Íslendingur

Ataaseq assigiiaat ilaat

Íslendingur - 23.04.1920, Qupperneq 1

Íslendingur - 23.04.1920, Qupperneq 1
Islendingur. Ritstjóri og eigandi: Brynleifur Tobiasson. 6. árg. j Akureyri, Föstudaginn 23. Apríl 1920. 20. tbl. Sumarhugleiðingar. Sumardagur- inn fyrsfi. Pað er sagt, «að enginn vilji slna barnæsku muna". Sannar þessi máls- háttur dramb og oflæti mannskepn- unnar; en stundum lækkar hrokinn og barnið í sál vorri hrósar sigri. Og ætti pað eigi einmitt að brjótast fram einna helzt á peim stundum, er sjerstaklega eru tengdar viðkvæm- um minningum barnæskunnar? Jú, vissulega. Sumardagurinn fyrsti er einn þeirra daga, er íslenzk börn unna mest; hann er mesti eftirlætis- dagur þeirra næst Jólunum. Oss fanst ætíð góður vinur rfða í garð, þegar Sumardagurinn fyrsti kom. Hann kom llka með gjafir, sumargjafirnar, sem vjer öll þekkjum. Og úr því fór jafnan að birta yfir jörðunni og hlýna í lofti. Grænum grösum tók að skjóta upp úr jörðunni og dag- urinn lengdist óðum. Svona var það . og er það enn, því að þótt »hinni öldruðu sveit* virðist heiminum stöðugt hraka og Veðráttufariö versna, verður að lfta svo á og má með rökum sýna fram á, að minsta kosti að því er kemur til veðráttufarsins, að svo er eigi. En augu sumra manna eru svo haldin, að þeir sjá naumast sólina, þótt hún skíni í heiði. — Vjer, sem komin erum af barnsaldri, hlökkum eigi lengur til Sumardags- ins fyrsta á sama hátt og áður, en — það er jafnan nóg af blessuðum börnum, sem þrá þennan feginsdag af heitu hjarta. Þeim finst sem þau stigi nýja fold fótum, er Sumardagurinn fyrsti rennur upp. Og það er ei undarlegt, þó að œskan fagni vorinu. Vorgyðjan kemur i,með sól í fangi og blóm við barm«. Hún gleður æskuna — Allar raddir nátt- úrunnar syngja dýrðlegan fagnaðar- óð þrunginn himneskri gleði í faðmi vorsins. Og barnið fær fullnægt sinni fegurðarþrá, því að hvað getur feg- urra enn yndislegt vor með nótt- lausan dag? Enn er að minna á gróður og starf. Vorið bendir oss til starfa. Gróðrarkrafturinn vekur til Iífs öll þau frækorn, er legið hafa í mold- inni í vetrarnæðingunum. Æskan er starfhneigð. Barnið vill stöðugt hafa eitthvað fyrit stafni. Vjer íslendingar erum að byrja að eiga með oss sjálfir. Oss hefir þótt hart í ári undanfariö. Vjer höfum kveinað og kvartað. Og samt erum vjer flestum þjóðuin hamingju- samari. — Ógæfan hefir riðið með tvo eða íleiri til reiðar um veröld- Vorið og æskan. Jjjóðin og vorið. ina undanfarin ár, en vjer hjer »á hala veraldar* sitjum í friðarskjóli, eigum auðvitað við marga erfiðleika að stríða, eins og gengur og gerist, en heimtum fullveldi vort á þessum árum. Þetta svonefnda fullveldi finst sumum vera »orð, orð innantómt*, en þeir munu þó vera fleiri, er fagna og þykir vel hafa skipast um þetta mál. — Einn hinn harðasti vetur er um garð genginn. Og ýmislegt fyllir menn kvíða, — en íslendingar mega ekki kvíða, því að nú á eigi að vera tími til neins annars en voryrkjunn- ar á akri hins unga ríkis. Vjer er- um fáir, en Iátum það eigi hrella oss. Höfðatalan er eigi aðalatriöið, Ef vjer vinnum kappsamlega, en þó með allri forsjá, mun ísland blómg- ast. Brennum þessi fornu vfsuorð inn í hug og hjörtu landa vorra: »Ár skal rísa sás á yrkjendr fá ok ganga sfns verka á vit.« Vjer eigum að fá öllum mikið að starfa. Og takmarkið á að vera, að öllum geti liðið vel i landi voru. En það sem mestu skiftir er það, að vorið nái tökum á hjörium vorum. — Til þess að það megi takast er eitt ráð og það er þetta: Að ala þjóðina upp í einum anda að einu verki, blása henni í brjðst heilbrigðum lífsanda vor- gleði og vorgróðrar. — Eitt hinna yngri skálda vorra hefir sagt: »E( þú velur þjer vorið til íylgdar og vorið er sál þinni skylt og vitirðu, hvað þú vilt, þjer treginn lækkar og trúin stækkar og himininn hækkar.« Trúin þarf að vaxa, trúin á Ouð. föðurlandið og sjálfa oss. Ef hún er nógu örugg, munum vjer vakin og sofin starfa og starfið bera góðan árangur. — -.....— Allar þjóðir, sem kom- Uppeldis- ist hafa upp á fegins- málin. brekku svonef ndrar menn- ..... ingar, hafa lagt hina mestu rækt við uppeldi barna og unglinga. — Og það sem oss viröist næst liggja er einmitt uppeldismál þjóð- arinnar. Vjer þurfum samrwmi og eigum að marka slefnu l þessu mikla þjóðþrifamáli. En það fyrsta, sem gera þarf til þess að koma þessu máli á rekspöl, er að efla kennara- mentun i landinu, magna fimleika i skólum og utan þeirra og helzt koma á hið fyrsta þegnskylduvinnu, er vandað sje til sem bezt, svo að hún nái tilgangi sfnum, þeim að kenna mönnum hlýðni, samtök og rjett vinnubrögð. — Hjer er fljótt farið yfir sögu, en vjer munum bæta það upp sfðar og minnast nokkru gjörr á þessi þrjú stórmál, er nú Æfintýri á gönguför verður leikið i síðasta sinn nœstkom. Sunnudag, kJ. 7 6. h. (opnað kl. 62) Nánar á götuauglýsingum. Leikfjelagsstjórnin. höfum vjer rjett lauslega drepið á, nfl. skólamálið, iþróttir og þegn- skylduvinnu. Vjer væntum þess, að allir flokk- ar hjer á Iandi sje oss sammála um( að uppeldismálunum þurfi að koma í annað horf en nú eru þau i, og að fyrsta sporið til þess að hefja þjóðina sje að fá æskunni gott veg- nesti, efla þrótt hennar og þor, and- legt og líkamlegt. __________ Eitt af því, sem stend- I ur þjóð vorri mest fyrir mnan. j þrj{um_ er iöjuleysið. “ E11 það væri ranglátt að segja, að öll þjóðin sæti auðum höndum. Fjöldi feðra og mæðra um land alt og eigi síður upp til sveita en í sjávarþorpum vinnur baki brotnu nótt með degi, en æskulýð- urinn þýtur burt frá starfinu heima. Petta er rjett og sjálfsagt, ef erindið að heiman er það, að afla sjer ment- unar og námið er rækt af alúð og áhuga, þvf að slík heimanför gerir viðkomanda starfhæfari en áður var hann. En sje erindið að heiman að fá næði til að liggja í leti og ó- mensku, stundum undir því yfir- skyni að vera við nám, þá er mjög ilt til þess að vita. Þeir ungir menn og konur, er það aöhafast, er nú var sagt, eru hreint og beint inutile pondus terrae. — * Það sem mest á ríður nú af öllu oss íslendingum er að prjedika og brýna fyrir oss ágæti starfsins. Deyfð vor og eymd stafar mest af þvf, að vjer þekkjum ei þann kraft, er í oss býr. En ef vjer tökum á krðftunum og herðum oss, munum vjer sjá, að vjer eigum meiri höf- uðstól í sjálfum oss enn oss hafði nokkru sinni grunað. Það gerir oss að meiri mðnnum aö starfa af alefli. — Einn vinur vor kvað einu sinni: »Það er fyrsta sporið á (ramans braut, það er (ylsta vörnin í hverri þraut, — en þó a( svo (áum þegin: Að þekkja sjáifs sín þrek og mátt, að þora að stefns nógu hátt . . .« * óþörf þyngd jörðunni, Hannes Hafstein segir einhvers- staðar, að Iandið (ísland) sje eins og órættur draumur eða óráðin gáta. — Með sama rjetti má segja þetta um þjóðina. — Vjer vonum, að draumurinn rætist hið fyrsta og gát- an verði leyst innan skamms; Með þeirri von óskar lslendingur öllum lesendum sínum fjær og nær gleðilegs sumars. Samsöngurinn. Hinn 19. þ. m. áttu bæjarbúar völ á fágætri skemtun í samkomuhúsi bæj- arins, en það var samsöngur 18 manna karlakórs, undir stjórn Magnúsar Ein- arssonar, organleikara. Það eru mörg ár síðan »Hekla« hætti að syngja, en nú hefir gamli maðurinn aftur tekið sjer söngsprot- ann í hönd og með þeirri sömu at- orku og áhuga, sem Magnús hefir stöðugt sýnt í þvf, að halda uppi sönglist hjer í bæ, hættir hann Hk- lega ekki fyr en hpnn hefir gert þenna kór svo úr garði, að skipa megi hon- um á bekk með »Heklu«, og þá tel jeg vel farið. En M. E. á við mikla crfiðleika að strfða. Margir þeir, sem Magnús hefir yfir að skipa, eru lítt eða með öllu óæfðir söngmenn, og það sætir furðu, hve vel honum hefir tek- ist að kenna þeim; en það má óefað fullyrða, að fáum hefði tekist það bet- ur. Yfirleitt má segja, að öll lögin hafi teki3t vel, nema »Nökken« (KjeruK), og sum iögin tókust ágætlega, eins og t. d. »Sveinar kátir* (Spohr), »Jeg man þig énnþá* (Sigfús Einarsson), »ög jeg vil ha’e mig en hjærtens kær« (Söderman) og »Hvila vid denna kíilla* (Bellman). Þó var bassinn helzt til veikur aumstaðar, en það mun vera af þvf að hann stendur á bekkjum rjett íyrir neðan tjaldið, sem kæfir tónana að nokkru. Þetta er auðvelt að laga. Það hlýtur að gleðja söngflokkinn,

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.