Íslendingur


Íslendingur - 05.01.1917, Side 1

Íslendingur - 05.01.1917, Side 1
ISLENDINGUR 3. árg. ; »-f-f-#-«~t't t-t-t-t t-t-t-t •••••• -#-• #Hi-H t-t-t-t -t-#-#-t~t-t-t - Ritstjóri: Sig. Einarsson — Akureyri, föstudaginn 5. janúar 1917. •• •• • •• • ♦••••• • • • • ••• • • Bókasafnið opið þriðjudaga, firatudaga, laugardaga 5—8, sunnudaga 4—8.' Baejarfógetaskrifstofan opin virka daga «o-2 og 4—7- , . . , ■ Bæjargjaldkeraskrifstofan opin virka daga 6—7, nema laugardaga 6—8. íslandsbankinn opinn virka daga 11—2. Landsbankinn — — — 11—2. Landssíminn opinn daglangt (8—9) virka daga, helga daga 10—12 og 4—7. Pósthúsið opið virka daga 9—2 og 4—7, sunnudaga 10—11. Tilkynning. Það tilkynnist hjermeð heiðruðum kaupendum þessa blaðs, að meðrit- stjóri minn hr. Ingimar Eydal er nú hættur ritstjórnarstarfi sínu við blaðið. Pó kaupendafjöldi blaðsins sje meir en nógur til þess að blaðið geti borið sig, þá virðast svo marg- ir gleyma að borga andvirði þess, að ekki er nærri því komandi að það geti borgað starfsmönnum sín- um helming þess, sem þeir að rjettu lagi ættu fyrir starf sitt hvað þá heldur meira. Um leið og jeg hjermeð þakka hr. Ingimar Eydal vel unnið starf í þágu blaðsins, vona jeg að blaðið eigi sömu vinsældum að fagna eftir sem áður. Sig. Einarsson. EFNDIRNAR. Sá tími kom, og þó ekki fyr en mann varði, er Heimastjórnarflokk- urinn sagði skilið við fráfarandi ráðherra, Einar Arnórsson, og gerði upp skuldaskifti sín við hann. En hinu áttu menn ekki von á, að Heimastjórnarmenn sýndu jafn mikla hreinskilni, jafn mikla sannleiksást við uppgerð þrotabúsins, einsog raun ber þó vitni í ritstjórnargrein í i/Lögrjettu" 29. nóv. 1916. Það er trauðla hugsanlegt, að margir hafi vænst þess, að Heima- stjórnarflokkurinn ótilkvaddur færi að birta alþjóð loddaraleikinn — hinn sjúka pólitíska sáttmála sinn og fráfarandi stjórnar. Óheilindin eru orðin svo megn í íslenskri póli- tík, að menn hryllir við að horfa á veruleik þeirra heitorða, sem stjórn- málaflokkar vinna hver öðrum bak við tjöldin. i,Lögrjettu“-ritstjórinn lyftir blæ- unni ofurlítið frá hinu holdfúna and- Iiti síns eigin flokks; vjer tilfærum hjer kafla úr áðurminstri grein hans og hljóðar hann þannig: „Heima- stjórnarflokkurinn hefir efnt vel lof- orð sitt til Einars Arnórssonar. Á þingi 1915 studdi flokkurinn hann eftir þörfum, og þaggaði niður f kyrþey þau lagafrumvörp hans og aðrar tillögur, sem flokknum þótti öldungis óstyðjandi (t. d. frv. um fjölgun bankastjóra viö Landsbank- ann, frv. um að hafa tyo ráðherra, stóra fjárveitingu handa Ragnar Lundborg o. fl.), án þess að gera þetta að neinu háværu ágreinings-^, efni. Og í framhaldi af þessu hafa blöð Heimastjórnarflokksins einnig síðan þingi sleit Iátið aðfinsluverðar stjórnarathafnir hans liggja að mestu í þagnargildi, enda óskaði enginn eftir stjórnarskiftum fyr en að kosn- ingum afstöðnum, úr því að þeirra var ekki lengur að bíða. Hefir flokk- urinn þannig greitt að fullu og vel útlátna borgun þá, sem hann hafði samið um að greiða fyrir björgun þessara tveggja strönduðu stórmála. (Hjer er átt við fána- og stjórnar- skrármálið.) Og eru þar með allar ástæður þær burtu failnar, sem léiddu flokkinn til stuðnings við ut- anflokksráðherra. Á aukaþingi því, sem nú kemur saman, hefir Heima- stjórnarflokkurinn öldungis óbundna afstöðu." „Rotterne forlader det synkende Skib" segir danskur málsháttur. — Eins virðist hjer og Heimastjórnar- mönnum varið. Þeir senda út ofan- nefnda yfirlýsingu á þeirri stundu, er fullljóst er um afdrif fyrv. ráð- herra. Þeir virðast jflýja hina fall- andi stjórn einsog hrafnar pestsjúk- an ærskrokk. En mikill er munur- inn á mörinunum. Nokkrum dög- um eftir útkomu ofangreindrar yfir- lýsingar klínir fráfarandi ráðherra sjer og eina trygga förunautnum í þinginu utan á Heimastjórnar- flokkinn. Vöntun. Óefað mun það vera, að keyrslu- hestar á Akureyri þjást oft af þorsta, þegar þeir eru í notkun, því bæði er það, að notendur þeirra munu trauðla nógu vakandi með að brynna þeim, eins oft og með þarf, enda erfiðleik- um bundið, þar sem þeir þurfa vatn f hús að sækja, sem líka mundi tefja keyrsluna mikið. A þessu verður því aðeins bót ráðin með þvf að búa til nokkrar vatnsþrær, víðsvegar um bæ- inn og væri þá sjálfsagður staður tveggja þeirra, sfn við hverja aðai- bryggju bæjarins — Hafnar og Torfu- nefs—-það væri því kærleiksverk, gegn »þarfasta þjóninum«, að bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar, sem allra fyrst að hentugleikar leyfa, ijeti gjöra þess- ar vatnsþrær. eins og gjört hefir ver- ið f Reykjavfk, enda er það tiltöiu- lega Iftill kostnaður, þar sem vatns- veitan er fengin; þá mundu keyrar- arnir óefað láta hesta sfna svala þorst- anum, svo oft sem þörf gjörist. Kærar mundu vatnsþrærnar einnig verða að- komumönnum handa sfnum hestum. Vona jeg hin háttvirta bæjarstjórn Ak- ureyrarkaupstaðar, taki mál þetta til athugunar og framkvæmda, svo fljótt sem unt verður. Þó hestarnir þjáist af þorsta, geta þeir ekki kvartað. Undantekning er það, að f Reykja- vfk sjáist keyrsluhestur stánda fyrir vagni, án þess að poka með heyi eða höfrum sje smokkað á höfuð honum, sem hann svo getur jetið úr á meðan verið er að taka af vagninum eða á hann að láta og ættu keyrarar Akur- eyrarkaupstaðar að temja sjer þá reglu, þvf þó hestarnir sjeu ekki beinlfnis svangir, þá kemur þeim vel að fá hey eða hafra að glepsa f, á meðan þeir standa aðgjörðalausir fyrir vagninum, þeir hressast við það og verða kvik- ari til dráttar. Að hafa teppi eða dúk breiddan yfir hrygg hestsins, sem nær ofan sfð- urnar og aftur yfir lendina, þegar veðrið erjkalt, svo kuidanæðingur ekki leiki um þá, er nauðsynlegt; það sjá allir að er þeim bæði ónotalegt og óholt. Væri því æskilegt, að keyrarar Akureyrarkaupstaðar, svo og allir aðr- ir, sem keyrsluhesta nota, viðhefðu þessa notasemi við hesta sfna. Haukur. Skammdegisnótt. Þú skammdegisnótt! Hve skinandi fögur i gimsteina gliti, er geislanna perlur þú bindur t liti. Oghöllinþín,drotning,erfannrósumfölduð, fóðruð með ísi og mialldúkum tjölduð. / blikandi ró stjörnurnar glitra og lofttjöldin lýsa, líða til viðar og hefiast og rísa. Bjartar og skœrar um bláhimins-sali brósa þœr o’n yfir grundir og dali. í geislandi blœ norðljösabylgjurnar blossandi loga, birtunni slá yfir hauður og voga. Með regnbogakórónu rósjögur llða þau rjett eins og hugur um blágeiminn viða. Fölur á brá glottandi mdninn í skýjamjöll skundar, skotrar til augum og litur til grundar. Á svipstundu getur hann silfrað upp klakann sóllitað fjörðinn og gullmálað jakann. Himneska dýrðl Hve títt hef jeg lotið þeim alheimsins anda, sem á þvllikt Ijósriki Jagurra landa, og þakkað það alt, sem hann íslandi veitti afyndisleik geimsins, ogfegurð það skreytti. 1 * * * Skammdegisnött! oft ertu svona, — en svört ertu stundum, svo sjest ekki fótlengd d stíg eða grundum. Og bros þitt er geigvœnt og hrollkalt sem Helja, — þá.hikarðu’ ei dauðanum lifið að selja. Og skammdegisnótt er lika til innra t sálnanna sölum, þaf sjást stundum myndir aj fannlögðum dölum, 1. tbl. ••••••• og lifsblómin eru und klakanum kalin, og kœrasta rósin i snjódyngju falin. * * * Ó, skammdegisnótt! Ef œtti’ jeg að deyja við brosið þitt bjarta, þá bið jeg þess eins, að þú vildir þjer skarta og sóium og Ijósum um salina tjalda — þá sofnað' jeg hugrór við barminn þinn kalda. Jón Sigurðsson frá Dagverðareyri. Frá yUþingi. 4. janúar. Stjórnin er eigi enn formlega sest á laggirnar. Konungur hefir beðið Jón Magnússon að mynda nýja stjórn, en hann hefir eigi enn und- irritað sína eigin útnefningu. Útnefn- ing hinna ráðherranna er ekki komin. Mál i nefndum. Nokkur stór mál eru komin í nefnd t. d. bresku samn- ingarriir. Samkomulag er sagt fremur gott. Pingið framlengt til 10. þ. m. Laun ráðherranna. Forsætisráð- herra á að hafa 10 þús. kr. föst laun, auk 2 þús. kr. húsaleigustyrks, en þar að auki 2 þús. kr. til risnu, og rúm 2 þús kr. hefir hann þetta ár, sera formaður bankaráðs íslands- banka. Hinir ráðherrarnir eiga að hafa 8 þús. kr. árslaun. Tímaritið »Rjettur«. Úr skálmöld frægri skriföld er og skraföld orðin. Sig. Breiðfjörð. Mikið er ritað á landi voru. Ekki vant- ar það. Blöðin eru nú orðin svo mörg, að ekki verður tölu á komið. En fólksfjölgun í landinu er minni. Tímarit eru líka óð- um að fjölga. Vjer höfum nú Skírni, Eim- reiðina, Iðunni, svo er Skinfaxi og Skóla- blað og enn fleiri. Og nú bætist eitt við enn, sem heitir »Rjettur«. Er það stofnað af hinum mentagjörnu Mývetningum, eða rjettara sagt Þingeyingum. Þo er skáldjöf- ur þeirra, Ouðmundur á Sandi, þar ekki með. Tímarit þetta er auðugt að innihaldi og mörgu er þar hreyft við, með æskufjöri og áhuga. En allmikill Socialista-blær er þar á öllu, sem sýnir sig á.því, að þarer tekinn upp fyrirlestur eftir Þorstein sál. Erlingsson, er hann hjelt fyrir Verkmanna- fjelag Reykjavíkur, fyrir 4—5 árum síðan. En það er líka margt í ritinu, sem þörf er á að sje skoðað frá sem flestum hlið- um, t. d. greinin um strandferðir og póst- göngur. Hugmyndin um fyrirkoniulagið er ágæt. En timinn núna er ekki hentug- ur fyrir þesskonar bollaleggingar til fram- kvæmda á meðan þetta veraldarstríð fer versnandi og enginn veit hver endir þar á verður, . .

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.