Íslendingur

Útgáva

Íslendingur - 20.08.1920, Síða 3

Íslendingur - 20.08.1920, Síða 3
37. tbl. ISLENDINQUR 147 Trúmenska. Engin dygð í fari mannanna er fégurri eða lofsverðari en trúmenskan, — að reynast trúr því, sem mannin- um er fengið að gera, hvort það er stórt eða smátt, og honum er trúað fyrir, — að reynast trúr því, sem innri rjeítlætistilfinningin býður. En oít er það stór freisting að skoða hið smáa of lítilsvert til þcss að sýna þar nokkra hirðusemi eða trúmensku. Er það bæði vegna þess, að álitið er að það varði svo lítils, og svo, að það sjái til lftilla launa. En ef launavonin er aðal hvötin, er eigi hægt að segja að trúmenskan ráði í verkinu. Hið smáa og Ktilvæga er oft þýðingarmeira en margur held- ur. »Margt smátt. gerir eitt stórt,« og »fyrir naglann týndist skeifan, og fyrir skeifuna týndist hesturinn og fyrir hestinn týndist riddarinn*. Margt hið smáa er í eðli sfnu stórt og stærra en flesta rennir grun í. Trúmenska er með mörgu móti, alveg eins og andstæða hennar, svik- semin. Tala má um trúmensku við gefin loforð, trúmensku í orðuro, skyldurækni, að vera stundvfs og láta eigi á sjer standa, að láta sig vera að hitta á þeim stað er búast mætti við að maðurinn væri, láta vera til manns að moka ávalt og æfinlega, hvernig sem á stendur. Svo ér til trúmenska við menn, við málefni, við stefnur, við skoðanir, við rjettlætisvit- undina, við sannleikann. í þessum skilningi er trúmenskan eiginlega skylda eða ábyrgðartilfinning. Allir eru þeir menn ótrúir, er skortir skyldu eða ábyrgðartilfinningu, eða stöðuglyndi Trúmenskan sigrar alt, alla mótspyrnu og alla erfiðleika. Hún gerir kraftaverk. Hún hefir unnið alt það, sem göfugt er og gott, frá þvf sagan byrjar. Hún Kaupendur Í3LENDINGS í Þingeyjdrsýslu greiði blaðið Bjarna kaupm. Benediktsyni Husavík, / Fljötum verzlunarstj. E. F. Möller Haganesvfk, / Skagafirði Kaupfjelagi Skagfirðinga og verzlunarstj. Baldvin Jóns- syni Sauðárkrók, / Húnaþingi Kaupfjelagi Húnvetninga og verzlunarstj. E. E. Sæmund- sen Blönduósi. er móðir alls þess, sem fagurt er og vel er gert — allra listaverkanna, sem hafa komið fram f heiminum. En oft hefir hún komist í hina sárustu raun. Eldraun trúmenskunnar er, að maðurinn standi stöðugur við rjettlætiskröfuna, sannleikshugtakið, á hverju sem gengur. í þvf nýtur maður- inn oft svo lítils utanaðkomandi styrks, frá samtíðinni og aldarandanum; en þá reynir á manngildið. Tiúmenska í orði einu er ekki nóg. Verkin og íramkoman eru síðustu vottarnir, sem kallaðir verða til þess að sanna hver og hvernig maðurinn var. (Heimskringla) Út Eyjafjörð. i. Fönti i hliðum. Hýreyg tun, himinsunna dali fyllir! Glitar fjörðinn geislarún, glóa segl við traustan hún. Tigna land með bjarta brún, björgum steypt, þig sonur hyllir! Snœr i hliðum! hýreyg tún, himinsunnú dali gyllir! Hjerna lít jeg Hjálmars bœ*. * Dálkstaðir Hingað var ’ann ungur borinn, ólst þar upp við sól og sœ, — sdlin kaus in hörðu frœ! Vinafár i æsku og œ átti varla söl d vorin. Hjerna lit jeg Hjálmars bœ, hingað var hann forðum borinn. Helga sól! œ sendu heim sigurgeisla, frið og yndi! Berðu kveðju um bjartan geim — — barni ð langar tíðum heim. Pó vjer leitum langt um heim, Ijósin aldrei hjartað blindi. Helga sóí — œ sendu heim sigurgeisla, frið og yndi! II. Út á við oss ber fyrir ey og sker**. Sjófuglar hrökkva, en hnisur stökkva. Gjögur fyrir borði, en Grímsey i norðri. Keflavik*** er hörð, kul um Þorgeirsfjörð. En i vesturátt gnœfa váleg hátt Fljótamanna fjöllin, er fœddu tröllin. Vœttir enn vaka i vindi og klaka um inn háa hörg, Hvanndalabjörg! J. Þ. ** Hrfsey og Hrólfssker. *** Eyðijörð við Gjögur. Fr. B. Arngrimsson er nýkominn heim úr ferð sinni um Vestfjörðu. Hann lætur vel yfir för sinni, en lítið kalk kveðst hann hafa fundið í fjöllunum. Pilsudski. í Júnfhefti English Reviiw er grein um Pilsudski, forseta Pólverja, eftir Sir Thomas Barclay. Pilsudski er fæddur árið 1863, með- an á pólsku uppreisninni stóð. Hann hefir án afláts barist fyrir því, að hinn fagri frelsisdraumur Pólverja mætti rætast. Það má deila um stefnu hans nú upp á sfðkastið, en þvf verður eigi móti mælt, að rauði þráðurinn f allri hans baráttu hefir verið frelsi Póllands. Sir Thomas Barclay íýsir honum á þessa leið: Hann er þunglyndislegur: Augun eru fremur döpur, augnabrýnn hans slúta, efrivararskeggið hangir niður og hárið er strítt. Andlitið minnir á ætt- land hans. í svipnum speglast eins og sambland af hinni stórskornu sögu þjóðarinnar og hinu sviplausa sljettu- landi, hinum þróttmiklu dönsum og kveinandi hljóðfæraslætti, sem dansað er eftir. Hann minnir á land öfga og mótsetninga. Og þegar jeg sagði honum eitthvað, sem hann bafði gaman af, þá hvarf þunglyndisblærinn af honum og hann hló bjartanlega eins og barn. Þó að hann sje 54 ára að aldri, sjer varla grátt hár í höfði hans. Þegar á 3túdentsárum sfnum f Wilna og Kharkow, tók hann að hallast að jafnaðarmönnum (Sósialistum) og árið 1887 hlaut hann að faia f útlegð til Sfberíu. Fimm árum sfðar komst hann til Lodz, sem fer bær í Póllandi. Gekk hann þá f nýlega stofnaðan flokk, er nefndist: Pólski jafnaðarmannaflokkur- inn. Var eíst á stefnuskrá hans að írelsa Pólland úr heljarklóm Rússa. Pilsudski var tekinn höndum og varp- að í fangelsi í Varsjá árið 1900. Gerði hann sjer þá upp veiki, og hepnaðist sú uppgerð; var hann fluttur á her- mannaspítala í Petrograd. — Þaðan komst hann undan með hjálp samlanda sfns, er var læknir við spítalann, og settist að f Krakau og hjelt íram starfi sfnu að mynda pólskan her til frels- unar Póllandi. Snemma á árinu 1914 lá Norðurálíu-styrjöldin mikla þegar f loftinu, en Pilsudski hjelt, að hún mundi einungis verða bundin við Rúss- land og Austurrfki. Þegar ófriðurinn brauzt út, var hann með her sínum bundinn Þjóðverjum. En árið 1916 varð hann að láta af herstjóin. Næsta ár var ástandið ger- breytt að þvf er til Rússlands kom, vegna byltingarinnar. Rússar voru eigi Icngur óvinir hans. Og P.lsudski vildi eigi lengur veita Miðrfkjunum. Þessvegna var hann nú hneptur f varðhald, með því að hann var álitinn lffið og sálin í mótstöðu Pólverja við Þjóðverja, og kyrrsettur f Magdeburg. En árið 1918 hjelt hann aftur til Pól- lands og gerðist forseti ríkisins, tók að sjer það starf, sem hann gegnir enn þann dag f dag. Bændur eða íhaldsmenn fengu tals- verðan meirihluta við almennar kosn- ingar til pólska þingsins f Janúarmán- uði 1919, en Sósialistar urðu f ákveðn- um minnihluta. Það er enn verið að vinna að stjórnskipulagasmíðinni. »Eng- ir«, segir höf. þessarar greinar, »sem jeg hefi hitt f höíuðborginni, bæjum eða þorbum, hafa samt sem áður deilt um það, að nauðsynlegt væri og sjálf- sagt, að sósialistinn Pilsudski hjeldi um stjórnvölinn, yrði forseti hins nýja rfkis«. Ráðgjafaval hans hefir sýnt, hve mjög hann er laus við öll flokks- bönd, og það hefir magnað traust á honum jafnvel meðal þeirra manna, sem lfta á Sósialismann með viðbjóð og skelfingu. En því má eigi gleyma, að pólski Sósialistaflokkurinn er í verulegum at- riðum þjóðernisflokkur. Efst á stefnu- •-• •••^««»« • •-♦-• •- Jón Magfnússon forsætisráðherra er nú á ferð hjer norðanlands. Fór landveg til Dalvfkur, þaðan sjóveg yfir f Laufás og kemur hingað til Akureyrar eftir helgina. Pjóðfjelags skottulæknar. í Morgunblaðinu 6. þ. m. stendur grein með þessari yfirskrift. Hún byrj- ar þannig: »Rússneski föðurlands- og frelsis- vinurinn, V. Baurtzeff, heldur þvf fram, að stjórnarbylting Bolsjevika og blóð- ugt einveldi, hafi haft í för með sjer dauða 25 miljóna manna, þegar tald- ir eru með þeir, sem sultur og far- sóttir hafa drepið. í hinu mikla sljettu- landi, sem áður var kornforðabúr Eu- rópu og framleiddi fjórða hluta allra þeirra Iff3nauðsynja, sem Norðurálfan þurfti, er nú eindæma hungursneyð, og stafar eingöngu af þvf, að nokkrir jafnaðarmensku-skottulæknar fóru að gera tilraunir með 100—150 miljóna manna lff og hamingju!!« Sfðar í greininni stendur þetta: »Petrograd hafði 1913 yfir 3 milj. íbúa og 1915 3,200,000. En nú er talið að ekki sjeu þar nema um lh miljón. Og þessi hálfa miljón hungrar. Sjálf Bolsjevikablöðin barma sjer yfir ástandinu. Og sjálf byltingakonan rúss- neska, madama Kollontai, kveinar f opinberu málgagni Bolsjevika: Öllum siðferðisgrundvelli er kipt í burtu. Öllu sem bjelt aftur af eigingirnis- hvötum mannanna, er feykt út f veð- ur og vind. Það sem í gær var talin synd og glæpur, er nú Jeyft. v Ritstjóri Islendings tekur við gjöfum ti! austurrísku barnanna. Safnast hefir kr. 2366,50. skránni stóð: Frjálst og óháð Pólland. Næst: Trygging frelsisins til handa þjóðinni. Og meðan verið er að vinna að því, bfða hin sjerstaklegu viðfangs- efni og sjeráhugamál Sósialista sem annars flokks mál. »Pólland«, segir Pilsudski, »hefir skyndilega fengið sinn tilverurjett við- urkendan. Smfðapallurinn hefir verið reistur og tekið til starfa. Frelsið er fengið. Vjer eigum eftir að reisa hús- ið, smíða rammann. Alt er enn f ó- skipan. Og meðan pólskir stjórnmála- menn þurfa á-> öllu sínu hugviti og aliri sinni orku að halda til þess að koma hinu tröllslega endurbóta- og endurreisnarverki í framkvæmd, verð- ur Pólland að halda feiknaher og magna hann með degi hverjum til þess að tryggja sjer þau landamæri, sem enn eru eigi með lögum að fullu sett og til þess að halda þvf, sem það hefir unnið. Verkeínið er afskaplegt, en það er heldur enginn vafi á því, að Pólverjar láta hendur standa fram úr ermum*. Það er vafasamt, hvort Pólverjar fara rjetta leið til þess að ná tak- marki sfnu. — En þessi grein lýsir dálítið Pólverjum og þeirra framúr- skarandi leiðtoga og forseta. (Lausl. þýtt).

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.