Íslendingur


Íslendingur - 29.12.1916, Blaðsíða 1

Íslendingur - 29.12.1916, Blaðsíða 1
ISLENDINGUR. I-#-#-#-#-#- Ritstjórar: Ingimar Eydal og Sig. Einarsson — Akureyri, föstudaginn 29. desember 1916. >-#-#-#-#• • • #-#-#-# - »##•##♦ # # # # •-#-# • # # ■#-#-#-# • # • # # ####### •-♦ Bókasafnið opið þriðjudaga, fimtudaga, laugardaga 5—8, sunnudaga 4—8. Baejarfógetaskrifstofan opin virka daga 10—2 og 4—7. Baejargjaldkeraskrifstofan opin virka daga 6—7, nema Iaugardaga 6—8. íslandsbankinn opinn virka daga n—2. Landsbankinn — — — u—?• Landssíminn opinn daglangt (8—9) virka daga, helga daga 10—12 og 4—7- Pósthúsið opið virka daga 9—2 og 4—7. sunnudaga 10—11. 1»íslendingurc kemur út einu sinni í viku. Árgangurinn kostar 3 krónur er borgist fyrir 1. júlí. — Upp- sögn (skrifleg) bundin við áramót, er ógild nema komin sje til annars hvors ; ritstjórans fyrir 1. okt., og sje kaup- í andi skuldlaus við blaðið. j Afgreiðslumaður blaðsins er hr. Hall- j grímur Valdemarsson, Hafnarstræti 84. i Nærsveitamenn eru beðnir að vitja j blaðsins i Kaupfjelagsverslun Eyfirð- j »nga. Stjómarskifti. • Þrír ráðherrar. Þegar í þingbyrjun og enda strax eftir kosningarnar fyrsta vetrardag, vissu menn, að Einar Arnórsson yrði aö fara frá völdum. Hafði hann beðið svo algerðan ósigur viö kosn- ingarnar,að það var svo langt frá því aö hann gæti haldið stjórnar- taumunum í sínum höndum af eig- in ramleik, að stuðningur Heima- stjómarflokksins reyndist ekki nægi legur, þó sá flokkur væri jafnvel öðrum flokkum sterkari á þingi. En bæði fyrir þessar sakir og eins vegna hins, að Heimastjórnar- flokkurinn kaus nú að búa að sínu eigin, þá voru stjórnarskifti óhjá- kvæmileg, því enginn gat ætlast til þess, að Sjáifstæöisflokkurinn færi að styðja ráðherrann, eftir alt sem á undan var gengið. Nýja stjómin. Þegar á þing kom, lá það fyrst fyrir að hugsa um nýja stjórnar- myndun. Er óhætt að segja, að fyrsti hálfi máðuðurinn þessa 3 vikna þings hafi gengið í þref um þetta atriði. Enginn einn flokkanna var nægilega sterkur til þess að geta myndað nýja stjórn, og sam- komulagi var þá heldur ekki fyrir að fara um neinn einn mann í ráð- herrasessinn, þó Sigurður Eggerz hafi staðið þar næstur. Niðurstaðan varð því sú, að nauð- synlegt þótti að fjölga ráöherrum, og þar eð aðalflokkarnir eru 3 tals- ins, verða ráðherrarnir einnig 3, einn úr hverjum flokki, með frum- varþi, sem lagt var fyrir þingið í gær. Á laugardaginn var, um kl. 9 s. d., voru flokkarnir búnir að koma sjer saman um ráðherraefnin: Jón Magnússon, bæjarfógeti, af hálfu Heimastjórnarfiokksins. Björn Kristjánsson, bankastjóri, af hálfu Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Jónsson, bóndi í Yzta- Felli, af hálfu Framsóknarflokksins. Eitt skeið voru miklar líkur til þess, að alþm. Benedikt Sveinsson yrði kjörinn ráðherraefni Framsókn- arflokksins, en það fórst fyrir, þeg- ar á átti að herða, að undirróðri Heimastjórnarmanna. Þótti þeim helsti mikill sjálfstæðisbragur á nýju stjórninni, ef Björn og Benedikt ættu þar báðir sæti í senn. Verkaskiftingin. Jón Magnússon á að verða for- sætisráðherra og hefir dómsmál, kirkju- og fræðslumál með hönd- um, með öðrum orðum þau mál, sem hingað til hafa heyrt undir 1. skrifstofu stjórnarráðsins; en heyrst hefir, að sveitastjórnarmál eigi að bætast við. Björn Kristjánsson verður fjár- málaráðherra og hefir þau mál með höndum, sem heyrt hafa undir 3. skrifstofu. Vilja margir, að undir þá skrifstofu falli einnig bankamálin, sem áður hafa heyrt undir 2. skrif- stofu, en Heimastjórnarmenn kváðu vera andvígir þeirri breytingu. Sigurður Jónsson verður atvinnu- málaráðherra og hefir þá á hendi þau mál, sem heyrðu undir 2. skrif- stofu, eða: verslunarmál, sjávarút- vegsmál, landbúnaðarinál, sam - göngumál, póst- síma- og vitamál og, ef engin breyting verður í stjórnarráð- inu, bankamál og sveitastjórnamál. Nú á tímum er áreiðanlega mik- ið undir því komið, að stjórn þess - ara mála sje í góðum höndum og takist vel. Sigurður Jónsson hefir reynst nýtur og áhugasamur maður í sam- vinnumálum og haft þar ýms trún- aðarstörf á hendi, en lítt reyndur er hann sem stjórnmálamaður. Hef- ir hann eigi fyr setið á þingi og gegnir það furðu, að hann á gam- als aldri treystist til að takast á hend- ur jafn ábyrgðar og umfangsmikið starf sem þetta. Björn Kristjánsson er hinsvegar þaulæfður þingmaður og viður- kenna allir, að hann sje hinn mesti atorkumaður að hverju sem hann gengur, en óvæginn við mótstöðu- menn sína, þegar því er að skifta, og á hann því marga megna mót- stöðumenn. En spá vor er sú, að hann verði aðalmaður þessa ráða- neytis um allar framkvæmdir. Jón Magnússon hefir einnig ver- ið lengi þingmaður og gegnt ýms- um trúnaðarstörfum fyrir sinn flokk. Hann mun vera einn með betri lögfræðingum landsins, en atkvæða- maður er hann eigi talinn að sama skapi. Allir eru á sama máli um það, að hann sje samvinnuþýður, enda mun þess full þörf, ef þetta ráðaneyti á að hafa langa framtíð fyrir sjer. Hann barðist fyrir járn- brautarmálinu og var framsögumað- ur þess á þingi, en harðvítugasti mótstöðumaður þess máls er Björn Kristjánsson. Jón Magnússon var í velferðar- nefndinni, sem var í ráðum með frá- farandi stjórn ,um bresku verslunar- samningana, en Björn og Sigurður munu báðir hafa haft mikið út á þá samninga að setja. í launamálanefndinni frægu átti Jón Magnússon sæti síðastliðið ár. Starf þessarar nefndar hefir, að von- um, mætt megnum aðfinslum, en afstaða þingsins í því máli er enn eigi kunn, nema ef afstaða Heima- stjórnarflokksins eigi að birtast í því, að velja þann eina af nefndarmönn unum, sem á þing komst, í mestu hefðarstöðu landsins, fyrsta forsætis- ráðherra íslands. Látinn merkur Islend- ingur í Höfn. Látinn er I Kaupmannahöfn um átt- rætt, Ólafur Johnsen, fyrrum yfirkenn- ari í Odense, sonur Hannesar John- sen, sonar Steingríms biskups Jóns- sonar f Laugarnesi. Ólafur tók stúdents- próf frá latínuskóla Reykjavíkur, og embættispróf í fornmálunum, latínu og grísku, við Kaupmannahafnarhá- skóla. Að því loknu fjekk hann kenn- araembætti við latínuskóla í Odense í Danmörku og gegndi því embætti um áratugi, að kunnugra sögn, með frábærri samviskusemi og dugnaði. Ólafur heitinn hafði miklar mætur á /slenskum bókmentum og unni ætt- landi sfnu heitt. Eftir að hann hafði fengið lausn frá embætti, kom hann sumar eftir sumar hingað til landsins og dvaldi hjá ættingjum slnum í Reykjavík. Han'n var óvenjulega prúð- ur í viðmóti og varð hugljúfi hvers manns, er kyntist honum. Börn hans eru: Hannes, kapteinn f landher Dana, og Sigríður, gift P. O. A. Andersen forstöðumanni ríkis- skuldaskrifstofunnar f Kaupmanhahöfn. Friðarnóta Miðveldanna er prentuð orðrjett í „Daily Mail" 13 þ. m. Skilmálarnir eru ekki birtir, en í nótunni segir, að Mið- veldin bjóði öllum hlutaðeigandi þjóðum að koma saman til aðræða um frið, og að þau fyrir þannfund muni leggja fram tillögur til friðar- skilmála, er tryggi Miðveldunum heiðarlegan frið og frelsi til fram- fara í löndum þeirra og sjeu jafn- framt þess eðlis, að þeir tryggi var- anlegan frið, Heilbrigðismál. Nú þegar deilunum út af sambands- málinu er lokið, hafa stjórnmálamenn- irnir snúið sér að innanlandsmálum. Þeir hafa lofað þjóðinni gulli og græn- um skógum; þeir vilja auka starfsfje bankanna, bæta samgöngur og auka mentun, hlynna að bændunum og lækka laun embættismanna. En eitt gleymist alveg. Það eru heilbrigðismálin, og sjerstaklega einn þáttur þeirra—sótt- varnir. Vjer höfum ávalt átt það undir ná- grannaþjóðunum, hvort sóttir bærust hingað til lands eða eigi. Þær hafa hingað til tekið skellinn af oss, og gera það sennilega áfram. Þær hafa alt sem til þess þarf, f besta lagi, en nú hafa samgöngur aukist mjög á sfð- ari árum, og það getur ætíð komið fyrir að skæð sótt berist hingað til lands. Hvernig erum vjer undir það búnir? Fyrst er þá það, að eftirlit með skipum, sem að landi koma, er mjög lítilfjörlegt, það ber eigi sjaldan við, að skipum, sem »sóttarflagg« hafa uppi, eigi er sinnt, og verða skip- verjar að rekast í>því að fá lækni út á skip. Þetta eitt er afleitt og getur haft ill eftirköst. Hitt er verra, að sóttvarnarhúsin hafa enga þá eigin- leika til að bera, sem slíkt hús má prýða. Húsin sjálf hjallar, engin rúm, engin baðker eða þvottaker, og loks engin hjúkrunarkona, sem kann að hjúkra. *) Þá kemur það versta. Læknar hafa engin tæki til—sem fljótast—að kom- ast fyrir hvaða sjúkdóm er um að ræða. Ekkert er til, ekki einu sinni brúkleg smásjá, að jeg ekki tali um annað. Læknirinn verðúr að bíða, ef til vill, dag eftir dag eftir því að sjúkdómseinkennin komi í ljós, en sá tími getur orðið dýr. Svarti dauði gengur f Liverpool á Englandi, gekk í Suffolk 1905, í Glasgow 1901 og í Portúgal 1899. í Þýzkalandi veiktist piltur fyrir 3 ár- um; fjekk kýli undir hendina, og var skorið f. Kýlið þótti skrítið, gröftur- inn var skoðaður f smásjá og kom þá í Ijós að þetta var svarti dauði. Nú var símað til Hamborgar—-þar lá drengur af sama skipi—hann var dauð- ur, en nú voru gerðar strangar varnar- ráðstaíanir og tókst að hefta útbreiðslu sýkinnar. Hvernig hefði farið hjer á íslandi? Því er fljótsvarað. Veikin hefði breiðst * Þetta nær þó eigi til Reykjavíkur. J^ýárskorf fást í mr s á p u b ú ð i n n i og í prentsmiðju Odds Björnssonar,

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.