Íslendingur


Íslendingur - 14.12.1917, Síða 1

Íslendingur - 14.12.1917, Síða 1
SLENDINGUR. • •• •• # 3. árg. • • t •••••••• • •-•-• • •• ••••♦-••- -•• •-•-•-•-• •-•- •••••••• ►-•-••-•♦ • • • • • •- Ritstjóri: Sig. Einarsson Hliöar. — Akureyri, föstudaginn 14. desember 1917. •••••• 50. tbl. Fánamálið í ríkisráðinu. Forseti ráöuneytis íslands flutti fimtudaginn 22. nóvember þ. á. í ríkisráðinu eftirgreinda allra þegnsamlegasta tillögu um löggild- íng á fána íslands og færði þau rök að henni sem nú skal greina: Síðasta Alþingi samþykti í báðum deildum svofelda þingsályktun: Al- þingi ályktar að skora á stjórnina að sjá um að íslandi verði þegar ákveðinn fullkominn siglingafáni með konungsúrskurði og ályktar að veita heimild til þess að svo sje farið með máiið. Pingsályktan þessa samþykti Alþingi með öllum atkvæð- um og það er engum efa undirorpið að hún er bygð á samróma og mjög ákveðnum óskum allrar íslensku þjóðarinnar. Alla stund frá stofnun þjóðveldis á íslandi hefir meðvit- undin um að íslendingar væru sjer- stök og sjálfstæð þjóð lifað í tungu og löggjöf landsins. Framfarir í menning og efnahag hat'a á síðustu mannsöldrum komið í stað langrar afturfarar og vakið kröfur þess að þjóðerni íslands sje sýnt með ein- kehnum sem eru heildarmerki þjóð- anna að skoðun nútímans, sjerstak- lega hefir þróun íslenskra siglinga valdið því að sú ósk er orðin mjög öflug að ísland fái sinn eigin fána til sanninda um sjerstakt þjóðerni sitt. Jeg verð að leggja það til, að Yðar Hátign verði við þessari ósk með allra hæstum úrskurði um ís- lenskan fána. í umræðunum á Al- þingi var því lýst að ísland hefði efalausan rjett til þess að hafa sinn eigin fána ogað hin stjórnskipu- legu völd ísiands hefðu fult vald til að skipa þessu máli. Jeg verð að vera þeirrar skoðunar að þar sem ekki er deilt um rjett íslands til yfirráða yfir verslun sinni og sigl- ingum þá felist þegar þar í heimild til þess eftir tilmælum Alþingis að afnema með konungsúrskurði tak- markanir þær á notkun íslenska fánans á íslenskum skipum fyrir utan landhelgi sem settar eru í konungsúrskurði 22 nóvbr. 1913. Jeg áskil mjer að gera síðar tillög- ur til breytinga á löggjöf Islands, þær er leiða kynnu af konungs úr- skurðinum. Samkvæmt franiansögðu leyfi jeg mjer ailra þegnsamlegast að leggja til: að Yðar Hátign allra mildilegast þóknist að fallast mætti á að fáni sá sem ákveðinn var með konungsúrskurði 19. júní 1915 verði löggildur fáni íslands og afnema að jafnframt konungsúrskurð 22. nóv- ember 1913 um sjerstakan íslenskan fána. Út af tillögu þeirri sem ráðherra íslands hafði bo rið fram, fórust forsætisráðherra Dana þannig orð: í samræmi við það er jeg sagði í ríkisráði 22, nóv. 1913 um mál það sem nú er aftur á ferðinni og af Dana hálfu ekki hafði verið bú- ist við að aftur mundi fram borið, án þess að tillit sje tekið til þeirrar niðurstöðu sem þá varð, verð jeg að halda fast við það, að málinu verði ekki skipað á þann hátt er ráðherra íslands leggur til. Af hálfu Dana er það samt að segja, að þeir eru fúsir til nú sem fyr, að semja um þau deiluatriði sem fram koma um sambandið milli Danmerkur og íslands. Ráðherra lslands: Af ástæð- um þeim sem jeg hef flutt fram verð jeg að halda fast við tillögu þá er jeg hefi borið hjer fram, og fari svo að Yðar Hátign eftir það sem fram er komið, vilji eigi fall- ast á tillögu mína, leyfi jeg mjer til skýringar um hvernig þá muni víkja við, að láta þess getið, að þótt jeg og samverkamenn mínir í ráðuneyti Islands, geri ekki synjunina að frá- fararefni, svo sem nú er ástatt, þá má ekki skilja það svo, að vjer leggjum eigi hina mestu áherslu á framgang málsins og vjer vitum það með vissu, að Alþingi mun ekki láta málið niðurfalla. Hans Hátign konungurinn sagði: Jeg get ekki fallist á tillögu þá sem ráðherra Islands hefir borið fram, en jeg vil bæta því við, að þegar íslenskar og danskar skoð- anir ekki samrýmast munu almenn- ar samninga-umleitanir í einhverju formi, heldur en að taka eitt ein- stakt mál út úr, leiða til þess góða samkomulags sem ætíð verður að vera grundvöllur sambandsins milli beggja landanna. (Ofanskráð skýrsla var blaðinu send af stjórnarráðinu.) Þessi urðu þá fánamálslokin í rík- isráðinu og koma víst allmörgum á óvart, því að menn töldu víst, að þingið og stjórnin hefðu haft ástæðu til þess að vona, að málinu mundi lykta farsællega, úr því að það var tekiö fyrir á Alþingi og afgreitt í þingsályktunartillögu, er forsætisráð- herra tók að sjer að framfylgja. Þegar forsætisráðherra í upphafi stjórnartíðar sinnar lýsti stefnu ráöu neytisins, lagði hann sjerstaklega á- herslu á það, að stjórnin mundi af fremsta megni vinna að fullveldi ís- lands. Og í fullu samræmi við þá yfirlýsingu sína fylgdi hann ótrauð- ur fánakröfunni, er hún var borin fram á Alþingi, og sagðist mundi fylgja henni fram af alefli í kon- ungsgarði. Þetta mun, ef til vill, öðru- fremur hafa ráðið hinni lofsverðu eindrægni allra þingflokkanna um þetta hjartfólgna frelsismál þjóðar- innar og gefið landsmönnum góðar vonir um farsæl afdrif þess. — En hvað skeður? — I sömu andránni og forsætisráðherra fullyrðir í ríkis- ráðinu, að siglingafáninn sje mesta alvörumál sitt óg þjóðarinnar, læt- ur hann þess getið, að hvernig svo sem um málið fari, þá ætli ráðuneyti hans að sitja sem fastast. Þessi yfir- lýsing hefir ótvírætt hlotið að gefa ríkisráðinu átyllu til þess að halda, að forsætisráðherra íslands hafi eigi meint það jafn alvarlega með stór- yrðunum um fánakröfuna eins og hann hefir þó ætlast til. Var það þó mjög óheppilegt og málinu ómak- legt, því verið gat, að slíkt festuleysi gæti haft spillandi áhrif á framgang fánamálsins og það því fremur sem þessi yfirlýsing kemur fram eins og svar við hinni áhveðnu afstöðu for- sætisráðherra Dana gegn fánakröfu vorri og tillögu ráðherra íslands, og er þó síður en svo, að hann, forsæt- isráðherra Dana, dragi neina dul á það, að hann haldi fast við skilning sinn á þessu máli í ríkisráðinu 22. nóv. 1913, sem mestum ágreiningi olli hjer heima, sbr. „Fyrirvaradeil- una«, heldur leggst hann á móti mál- inu nú í samræmi við skilning sinn á því þá. Þetta rjeði niðurlögum málsins. Forsætisráðherra lætur þess getið að hann og samverkamenn hans í ráðuneyti íslands geri ekki synjun- ina að fráfararefni, svo sem nú er ástatt, og gefur hann þar tvímæla- laust til kynna, að öll hans fram- koma í fánamálinu í ríkisráðinu hafi verið á vitund og með vilja hinna tveggja ráöherra vorra, og eru þeir því sömu sökinni seldir. Ólíklegt er, að íslenska þjóðin taki þessum málalokum með þökk- um. Forsætisráðherra mátti fullvel vita, að hann varð að standa'eða falla með fánamálinu eins og því var komið, þar sem það var sjer- stakt áhugamál, eigi einasta alls Al- þingis, heldur og alþjóðar. En úr því að hann ekki sá, að hann bar stjórnfarslega og siðferðislega skyldu til þess að undirstrika fánatillögu sína f ríkisráðinu með þvf að biðja um lausn fyrir sig og sitt ráðuneyti, Hjer með tilkynnist, að\vor ástkœra móðir og tengda- móðir, Sigurleij Pormóðs- dóttir, andaðist 7. þ. m. Jarðarjör hennar er ákveð- in Jimtudaginn 20. þ. m, kl. 11 J. h. Jrá heimili \okkar, Norðurgötu 17. Kransar eru ajbeðnir ejt- ir ósk hinnar látnu, en ef einhverjir hejðu hugsað sjer að minnast hennar á þann hátt, eru þeir beðnir að snúa sjer með andvirðið til Bjarna fónssonar bankastjóra, og verður því þá varið til glaðn- ingar Játækum ekkjum. Akureyri 12. des. 1917. Rannveig Bjarnardóttir. Þórh. Bjarnarson. Jónína Guðmundsdóttir. ______ erkonungur að tillögu dönsku stjórn- arinnar hafði synjað fánakröfunni, þá verður íslenska þjóðin að kenna honum og væntanlegum eftinnönn- um hans, hvernig þeim beri að fylgja eftir mestu áhugamálum henn- ar. Eftir þessi málalok á þessari stjórn ekki að haldast uppi að svæfa þetta mál með framkomu sinni í ríkis- ráðinu 22. nóv. síðastl., heldur vetð- ur þjóðin að krefjast þess, að hún fari frá tafarlaust og varpa þannig á brott þeirri rýrð, sem falliö hefir á þessa mikilvægu og sjálfsögðu frelsiskröfu vora. Símfrjettir frá ”Austra“. 8. dcsbr. Bráðabirgðarvopnahlje á austur- vfgstöðvunum, er stendur 10 daga. Her Miðríkjanna hefir hafið sókn hjá Asiago og sótt fram um 10 kíló- metra og handtekið 11 þús. manna. Þjóðverjar hafa sótt fram hjá Cam- brai og tekið 9 þús. fanga. Junkaraflokkurinti á Prússlandi er andvígur endurbótum á kosninga- rjettinum. 9. des. Maxímalistar hafa orðið í minni hluta við kosningarnar á Rússlandi. Kerensky er aftur kominn fram á sjónarsviðiö. Lenin hefir í hyggju' að iýsa ó- giidar allar lántökur Rússlands. Þjóðverjar hafa gengið inn á að senda heim aftur belgiskar konur og börn, sem þeirfluttu til Þýskalands. Borgin Halifax brennur. Bandarík- in hafa sagt Austurríki stríð á hend- ur.

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.