Íslendingur - 27.08.1920, Page 1
Islendingur.
Ritstjóri og eigandi: Brynleifur Tobiasson.
••••••••••••••••••••••••••
Akureyri, Föstudaginn 27. Ágúst 1920.
38. tbl.
Eftirmaður Wilsons.
Khöfn 2i. Júlí 1920.
Við forsetakosningarnar í haust
verður eftir öllu útliti að dæma gert
út um, hvort Bandaríkin eigi að
taka þátt í þjóðabandalaginu eða
ekki. Svo undarlega hefir farið, að
hið eina af stórveldunum, sem enn-
þá hefir ekki samþykt „sáttmálann"
— „le pacte" var eftirlætisnafn Wil-
sons á honum — um þjóðabanda-
lagið, sem frekar nokkurs annars
er verk Wilsons, er einmitt Banda-
ríkin.
Eins og kunnugt er, mætti friðar-
samningurinn, sjerslaklega fyrsti kafli
hans: um þjóðabandalagið, á þing-
inu í Washington miklum mótmæl-
um frá samveldismönnum, sem vildu
eigi samykkja hann, nema að minsta
kosti margir fyrirvarar fylgdu, og
við atkvæðagreiðsluna í öldunga-
deildinni fjekk samningurinn ekki
þann meirihluta — atkvæða —
sem lög krefja til samþyktar.
Málið var þó ekki tií lykta leitt
við atkvæðagreiðsluna f öldunga-
deildinni. Meðan Bandaríkin hafa
ekki samþykt friðarsamninginn, hafa
þau ekki formlega samið frið við
Þýzkaland og geta því t. d. ekki
tekið upp stjórnmálasamband við
stjórnina í Berlín, nema þá að
semja sjerfrið við Pýzkaland. Enn-
þá er þvf óvíst, hverja endanlega
afstöðu Bandaríkin taka til friðar-
samningsins og þjóðabandalagsins
og án efa verður aðallega um það
barist við forsetakosninguna. For-
setakosningin f haust skiftir þvf
óvenjulega miklu, ekki aðeins Amer-
íku, heldur einnig stjórntnál Evrópu
og innbyrðis afstöðu þjóðanna. Oft
hefir maður sjeð, hve miklum von-
brigðum það víðsvegar hefir valdið,
að Wilson skyldi ekki megna að
vinna þjóðabandalaginu, eftirlætis-
hugsjón sinni, sem hann svo ötul-
lega barðist fyrir í París, nægilegt
fylgi í föðurlandi sínu.
í byrjun Martsmánaöar 1921 er
forsetatími Wilsons útrunninn, en
forsetakosningin fer þó fram fyrsta
Priðjudag í Nóvember í haust, 4
mánuðum áður, og kosningaundir-
búningurinn er fyrir löngu byrjaður.
Aðalflokkarnir tveir, sem keppa um
völdin, samveldismenn (republicans)
og sjerveldismenn (democrats) út-
nefna fyrst hvor fyrir sig á flokks-
þingi, sem 1000 fulltrúar frá öllufn
ríkjunum sækja, frambjóðendurflokk-
anna til forsetatignarinnar.
Samveldismenn hafa í þetta sinn
verið fyrri til. í byrjun Júnímánaðar
var flokksþing þeirra haldið í
MColosseum" í Chicago. Samveldis-
menn, andstæðingar Wilsons, sem
mest hafa barist á móti friðarsamn-
ingnum, er aðallega Ihalds- og auð-
mannaflokkur. Og kosningastefnu-
skrá sú, er Chicago þingið samþykti,
og útnefning forsetaefnis flokksins
bendir til þess, að afturhaldssamasti
hluti flokksins hafi ráðið þar mestu.
Það voru auðvitað margir um boð-
ið sem forsetaefni, en þó voru það
sjerstaklega þrír, sem mestar Iíkur
höfðu til að ná útnefningu: Hoower,
sem var matvælastjóri meðan á
ófriðnum stóð, Hiram Johnson þing-
maður og Wood hershöfðingi. En
Hoower var óháður helztu flokks-
burgeisunum, þótt hann hefði mest-
ar líkur til að ná forsetakosningu,
vegna mikilla vinsælda, sem hann
nýtur meðal þjóðarinnar. Heldur
ekki Johnson fjell foringjunum vel
í geð. Hann hafði á ýmsum kosn-
ingafundum látið of frjálslyndar
skoðanir í ljós. Við prófkosning-
una fengu þó hann og Wood Iengi
flest atkvæði. En hvorugur náði meiri
hluta og fylgismenn hvorugs vildu
Iáta undan og gefa hinum atkvæði
sín. En þá komu gömlu, afturhalds-
sömu leiðtogar flokksins með nýjan
mann, Warren G. Harding, þing-
mann, og hann tókst þeim að fá
útnefndan sem forsetaefni flokksins.
Útnefning Hard ngs var málamiðl-
un, til þess að hindra að flokkurinn
klofnaði. Honum var því ekki tek-
ið með óblandaðri gleði í HCo-
losseum" og hann nýtur engan veg-
inn almenns trausts flokksins. En
gömlu leiðtogarnir sigruðu við út-
nefningu íorsetaefnis flokksins. Ef
til vill verður það til þess, að sjer-
veldismenn vinni sigur við forseta-
kosninguna.
Það voru tæplega margir utan
Ameríku, sem heyrt höfðu Hard-
ings getið fyr en hann var kjörinn
forsetaefni samveldismennn. Hann
var upphaflega prentari, síðar blað-
útgefandi og ritstjóri blaðsins „Mari-
on Star", sem var bæði mikilsmeg-
andi og útbreitt. Hann var um eitt
skeið vara-landstjóri í Ohio og er
nú þingmaður þess í öldungadeild-
inni í Washington. Honum er lýst
sem duglegum, atorkusömum og.
gætnum manni og ágætum ræðu-
manni. Neinar sjerstakar stjórnmála-
gáfur er ekki kunnugt aö hann hafi
til að bera, og útnefning hans er
meira að þakka sundurlyndi flokks-
ins en hæfileikum hans.
Tæpum mánuði ettir Chicago-
fund samveldismauna, komu sjer-
veldismenn saman í San Francisco
til að útnefna forsetaefni flokksins.
Gekk fundur þeirra að mun frið-
samlegar til en Chicagofundur mót-
stöðuflokksins og meira samlyndi
ríkjandi. Sjerveldismenn ákváöu að
styðja eindregiö friðarsamninginn.
Annars ber stefnuskrá sú, er þeir
Gagnfræðaskólinn
verður að forfallalausu settur, eins og lög standa til, Föstudaginn
1. Október n. k. kl. 12 á hád. Ættu þá allir, sem skólann ætla að
sækja í vetur, að vera viðstaddir, sveinar sem meyjar. Nú þegar
er skólinn svo þjettskipaður, að fleiri verða ekki teknir, nema
því fleiri gangi frá.
P. t. Grenjaðarstað 21. Ágúst 1920.
skólameistari.
samþyktu í San Francisco vott um
mikið frjálslyndi í stjórnmálum.
Gengur hún m. a. út á umbætur í
ýmsum alþýðumálum, sjerstaklega í
verkamannalöggjöf og stefnuskrá
flokksins svarar fullkomlega til
þeirrar kröfu, sem nútíminn gerir
til frjálslynds stjórnmálaflokks. Það
er því mjög líklegt, að verkamenn,
sem f Ameríku standa langt að
baki stjettarbræðrum sínum í Európu,
hvað áhrif í stjórnmálum snertir,
muni alment styðja forsetaefni sjer-
veldismanna.
Útnefning forsetaefnis virðist hafa
tekist sjerveldismönnum vel. Það
voru aðallega tveir, sem barist var
um: Mc Adoo, tengdasonur Wilsons
og fyrverandi fjármálaráðherra, og
Cox landstjóri í Ohio. En þegar
Cox við sfðustu prófkosningarnar
fjekk allmörgum atkvæðum fleira
en Mc. Adoo, dró Mc. Adoo sig í
hlje og Cox var útnefndur sem for-
setaefni.
Það verða því Ohio-borgararnir
Cox og Harding, sem eiga að
freista hamingjunnar og keppa um
forsetatignina í haust. Við því hafði
veriö búist, áður en útnefning for-
setaefnanna var kunn, að vonlaust
væri um sigur fyrir sjerveldismenn
í þetta sinn. Samveldismenn stóðu
að mörgu Ieyti betur að vfgi. Þeir
höfðu sín megin allan þann hagn-
að, sem stjórnarandstæðingar eru
vanir að hafa. Síðustu 8 árin hefir
Wilson setið að völdum og flokkur
hans borið stjórnarbyrðirnar og
ábyrgðina. Starfsemi Wilsons á frið-
arfundinum og veikindi hans, þegar
heim kom, hefir mjög rýrt lýðhylli
hans í Ameríku. En útnefning for-
setaefnanna hefir gefið sjerveldis-
mönnum nýja von. Forsetaefni sám-
veldistnanna, Harding, er af fiestum
talinn mjög óheppilega valinn, og
útnefning hans hefir vakið sundur-
Iyndi innan flokksins. Hinsvegar
er Cox alment álitinn mjög heppi-
legur maður, og útnefning hans
vakið almenna ánægju í flokknum,
sem samhuga styður hann við kosn-
ingarnar.
Ritstjóri »Dags«
hefir undanfarið verið að senda ís-
lendingi tóninn, einkum í greinum
þeim, er hann nefnir »Nábúakrit«. En
sannleikurinn er sá, að þó að þenna
mann, sem ráðinn hefir verið til þess
að hafa á hendi ritstjórn »Dags«,
langi auðsjáanlega til þess að troða
illsakir við oss, þá sjáum vjer eigi
ástæðu til þess að gjalda honum líku
lfkt. Oss þykir hann éigi fara svo til-
takanlega drengilega úr hlaði. Til-
gangurinn er auðsær. Ef til vill held-
ur þessi þjónustusamlegi andi, að það
sje eitt af skyldustörfum vinnumensk-
unnar að reyna að spilla fyrir blaði
voru með því að bera því ýmislegt
það á brýn, sem eigi er rjett; en
vjer efumst um, að sá nábúakritur,
sem hann er að reyna að magna milli
»Dags« og íslendings, hafi þau áhrif,
sem hann ætlast til.
|ón Magnússon
forsætisráðherra kom hingað til bæj-
arins 24. þ. m. með »Beskytteren«
utan frá Laufási. Fylgdi mágur hans,
sfra Björn f Laufási, honum hingað.
Forsætisráðherrann fór fram að
Grund í vikunni.
Suður fór hann landveg í morgun
og Jón Þórarinsson fræðslumálastjóri.
Samferða þeim er Hjalti Jónsson skip-
stjóri í Reykjavfk. —
E.s. Borg
kom hingað 22. þ. m. með allmik-
ið af rúgmjöli, sykri og steinolfu.
Skipið fór hjeðan aðfaranótt 24.