Íslendingur

Útgáva

Íslendingur - 20.08.1920, Síða 1

Íslendingur - 20.08.1920, Síða 1
Islendingur. Ritstjóri og eigandi: Brynleifur Tobiasson. 6. áfg. ? Akureyri, Föstudaginn 20. Ágúst 1920. t 37. tbl. Siglingafjelag Norðlinga. Stutt athugasemd. Blaðið .Norðurland" 14. þ. m. byrjar á því, að „Íslendingur" hafi „í sumar verið hljóöpípa þeirra, sem hvetja mjög til þess, að hafist sje handa nú þegar til að stofna fjelags- skap norðanlands til að safna fje til vöruflutningaskipskaupa eða flutn- ingaskipsútgerðar norðanlands, sem hafi stjórn sína á Norðurlandi og bindi sig aðallega við flutninga til þessa landsfjórðungs og milli kaup- túna í honum". Oss kemur nokkuð á óvart, að Nl. skuli snúast jafnöndvert gegn siglingafjelagshugmyndinni, sem nú er raun á orðin. Vjer færðum þetta í tal við þann mann, sem sténdur á blaðinu sem eigandi og ritstjóri, og tjáði hann oss þegar, að greinin væri eigi eftir sig og að hr. Björn Jónsson fyrv. ritstjóri Fróða, Stefnis etc. væri ritstjóri þessa Ni.-blaðs.— Vjer gerum því ráð fyrir, að hann sje þessi Bárður, er ritar þessar athugasemdir um stofnun Siglinga-. fjelags Norölendinga. Þessi Báröar-grein er ekkert annað en úrtölu-væl annars vegar og hins vegar básúnuhljómar ánægjunnar til Eimskipafjelags íslands. Höfundur greinarinnar vi.ll að Norðlingar treysti Eimskipafjelagi íslands og vonar, að alt muni lagast- Hins vegar telur hann öll tormerki á því, aö Norðlingar sje færir um að eignast skip og reka það. Vjer vitum með vissu, aö mikill áhugi er víösvegar á Noröurlandi íyrir því, að keypt sje skip til vöru- flutninga milli útlanda og Norður- lands og svo milli hafna norðanlands. Menn eru orönir þreyttir á samgöngu- leysinu. Oreinir þær, er birzt hafa í íslendingi í vor og sumar um þetta efni eru/því sannarlega ekki hrópandans rödd úr eyðimörku, heldur hreint og beint í samræmi við skoöanir fjölda Norðlinga. Það er með öllu óverðskuldað aö bregða þeim mönnum um gorgeir, mont, fjórðungsmikillæti etc., sem ritað hafa um þetta mál af miklum áhuga. Bárður telur það „flan* að stofna sjerstakt siglingafjelag hjer á Noröur- landi. Ef þessi góöi herra hefir enga trú á framtíð Norðurlands, vantreystir Norðlingutn til alls, en vill varpa allri sinni áhyggju upp á Reykjavík, þá er sjálfsagt rjettmætt frá hans sjónarmiði að stimpla slíkt fyrirtæki sem siglingafjelag hjer með orðinu „flan". Vjer vonum annars, að hr. Jón Stefánsson, eigandi og ritstj. NI., er svo oft hefir t>rýnt Norðlinga að standa fast f stigreipinu til þess að halda jafnvægi milli landsfjórðung- anna, vilji afturkalla þetta úrtölu-væl Bárðar, en berjast drengilega í flokki þeirra manna, setn trúa á mátt og megin Norðlinga, meðal annars styðja af alefli það nauðsynja-fytir- tæki, sem Siglingafjelag er fyrir Norðurland. Til Pór. E. Tulinius d sextugsafmæli hans úti á Atlantshafi 28. Júli 1920. Við tölum ekkert um tímans flug, Túlinius. En við minnumst á dáð og dug, Túliníus, hjá dreng, sem erlendis ungur fór á eigin spýtur og varð þar stór Túlinius. Þú mundir œ þina móðurjörð, Túlinius. Og œskubólið við Eskifjörð, Túlinlus. Úr rústum alt vildir reisa þú og rœkta landið og stcekka bú. Túlinius. Og bráðum fleyin þin flutu’ um dröfn, Túlinius. Og fluttu vörurnar heim i höfn, Túlinius. Við skildum þig ekki alla tíð, þú áttir stundum við þjark og strlð, Túlinius. En nú er unnin mjög erfið þraut, Túlinius, og mörgum hugsjónum brotin braut, Túlinius. Þú segist nú vera sextugur, en sýnist vart meir en jertugur, Túliníus. Og hvar sem fley ber þig Fróns að strönd Túliníus, þig biður velkomin vinar hönd. Túliníus. Menn bjóða velkominn víkinginn og virða drenglund og kjarkinn þinn Túliníus. Og lifðu enn þá um langa tlð Túlinlus. Og enn sem fyrri við starf og strið, Túlinius. Og fœrðu þjóð þinni gœða gnœgð og gœddu sjálfum þjer auð og frœgð Túlinius. Þ. G. Þórarinn Tulinius stórkaupmaður var hjer á ferð ásamt frú sinni og hjelt áleiðjs austur landveg til Seyðisfjarð- ar. A leiðinni hingað til landsins, átti hann sextugsaímæli sitt. Samfögnuðu honum þá samferðamenn hans á skip- inu og bjeldu honum samsæti um kveldið. Meðal farþeganna var Þor- steinn skáld og ritstjóri Gfslason; flutti hann heiðursgestinum kvæði það, sem hjer fer á undan. Pálmi Pálsson, yfirkennari. Þess var getið hjer í blaðinu um daginn, að Pálmi Pálsson yfirkennari hefði orðið bráðkvaddur í Kaup- mannahöín 21. Júlfdag síðastliðinn. Með honum er í val fallinn einn af merkustu og lærðustu íslehdingum. Pálmi Pálsson var fæddur 21. Nóv- ember 1857, að Tjörnum í Eyjafirði. Voru foreldrar hans merkishjónin Páll bóndi Steinsson og Marfa Jónsdóttir, er bjuggu langan aldur hinu mesta rausnatbúi að Tjörnum. — Pálmi fór í skóla og lauk stúdentsprófi vorið 1880 með 1. einkunn. Sigldi hann nú til Kaupmannahafnarháskóla og tók að leggja stund á norræna málfræði. Lnuk hann meistaraprófi f þeim fræðum ár- ið 1885. Fór þá til íslands. Var stunda- kennari við lærða skólann frá 1885 — 1895, en fastur kennari var hann skipaður 7. Nóvember 1895, en yfir- lcennari varð hann fyrir 7 árum, er Steingrfmur skáld Thorsteinsson Ijet aí skólameistaraembætti og Geir Zoega tók við. Meðan Steingrfmur var rektor, var Pálmi sál. umsjónarmaður skólans. Stundaði hann það starf, eins og alt það, er hann fjekst við, með hinni mestu kostgæfni. Sjerstaklega ljet hánn sjer ant um skólabókasafnið. Aðstoðarbókvörður við Landsbókasafn- ið var hann frá 1. Jan. 1888 til 31. Okt. 1895. Umsjónarmaður Forngripa- safnsins (er nú heitir Þjóðminjasafn) frá 8. Júlí 1892 til 30. Sept. 1896.— Hann var og um larigt skeið f stjórn Fornleifafjelagsins. Kvæntur var hann Sigrfði Björns- dóttur Hjaltested (5. Okt. 1889). Áttu þau einn son, Pál cand. juris f Reykja- vík. Pálmi yfiikennari var maður mjög vel lærður í norrænum fræðum, ná- kvæmur og framúrskarandi vandvirk- ur. Þröngsý.in grúskari var hann eigi og hafði því eigi neiha löngun til að gera land vort að »fornaldar ískjall- ara<. Kennari var hann skýr og ljós. Var íslenzka aðalkenslugrein hans lengstum í skóla. Honum var sönn unun að miðla fróðleiksgjörnum pilt- um af forða þekkingar sinnar; ljet hann sjer aldrei nægja hálfkveðna vtsu, skýrði nákvæmlega og grand- gæfilega. Fór sá aldrei f geitarhús ullar að leita, er bað bann skýringar á fornum stöfum. Var honum það á- hugamál, að þeir piltar, er löngun höfðu til þes3 að læra í skólanum, hefði erindi eftir erfiði; en þeir, sem enga mentalöngun höfðu, þótt á skóla- bekk sæti þeir, áttu eigi ætfð upp á pallborðið hjá honum. Pálma sál. var af sumum álasað fyrir það, að kensla hans væri þur og þyrkingsleg. Eigi hefir sá, er ritar þessar línur, þó heyrt neinn áhugasaman og duglegan skólapilt, er Ijet sig nokkru skifta fs- lenzk fræði, láta sjer þau orð um munn íara, en heyrt hefir hann þau af vörum margra a n n a r a. — Það var óhætt að reiða sig á skýringar Pálma yfirkennara og gott að muna þær, því £ð þær voru settar fram skýrt og blátt áfram, þær köfnuðu eigi f málanda. Mjög var honum sýnt um að kenna stílagerð, gaf ágætar bendingar um efnismeðferð. — Vinsæll var hann af piltum yfirleitt og er ó- hætt að segja, að það var ekki lak- asli hluti nemendanr.a, sem hændist að honum. — Pálmi sál. yfirkennari var tryggur og viníastur. Reýndist hann mötgum piltum hin mesta hjálp- arhella, þeim er hann sá að eitthvað bjó f. Lágur meðalmaður var hann á vöxt, en gildur á velli. Svipurinn vottaði festu og aivöru. Hvítur var hann fyr- ir hærum hin síðari árin. — Hann var sannur íslendingur, »þjettur á velli og þjettur í lund«, yfirlætislaus, en stóð íastur fyrir, ef á hann var leitað með ofsa og ójafnaðl. Nú er hann fólginn í foldu, en minning hans mun lifa lærðum hjá og í heiðri haldast. — Islands skáldið. Þannig nefnir enska blaðið »The Inquirer* skáld-jöfurinn síra Matth. Jochumsson, og fer um hann auk þess svofeldum orðum: »Eldri lesendur vorir munu minnast fyrstu komu sira M. J., hins ástkæra og mikilsvirta þjóðskálds íslands, á hundrað ára hátfð brezka og erl. Uni- tarafjelagsins, nú fyrir 40 árum sfðan. Hafði hann þá sjálfur kynt sjer stefnu og kenningar flokksins og hefir sfðan verið trúr fylgismaður hans og and- legur leiðtogi á ættjörð sinni. Alt fram að ófriðnum, átti M. J. stöðug brjefaskifti við oss. Lesandi þessa blaðs hefir hann ver- ið um mörg ár og nú nýverið (0: 10. Júlf ’20) höfum vjer fengið viðkvæm kveðjuorð frá hinum mælska öldungi. Kemst hann þar meðal annars svo að orði: »Sem deyjandi maður, nær sjón- laus, sendi jeg yður og öllum mínum Unitarisku vinum, mfna sfðustu bless- un og beztu óskir.< — Nái þetta blað sfra M. J. lifandi, getum vjer fullvissað hann um ást og virðingu allra enskra vina hans<. — • »íslendingur« flytur lesendum sfnum þessi ummæli með ánægju. Kirkján. Messað kl. 2 á Sunnudaginn. ).

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.