenzka steinolíuhlutafélag. Aðalumboðsmenn á íslandi: NATHAN & OLSEN, Reykjavík. — Akureyri. Prentsmiðja Odds Bjömssonar,

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.