Íslendingur - 25.01.1918, Page 3
4. tbl.
ISLENDINOUR
15
»•*»***••**••*«••»*•*
gert þá sótsvarta, sagðist aldrei hafa
getað lært það af Eskimóurri að skara
í logann og tempra hann svo að ekki
ósaði, en það gátu þeir með mestu
kúnst og kunnáttu.
Það er engum efa bundið að á
vetraríerðum í óbyggðum mundi snjó-
koíabygging geta komið mörgum að
liði. Hafi menn »prfmus« með sjer, er
ekki í kot vfsað. Frá fornu fari hefir
það ráð verið notað hjer á landi af
vegviltum mönnum í stórhrfðum að
grafa sig í fönn. Það hefir bjargað
rnörgum írá kali og dauða. Og má
öllum vera skiljanlegt að þar sem íje
þolir að liggja í lönn svo vikum skift-
ir þá ættu menn að þola það f nokkr-
ar nætur. En ekki er hægt að neita
því að vistin er þröng og dimm og
allur verður maður gagndrepa af vætu
nema sje varinn vatnsheldum fatnaði.
»Að grafa sig I fönn« hefir því verið
og mun verða neyðarúrræði. En et
við komumst upp á að gera okkur
snjóhús og höfum meðferðis eldfæri
og feldi tii að Iiggja á, eða helst
hvííupoka úr gærum, nesti og nýja
skó o. s. frv. — þá tel jeg það hægð-
arleik að fara um landið þvert og
endilangt f hörkum og stórhrfðum á
vetrardegi.
Hvað fatnaðinn snertir er efalaust
heppilegast að vera klæddur leldum
eins og þeir heimskautafararnir þegar
frostið íer upp í 20 0 og þar yfir.
Ullarfatnaður er að vísu nógu hlýr
þegar kyrt er, en sje stormur, næðir
gegnum hann þó margfaldur sje. Jeg
hef bjargað mjer þannig að vera yst
klæða í »waterproof«-treyju og skálm-
um úr sama efni, en hafa v. xdúks-
glóía utanyfir vetlingum. Þá næðir
mig lítið, en ott hef jeg óskað mjer
betri útbúnaðar. Þegar jeg hef sjeð
loðskinnafatnað heimskautafara og fiug-
manrra f verslunum erlendis, hefir mig
langað mikið til að fá mjer þesskon-
ar fiikur, en aidrei orðió úr. Sumpart
ekki tfmt að eyða peningunum til þess,
fieldur til annars óþarlara, en sum-
part hugsað sem svo; ísland er ekk-
ert ísland — þar þarf fremur að klæða
sig gegn rigningum en snjó og frosti.
En því skyldum við ekki sjálfir geta
búið okkur til loðskinnalöt — úr lamb-
skinnum, hundskinnum og kattarskinn-
unr?
Það er því miður aigengt hjá okk-
ur að menn búa sig illa til fetðalaga.
Etnkum er höfuðbúnaðinum ábótavant.
Mývatnshetlur sjást sjaldan, en þær
eru að minni reynslu ómissandi jafnt
í miklu frosti sem stórbrfðum. Ekki
að maður sjái lengur einu sinni góð-
ar loðhútur úr hundskinni, sem áður
voru trlbúnar í landinu — heldur
margskonar útlend óhentug »pottlok«.
Sleingrímur Matthíasson.
Kirkjan
Hádegismessa á sunnudagin.
Nærsveitamenn
lyrir framan Akureyri eru vinsamleg-
ast beðnir að vitja blaðsins í Höep-
Inersverslun, en þeir kaupendur blaðs-
ins, sem búsettir eru f hreppunum
lyrir utan Akureyri, vitji þess í versl-
un Sig. Sigurssonar.
• •••»•*•••••••»• •••••••• • • •-• -• ••••••••••••
Hœpin fundarsamþykt.
Á síðasta bæjarstjórnaifundi kom
fram tillaga frá bæjarfulltrúa O. Tul-
inius þess efnis, að bærinn keypti
hjá kaupmönnum hjer í bæ 200
sekki af rúgmjöli og geymdi pá
eitthvað fram á útmánuðina.
Tillaga þessi mætti talsverðri mót-
spyrnu á fundinum, en náði þó loks
samþykki.ef samþykki skyldi kalla 4 at-
kv. voru greidd með henni,3 á móti og 3
fulltrúar greiddu ekki atkvæði við
nafnakall. Tillagan var svo úrskurð-
uð samþykt og mun það rjett að
forminu til. En þegar þess er gætt,
að hjer var að ræða um 12 — 13000
kr. útgjöld fyrir bæinn, að minsta
kosti í biii, sem engin heimild var
fyrir í fjárhagsáætiun, þá virðist það
óneitanlega nokkuö hæpið að byggja
slíka fjárráöstöfun á jafn vafasamri
fundaiályktun og ekki frítt við að
nokkurs gjörræðis kenni hjá dýrtíð-
arnefndínni sje það satt, sern fullyrt
er, að hún hafi rokið í að kaupa
þessa 200 sekki þegar daginn eftir
fundinn, án þess að fjárhagsnefnd
og bæjarstjórn hefðu nokkuð um
það sagt, hvar eða hvernig þetta fje
ætti að fá.
Þegar svo hjer við bætast þær
17000 kr. setn síðasti bæjarstjórnar-
fundur samþykti að skifta upp í
kolum, þá þarf engan að furða, þó
hinum gætnari fjármálamönnum bæj-
arins þyki bæjarstjórnin seilast nokk-
uð djúpt ofan í vasa borgaranna og
fara allóvarlega með fje þeirra, að
ógleymdutn öllum dýrtiðarlánunum,
ekkt óííktegt, að þeir á sinum tíina
fari iram á vtð hana, að hún svari
fyrir þessar gerðir sínar og ráðs-
mennsku ytirleitt.
Erlendar símfrjettir.
Khöfn 17. jan.
Sagt er, að Miðríkin hafi komið
fram með mjög víðtækar kröfur á
friðarfundinum í Brest Litovsk og
heimti friðarsamninga þegar í stað
eða stríð ella.
Maxímalistar hafa sett Rúmenum
tvo kosti fyrir það, að Rúmenar hafa
hnept í varðhald ýmsa rússneska
fyrirliða úr hernum. Rússar hata
slept aftur úr varöhaidi sendiherra
Rúmena í Petrograd.
Stjórnin á Ungverjalandi hefir
sagt af sjer.
Búist er við því, að Þjóðverjar
hefji bráðlega nnkla sókn á vestur-
vígstöðvunum, í Flandern og við
Verdun.
Khöfn 22. jan.
Mesta óreiða í Rússiandi. Maxí-
malistar í minni hluta í þinginu. Á
fyrsta fundi þingsins lýsti Maxímal
istinn Sveodlov yfir því, að Rúss-
land væri lýðveldi verkamanna-,
bænda- og hermanna-satnbandanna.
Ailar eignir einsíakra manna væru
gerðar upptækar. Öllum mönnum
gert að skyldu að vinna. Verka-
mönnum mundi verða fengin vopn
í hendur, en vopnin tekin af efna-
mönnunum. Her Jafnaðarmanna yrði
komiö á. Öll ríkislán Rússlands yrðu
gerð ógild, og loks, að nefndir verka-
manna hefðu valdið í landinu, þrátt
fyrir íallbyssur hermannanna.
Með 273 atkv. gegn 140 var felt
að ræða yfirlýsinguna og gengu
Maxímalistar þá af fundi. Meirihlut-
itin samþykti þá í snatri frumvarp
bænda að senda friðarfulltrúa til
allra ófriðarlandanna. Stjórnin hefir
gefið skipun utn að upphefja þing-
ið, þar sem kosið hafi verið til þess
eftir kjörskrám gömlu stjórnarinnar.
Alment verkfall hefir staöið yfir í
Austurríki. Árangur samninga verka-
manna og stjórnarinnar hefir oiðið
sá, að ráðherrarnir hafa gengið að
kröfum verkamanna uin friðarskil-
mála, úthlutun matvæla, kosuinga-
rjett og kaup í hergagnaverksmiðj-
um. Verkamannaleiðtogarnir ráða
verkamönnum til þess að byrja aft-
ur vinnu.
Seitler hjelt því einkum fast fram,
að friður fyrir Austurríkismenn mætti
ekki stranda á því, að menn vildu
halda frarn landvinningum.
í Berlín er búist við því, að stjórn
Austurrikis verði að segja af sjer.
Bardagar byrjaöir milli Maxímal-
ista og Rúinena.
Pýsku herskipin, sem send voru
Tyrkjum í ófriðarbyrjun, Oöeben og
Bresiau, geröu tilraun til að brjótast
gegn um Hellusund. Bretar söktu
Breslau, en Göeben strandaði. Bret-
ar mistu 2 fallbyssubáta.
(Einkaskeyti Morgunblaðsins.)
Bæjarstjórnar-
kosningarnar
hjer ( bæ fóru (ram eins og ákveðið
var síðastliðinn íöstudag.
A-listinn fjekk 50 atkv.
B listinn — 181 —
C-listinn — 190 —
Kosningu hlutu því efstu menn C-
og B-listans:
Stefán Stefánsson skólam. með 182 atkv.
Erl.FriðjónssonkaupV}e\ stj. - 179 —
65 seðlar voru ógildir, og er slíkt
ekki vansalaust fyrir kjósendur þessa
bæjar, að rúm 30 °/o þeirra atkvæða,
sem greidd voru, skuli úrskurðuð ó-
gild fyrir ýmsa galla, sem engum kjós-
anda var vorkunn-á að vtgrast.
Menn virðast vera seinir að læra
þessa kosningaaðlerð til hlýtar.
Af Austfjörðum.
Seyðisfjörður 23. jan.
Mikill lagís er hjer á firðinum, —
»Lagarlossi< og »Botn(u< tókst þo að
komast gegnum hann I gær og hjeldu
suður á bóginn. Taisvert al vörum
þeim I >Lagarfossi«, sem áttu að fara
til Norðurlandsins, var sett á land hjer.
Eskifjörður 24. jan.
»Lagaríoss« kom hingað í 'gær.
Hefir hann lagt upp Norðurlands vör-
urnar hjer, á Norðfirði og Seyðisfirði.
Haííshrafi hefir komist alla leið suður
lyrir Gerpir. Þar fór »Lagaríoss« í
gegnum halfsspöng, er hann kom
hingað.
• • •• •• • • • • ••••••••••
1
I sófahorninu.
n 1
Sunuudagur og 270 |frost úti.^Inni
er hlýtt og gott ( sófahorninu. Það
liggur bók á borðinu. Jeg opna hana
og les: »Það er ekki sannleikurinn
sjálfur, sem stækkar mennina, heldur
er þaó íyrirhöfnin að leita að honum,
sem gerir það. Það er hún sem eflir
andlega krafta mannsins, og gerir hann
æ fullkomnari. En þeim, sem finst að
hann hafi fundið sannleikann er hætt
við hóglífi og mikillæti.
Ef guð hjetdi á sannieikanum í hasgri
hendi, en hinni djúpu þrá mannkyns-
ms að leita að sannleikanum I þeirri
vinstri og segði: »Hvora hendina viltu
heldur?« Þá mundi jeg með auðrnýkt
velja þá vinstri og segja: »Faðir, jeg
vil vinstri hendina. Sannleikurinn er
einungis fyrir þig einan.«
Draumvísa.
• Heiminn Vindur hafa fylt,
höf og strindi dreira gylt,
blóðs kviksyndi bræðra spilt,
bikai synda löngu íylt.«
Stökunni fylgdi '‘alllöng saga um
drauminn og vísuna, og undirritað:
»Gamall Vestfirðingur.« Hið helsta eíni
sögunnar er þetta. Fyrst kvaðst hann
hala þótst vera staddur — hvar mundi
hann ekki,—helst á Rfnárbökkum eða
Saxelfur, þá mættu honum tveir afar-
tigulegir menn, báðir herklæddir að
foruum sið, var annar meiri vexti
og bar bi3kupsiiúfu ofaná hjálminum
og hafði bagal í hendi; hinn var minni
vexti og unglegri sýnum og haiði exi
mikia f hendi. Þeir störðu á mig um
stund og bauð mjer heldur stuggur af
þeim, þótt eg væri í vígahug. Tók
hinn mikii maður með mftrið til máls:
Finis Vindlandiœ! (0: endalok Vinda).
Heyr nú og nem stöku þessa. Síðan
kvað hann stökuna, er eg þegar nam.
Og þá tók hinn ungi maður til máls
og mælti langt erindi, er alt laut að
fornsögu Vinda, er hann kallaði for-
íeður Prússa. Þá tók að ruglast draum-
ur minn, svo samhengið slitnaði, en
það man eg að hann þóttist lyrstur
hafa. sigrað hina grimmu víkiugaþjóð,
er hann ban'ist með Dönum og Norð-
mönnum á Hlýrskógsheiði. Meðal ann-
ars gat hann um vísur nokkrar um
þann bardaga og hann sagði skýrt
vfsuhelming Þjóðóits skálds:
Vítt lá Vinda flótti,
varð þars Magnús barðisk
höggvinn valr at hylja
heiði rastar breiða.
Þóttist eg þá vita að þeir sem við
mig ræddu, voru þeir Absalon erki-
biskup og Magnús konungur góði.
Aí. f.
Fuiltrúaskifti.
Stjórnin hefir ákveðið, að Jón Si-
vertsen verði kallaður heim frá Ame-
ríku. Um næstu mánaðamót fer »Guli-
foss« til Ameriku; á honum fer Gunn-
ar Egilsson skipamiðlari með (jöl-
skyldu sína til Ameriku, sem fulltrúi
stjórnnrinnar,