Íslendingur - 15.02.1918, Page 1
ISLENDINGUR
• • •-• ••«••»»»•»*• •••••«••• ••• •—•«
4. árg. •
Ritstjóri: Sig. Einarsson Hlíöar. — Akureyri, föstudaginn 15. febrúar 1918.
#H| ♦ • • • ♦ •-•
6. tbl.
• •••••••• •••••••••• •• ••• •• • • •• •• •• •• • •• ••-••• ••••••• • •-••••••••••«••••••••••••••••• •
Lljer með tilkynnist, að jarð-
1 * arför okkar elskulega sonar,
Þorsteins Jónassonar fer fram frá
heimili okkar Lundargötu 11
þann 16. þ. m. kl. 12 á hádegi.
Akureyri 13. febr. 1918.
Helga Kristjánsdóttir.
jónas Þosteinsson.
Brjefkajlar fráútlöndum
Af því að jeg gizka á að fleirum
en mjer þyki fróðlegt að heyra radd-
ir hvaðanæva úr heimi nú á tímum,
bið jeg >íslending« að miðla lesend-
um sínum neðanritaða fróðleiksmola
úr brjefum frá erlendum kunningjum
mínum — og segi jeg eins og krummi:
kroppaðu með mjer nafni minn! —
Þýðingin má heita orðrjett.
Stúlka í London skrifar föður mín-
um 5. jan. 1918:
. . . Ægilegt er þetta stríð sem heldur
áfram ár frá ári, svo að nú upp á síð-
kastið er orðið erfitt fyrir okkur að afla
okkur nauðsynlegrar fæðu. Pó líðum við
enga neyð, heldur verðum einungis að
vera án ýmsra hluta sem okkur þóttu áð-
ur góðir og láta okkur nægja með minna.
Og jeg held ekki að nokkur þurfi að
svelta.
Við höfum orðið fyrir mörgum loftárás-
um. Verst var það í september. Þá komu
flugvjelahópar nótt eftirnótt. Lítil sprengi-
kúla fjell niður við þriðja húsið frá okkur
og brotnuðu ailar rúður við hvellinn en
enginn særðist. Þrjár kúlur sprungu rjett
hjá gamla húsinu þar sem við áður bjugg-
um þegar þú varst hjá okkur og seinna
sonur þinn. í sumar var jeg í Margate
(það er baðstaður suður við sjó). Þá
sprungu margar kúlur rjett þar hjá sem
jeg bjó. Hvellirnir vóru voðaiegir, það var
eins og eldingar leiftruðu og alt Ijek á
reiðiskjálfi. Móðir mín [hún er nú dáin
eftir langa vanheilsu í hárri elli, þýð.] var
aldrei hrædd við árásir flyglanna og jeg
held að flest eldra fólk taki þeim með
stillingu, en okkur er ekki beint vel við
þá. Við reynum að fara okkar ferða fyrir
þeim og yfirleitt eru spell þeirra ékki
ýkjamikil í þessum hluta bæjarins. Ef þú
kæmir núna til London mundirðu finna
margt á annan veg en áður var. Alstaðar
eru konur að verki, við járnbrautir, í spor-
vögnum, á veitingastöðum, já við götu-
vinnu — í stuttu máli alstaðar. Á kvcldin
og nóttunni er kolniðamyrkur og alstaðar
er fátt um karlmenn nema þá sem í hern-
um eru og hermenn eru á hverju strái....
Ounnar bróðir minn í Seattle á
Kyrrahafsströndinni skrifar 19. sept.:
. . . Loksins lentum við f stríðiuu og
mjer er óhætt að segja að nú síðan við
áttuðum okkur á því erum við flestir
Bandaríkjamenn hjartanlega samhuga í
því að hætta ekki fyr en keisaravaldinu
þýska hefir verið komið fyrir kattarnef,
því þó að lýðveldið okkar hafi marga ann-
marka, þá erum við sannfærðir um að
okkar stefna sje heiminum holiari; og glað-
ir og öruggir fylgjuin við forustu okkar á-
gæta Wilsons, því enginn forseti að und-
anteknum Lincoln hefir verið þjóðinní
kærari. — Margt gengur skrykkjótt hjer í
landi því mikið bryddir á baráttunni milli
verkalýðsins og auðvaldsins, en þjóðin er
smámsarnan að vakna til meðvitundar um
það að kröfur verkalýðsins eru sanngjarn-
ar í aðalatriðum og þó við búum við
pólitískt lýðveldi þá nær frelsið aldrei há-
merki sínu fyr en við höfum náð »indu-
strial democracy«, þ. e. fullu lýðfrelsi í
iðnaði og atvinnuvegum; því nóg er hægt
að framleiða í þessu allsnægtanna landi
svo að allir sem vilja vinna og framleiða
hafi nóg. Nú er þjóðin öll í hamförum að
búa sig undir stríðið og fjöldi hermanna
hafa verið sendir til Frakklands, en lík-
legt er að hermenn okkar taki ekki mik-
inn þátt í stríðinu fyr en að vori ef að
stríðinu verður þá ekki lokið. AUir upp
að 32 ára eru skyldaðir í herinn ef þeir
hafa ekki þungar fjölskyldur að sjá um
eða eru fatlaðir, og auðvitað sleppjegvið
herþjónustu. Allir verkfærir menn hafa nú
nóg að gera um ait landið þvi okkur er
ekki nóg að framleiða til okkar eigin
þarfa; allar aðrar þjöðir mæua til okkar
hungruðum augum. Hjer í Seattle vinna
ekki færri en 20—30,000 manns að skipa-
smíði enda hefir sú iðn aukist stórkost-
lega vegna stríðsins; kaupgjald verkalýðs-
ins er mjög hátt og verslun því óvana-
lega fjörug, en verð á öllum nauðsynjum
hefir hækkað að sama skapi. . . .
Franskur stjettarbróðir minn sem
áður átti heima í Toulon en nú í
Lorient í Bretagne skrifar mjer 12.
des. 1917. Hann var fyrir nokkru
skipslæknir á spítalaskipi sem flutti
særða menn frá Saloniki til Toulon
og Marseille en nú er hann forstöðu-
maður bakteríurannsóknastofu í Lori-
ent. Hann skrifar:
. . . Mig minnir að jeg skrifaði þjer að
Þjóðverjarnir (les Boches sem hann kallar)
voru hættir að viðurkenna friðhelgi spí-
talaskipanna og reyndu stöðugt að sökkva
þeim, Þetta tókst þeim stundum, en þá
tókum við til okkar ráða og ljetum skip-
in hafa innanborðs hópa af þýskum liðs-
foringjum að gislum. Hvort sem nú kaf-
bátarnir hafa hikað við eða ekki getað
sökt fjelögum sínum þá er víst að síðan
hafa Bokkarnir látið skipin hlutlaus. Við
höfum því slept gislunum og fengið í
þeirra stað spanska eftirlitsmenn sem gæti
friðhelginnar.
Jæja — nú er fjórði fimbulveturinn byrj-
aður og verður sennilega harður í horn
að taka. Bandalagsrof Rússanna gerir
okkur erfiðan ábæti á vestari viglinunni.
En engin hætta er á því að við verðum
ekki nú eins og hingað til hættunni vaxn-
ir; eigi að síður grípum við með gleði
við hjálparhönd Vesturheimsmanna. Eftir
því sem árin hafa liðið finnuin við meira
og meira til að við eigum í ófriði. Fyrstu
tvö árin lifðum við í ailsnægtum og von-
uðum altaf að brátt yrði alt á enda, en
nú eru inenn ef til vill altof varfærnir og
sparneytnir og það er hyggilegra, en ó-
mögulegt er annað að segja en að við lif-
um enn þá þolaniegu lífi. Þó gasljósun-
um hafi fækkað á götunum þá er enn þá
nóg af rafljósum og fyrir Iítið verð, og
leikhús og skemtistaðir tæmast ekki.
Brauðbúðirnar hafa nóg af brauði og kök-
um. Það er helst klæðnaður og skófatn-
aður sem er vandfenginn; maður hjálpar
sjer með því að útnýta föt sín betur en
áður — og þar sem þetta er orðin þjóð-
venja tollum við allir í tískunni. Það er
enn þá ógrynni af fje í landinu, en menn
halda í það því flestir óttast veri i tíma og
allir þeir sem höfðu iagt auð sinn í rúss-
nesk verðbrjef eru kvíðafuliir. En hvað
sem þessu líður þá bíða menn yfirleitt
vongóðir um framtíðina. Það lá við að
ýmsum fjeili allur ketill í eld yfir föður-
landssvikunum sem uppvíst varð um en
sem ekki komu að sök; og þýskum »róg-
málm Rínarc hafði verið dreyft víðsvegar
föðurlandi voru tii falls. Nú eru sakadólg-
arnir í varðhaldi og hafa því þeir náð
sjer aftur sem örvæntu um hag fósturjarð-
arinnar. En sárt er að hugsa til þess með-
an landið á í blóðugum bardaga að til
skuli vera Frakkar — og þeir ekki af ref-
ilstigum — sem geta fengist til þess að
svíkja ættland sitt í trygðum.
Skyrið — sem jeg nú er orðinn leikinn
í að búa til—gefst mjer ágætlega. [Jeg sendi
honum skyr frá Guðnýju á Stórhóli fyrir
nokkrum árum og hann hefir rannsakað
skyrgerlana ýtarlega. Þýð.] Kona sem í 10
ár hafði þjáðst af meltingartregðu og líf-
sýki er orðin albata eftir að hafa neytt
skyrs í þrjú ár. Jeg hef sent sýnishorn af
því til Pasteur-stofnunarinnar. . . .
Loks vil jeg setja hjer kafla úr brjefi
frá dönskum stórkaupmanni, því það
gefur góða hugmynd um ástandið í
Danmörku. Brjefið er dags. 20. nóv.
1917:
. . . Hjer er orðinn allmikill skortur á
matvælum. Frá 1. des. er okkur* skamtað
smjör, aðeins 'h pd. á mann á viku og
V2 pd. af annari feiti. Það er enginn ríf-
legur skamtur en betra þó eu í Svíþjóð
og Noregi þar sem þeir verða að láta sjer
nægja með langtuni minna og stunduin
ekkert. Fyrir viku síðan las jeg að í Sví-
þjóð fengju menn aðeins 7 kvint hver til
vikunnar af smjöri, en bæði þar og í Nor-
egi er hin mesta kornekla. Af veikum
mætti verðum við nú að miðla þeim af
okkar forða — við komumst ekki hjá því,
þar eð sulturinn sverfir að þeim.
Landbúnaðurinn danski er ekki lengurí
sínu góða gengi og það stafar af því að
við getum ekki lengur viðað að okkur því
sem útheimtist til að halda vjelinni gang-
andi, Við getum ekki fengið tilbúinn á-
Jeg undirritaður kenni að taka
inál og sníða karlmannsföt,
einnig kvennkápur og dragtir.
W. Hansen.
burð og heldur ekki fóður handa gripun-
um. [Danir hafa flutt til sín rúg og fóð-
urkökur frá Rússlandi en maís og salt-
pjetur frá Ameríku. Þýð.J Af þessu tvennu
leiðir að menn verða aistaðar að skera
niður bæði stórgripi og svín. Af því leið-
ir aftur að jörðiu fær minni skepnuáburð
og uppskeran verður þess minni næsta
ár. Hænsnum hafa menn einnig orðið að
lóa þar eð engan maís er að fá. Eggið
kostar nú 20 aura og þar yfir. Smjörlíki
fyrirfinst ekki framar þar eð engin »kopra«
flyst hingað lengur. [Kopra er kókoshnetu-
kjarnar sem kókosolía er unnin úr. Þýð.]
Af þessu er Ijóst að útlitið er alt annað
en glæsilegt, en þó megum við vera for-
sjóninni þakklátir að búa ekki í jafn-
hrjóstrugu landi og Noregur. Veslings
Norðmenn! En þeir þakka okkur þó fyrir
hjálpina — en íslendingar sem við í ár
höfum sent mörg þúsund tunnur matar—
þeir vilja aðskilnað frá Danmörku. Vera
kann að þeir fái hann í tæka tíð.—Stein-
olíu höfuin við ekki hjer i landi lengur
til ljósa. Þeir sem ekki hafa rafljós verða
að láta sjer nægja Acetylenljós ojf" tólgar-
kerti. Stearinkerti eru ófáanleg. í sveitun-
um er nú algengt að nota lýsiskolur bæði
í gripa- og ibúðarhúsum, Það er græn-
lenskt lýsi. íslenskt lýsi hefir enn ekki
komið en er væntanlegt. . . .
Síðasti brjefkaflinn finst mjer eink-
um fróðlegur fyrir íslenska bændur og
svo fanst Stefáni skólameistara þegar
það barst í tai. »Nú fer búskapur
Dana,« sagði Stefán, »í kaldakol í
bráðina fyrir það að þá vantar bæði
fóður og áburð. Hvorttveggja verða
þeir að sækja að. Það er í rauninni
hart að íslenskir bændur skuli ekki
enn þrátt fyrir margar brýningar geta
skilið að alt er komið undir að hafa
nóg af fóðri og mat handa skepnun-
um og þá um leið nógan áburð á
heimalandið. Við þurfum að tryggja
hverri sveit nægan fóðurforða til far-
daga hverra að minsta kosti. Þá fyrst
verður aldrei skepnufellir eða niður-
skurður, og þá blómgast búskapurinn
eins og hann gerði hjá Dönum. Og
hart er að sjá alla kálfa skorna í stað
þess að ala þá upp til margfalds á-
góða síðar eins og Danir hafa auðg-
ast af á undanliðnum tímum. Það er
Skrælingjabúskapur að skera niður ný-
fæddar skepnurnar í stað þess að
láta þær vaxa til enn meiri arðs. Nei,
á íslandi mætti búa betur en gert er.
Mundu eftir afrjettunum okkar sem ala
þúsundir fjár ókeypis á sumrin. Við
höfum afrjettina framyfir Dani en
önnur skilyrði jafngóð og ef til vill
betri.«
Hver eyru hefur að heyra, hann
heyri!
Steingrímur Mattfilasson.